Greinasafn fyrir merki: DJ Sneak

Föstudagsflagarinn: Dj Sneak – You can´t hide from your Bud

Ég sá Dj Sneak spila um árið í Berlin. Settið hans var ekkert það besta sem ég hef heyrt en ótrúlega góður að mixa var hann. Það sem fór í taugarnar á mér voru popp akapellur á borð við Beyonce og Black Eyed Peas. Frekar ungur danshópur á ferð og hafði það vissulega áhrif á hann. Finnst samt skrítið að hann skuli vera með svona dót í kassanum sínum.

Ég tala ekki um DJ Sneak að ástæðulausu en hann á föstudagsflagarann að þessu sinni. „You can´t hide from your Bud“ er algjör klúbbatryllir. Lagið kom út árið 1997 og skartar einni af feitustu bassalínum síðari ára. Sömplin úr þessu lagi ættu ekki að fara framhjá neinum og fær lag Teddy Pendergrass, „You can´t hide from yourself“ að fylgja með. Góða helgi.