Greinasafn fyrir merki: Dj Koze

Plötudómur:Dj Koze – Mrs. Bojangles***

mrs.bojangles

Dj Koze
Mrs. Bojangles
Dr.Fuck
Circus Company
Deep House / electro
3/5

Undanfarna mánuði hef ég mikið verið að fíla Dj Koze. Kauði býr til frumlegt og skemmtilegt dót, er góður remixari og hefur skemmtilega sýn á danstónlistina (hann segist t.d. í viðtölum ekki nenna að hlusta á lög sem byrja bara á bassatrommu,  sem ég efast um að sé rétt, því það hlýtur að útiloka svona 70% af allri danstónlist)). Circus Company er líka stórskemmtilegt label sem ég hef fylgst svolítið með  síðan þeir gáfu „Open Wide“, stórgóða breiðskífu Dave Aju, í fyrra.

Því var ég frekar spenntur þegar ég rakst á „Mrs. Bojangles“. Fyrra lag plötunar , „Mrs.Bojangles“,  byrjar á skemmtilegum takti þar sem kúabjöllur mynda laglínuna. Þetta heldur síðan áfram í 3 mínutur, en eftir það fara hlutirnir að gerast, svo birtist hver steikt pælingin á fætur annari og á endanum  finnst mér Koze missa það svolítið, þó svo að takturinn komi aftur inn á fullri ferð er lagið orðið frekar súrt. Í heildina er lagið fínt en heldur súrt, kúabjöllu línan er samt geðveik.

Hitt lagið á plötuni ber hið merkilega nafn „Dr.Fuck (The drunken preacher)“.  Yfir skemmtilegri bassalínu gerast stórfurðulegir hlutir, djúpur bull vókall, kjánaleg sílafónslína og skrítin umhverfis hljóð. Held að það væri vel hægt að pulla þetta lag snemma á sunnudagsmorgni en alls ekki fyrr…

Í heildina litið er þetta ágætis skífa, þótt lögin á henni komist ekki nálægt hittara Koze frá 2008, „I want to sleep“ eru þau engu að síður skemmtileg tilbreyting frá öllu fjöldaframleidda deep/tech housinu sem ræður ríkjum í dag.

Tóndæmi:
DJ Koze – Mrs.Bojangles
DJ Koze – Dr Fuck

Kaupa
plötu: Juno
mp3: Beatport

Jútjúb Miksteip #2 – Lögin sem fóru algjörlega framhjá mér

Í þessu jútjúb miksteipi eru lög sem voru mikið spiluð þetta árið en ég einhvern veginn lærði ekki að meta þau fyrr en núna bara upp á síðkastið.

1. Audion – Billy says go
Jónfrí benti mér á þetta lag á sínum tíma og ég fílaði það ekki neitt. Heyrði Ellen Allien spila það á Melt Festival og fílaði það ekki heldur, Það var ekki fyrr en í október þegar ég var að stússast á beatport að ég rakst á það og lærði að meta það. Groove-ið í þessu lagi er geðveikt og ekki skemmir þetta sérstaka „Audion bassatromma“ fyrir. Eitt af lögum ársins að mínu mati.


2.DJ Koze – I want to sleep
Þetta lag var á listum frábærra plötusnúða eins og t.d. Sebo K. Ég hlustaði á þetta lag og skildi ekki hvað þessir plötusnúðar sáu við það. Síðan las ég viðtal við Koze og ákvað þess vegna að skoða myspacið hans. Það varð til þess að ég uppgötvaði þetta lag. Á myspacinu hans er einnig að finna remixið hans af Matthew Dear laginu Elementary lover sem er geðveikt.


3.Ricardo Villalobos – Enfants
Lagið sem gerði allt vitlaust í byrjun árs. Lagið er 17 mínutur og stærsti hluti þess er chílenskur barnakór að syngja. Keypti eintak í Berlín en gaf það þar sem ég sá ekki fram á að eiga eftir að spila það. Rakst á það í mixi um daginn og sé núna mikið eftir að hafa gefið plötuna.


4.Noze – Remember Love
Noze gerðu allt vitlaust á sínum tíma voru meðal annar með besta ,,actið“ á Íbiza að margra mati. Platan þeirra On the rocks var kom út í ár á ofurlabelinu Get Physical. Heyrði RA podcastið þeirra í sumar og var ekkert vitlaus í það. Svo um daginn var ég að sýna einhverjum hvað house gæti verið fínt live acti og það varð til þess að ég hlustaði á þetta mix aftur og keypti diskinn. Diskurinn er mjög góður, sérstaklega lagið Remember Love.

5.SiS – Trompeta
Ógeðslega cheesy loopa endurtekinn yfir rosalega miklu percussioni. Margi hafa líkt Trompeta við Heater sem gerði allt vitlaust í fyrra. Í fyrstu fannst mér þetta of cheesy og týpiskt. En svo komst ég að því að þetta lag er geðveikt ef rétt er farið með það í mixi.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook