The Joy of Discoer skemmtileg heimildarmynd um diskótónlist frá BBC. Það er farið hratt yfir sögu enda komið víða við en þetta er góður inngangur að diskóinu, uppruna þess, endalokum og arfðleið, frá neðanjarðar stöffi yfir í argasta popp. Margir merkilegir viðmælendur t.d. David Mancuso og Nicky Siano.
Mæli með þessari mynd fyrir alla diskótekara og áhugafólk um danstónlist. Eins og vitur maður sagði eitt sinn, „ef þú fílar techno en ekki diskó, þá fílarðu ekki techno“.
Komið „plötusnúða“ forrit fyrir iphone/ipod touch, Touch DJ. Sýnist þetta nú vera soldið mikið gimmick en kannski soldil ógnun fyrir Pacemaker græjuna. Lýst annars ekki á svona fyrirbæri nema bara sem leikfang eða partýtrylli, sé ekki fyrir mér að það sé hægt að setja saman góðar syrpur með þessu, kannski bara fordómar í mér.
Pioneer hafa svipt hulunni af tveimur nýjum cdj’um (hvað væri gott íslenskt orð fyrir þetta, plötusnúðageislaspilarar – pgs’ar ???), CDJ-2000 og CDJ-900. Sá fyrrnefndi er greinilega arftaki cdj-1000 mk 3 og ætli sá síðarnefndi sé ekki hugsaður sem ný útgáfa af cdj-800. Lítur allt saman voða vel út en satt best að segja var ég einhvern veginn að búast við meiri og afdrifaríkari breytingum og viðbótum.
Held að Pioneer vilji klárlega reyna að fá bita af þeim markaði sem timecode stýrður dj búnaður eins og Serato og Traktor hafa skapað, „Rekordbox“ hugbúnaðurinn eflaust tilraun til slíkrar innrásar. USB / MP3 spilara fídusinn og innbyggður browser (með stærri skjá) var löngu tímabær breyting og verður gaman að fá að prófa fílinginn í því þegar fram líða stundir. „Needle search“ virkar sem góður kostur, hafa eflaust fleiri en ég pirrað sig á því að spóla áfram annað hvort með því að halda inni tökkum eða að snúa jog hjólinu endalaust, reyndar spurning hvort þetta sé nokkuð eitthvað sem plötusnúðar eigi eftir að reka sig óvart í? Finnst að Pioneer menn hefðu mátt taka þennan loop fídus lengra og bæta við fleiri bpm tengdum effectum finnst þeir voru komnir í gang, tæknin er klárlega til staðar eins og djm 800 mixerinn sýnir.
Verður spennandi að sjá hvernig innreið þessarar tækja í bransann fer fram og sömuleiðis hver verður fyrsti íslenski plötusnúðurinn sem festir kaup á þetta. Sexy græjur en verðmiðinn eflaust eftir því.