Greinasafn fyrir merki: drum & bass

Jútjúb Miksteip #6 – halfstep/half-tempo drum & bass

Þegar jungle kom fyrst fram á sjónarsviðið var eitt af auðkennum þess hvernig það tengdi takta og trommur sem sem voru í kringum 150-160 bpm við dub skotnar bassalínur sem virkuðu eins og þær væru um helmingi hægari. Bassinn skapaði þar einskonar jarðtengingu við hraðar taktaleikfimina.

Nokkrum árum síðar var drum & bass búið að festa sig í sessi í kringum 170 slög á mínútu. Þá fóru nokkrir tónlistarmenn að fikta við að semja lög þar sem takturinn og aðrir hlutar lagsins virtust rúlla á hálfum hraða, þ.e.a.s. í kringum 85 bpm, á svipuðu róli og mikið af dub tónlist og rólegu hip hopi. Kannski er þetta allt saman bara skilgreiningaratriði, ég er ekki nógu vel að mér í tónlistarfræðum til þess að skera úr um slíkt, en hér að neðan eru í það minnsta nokkur vel valin half tempo / halfstep drum & bass lög. Takið eftir því hvernig orkan og krafturinn í þessum lögum er allt öðruvísi heldur en í hefðbundinni kick-snare drum & bass tónlist.

.


1. Digital – Deadline (31)
Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að Deadline hafi verið eitt af fyrstu lögunum í þessum gír og Digital ásamt félaga sínum Spirit á mikið lof skilið fyrir að hafa komið þessu sándi á kortið. Digital tengdi saman reggeaskotinn sömpl við old skool/reif hljóðheim, allt byggt á sterkum grunni flott sem hinn massífi bassi myndar.

.


2. Amit – Immortal (Commercial Suicide)

Amit vann vel úr arfleið Digital og mætti kannski kalla hann erfðarprins halfstepsins. Hann hefur tosað og teygt þessar pælingar í ýmsar áttir og hefur sett saman grjótharða gólfatrylla en líka lög eins og Immortal, sem er epískt og fallegt lag. Mér finnst alltaf eins og þetta lag eigi heima í sándtrakki við einhverja Hollywood stórmyndina en það er að finna á Neverending breiðskífu Amit frá árinu 2006.

.


3. Breakage – Clarendon (Digital Soundboy)
Á breiðskífu Breakage, “This too shall Pass”, var heill diskur tileinkaður downtempo dub, dnb og hip hop pælingum. Clarendon kom þó út aðeins síðar, gjörsamlega fáránlegt lag, drifið áfram með bassatrommu og brútal bassa sem Breakage fléttar svo trommufill í kringum.

.


4. Kryptic Minds & Leon Switch – Minor Nine (Defcom)
Kannski ekki half-tempo lag per se, en í svipuðum gír. Tekið af breiðskífu þeirra félaga “Lost All Faith”. Núna nýlega komu út dubstep remix af “Minor Nine”, frá Headhunter og Kryptic Minds & Leon Switch sjálfum, held að það séu athyglisverðar tengingar milli halfstep pælingana í dnb og dubstep, meir um það síðar.

.


5. Instra:Mental – Sakura (Darkestral)
Eitthvert heitasta nafnið í drum & bass senunni í dag, spikfeitt analogue sánd í þessu hugljúfa elektrófílings lagi. Takið eftir hvernig percussion fillinn snúast í kringum þungan og drífandi taktinn. Ég ætlaði reyndar að setja hér inn lagið Commanche en fann það ekki á Youtube, hneyksli…

.


Bónus: Loefah – Horror Show (DMZ)

“Horror Show” ku vera fyrsta halfstep dubstep lagið og ég held að það sé óhætt að fullyrða að fáir komist með tærnar þar sem Loefah hefur hælana í þessum málum. Þungt, drungalegt og yfirþyrmandi sánd. Í dubsteppi eru halfstep pælingarnar algerlega bornar uppi af bassanum og því sem kemur á milli trommuhittana, því tempóið er komið niður í kringum 70 slög á mínútu. Það væri athyglisvert að komast að því hvort listamenn eins og Amit og Digital hafi haft áhrif á Loefah og hans líka, en ég held að óhætt sé að fullyrða að halfstep pælingar í drum & bass geiranum hafi orðið algengari eftir vinsældir dubstep tónlistarinnar.

Syrpu Syrpa #3

Alltaf er nóg til af plötusnúðum að setja saman syrpur og henda þeim á veraldarvefinn!

Hinn finnski Fanu henti í eitt heitt drum & bass mix, soldið í þeim drumfunk stíl sem hann er þekktur fyrir.

Mary Anne Hobbs fékk dubsteppandi Bristolbúa í heimsókn í hljóðver Radio 1, á eftir að tjekka á þessu en nöfnin sem koma við sögu eru nóg til þess að fullvissa mig um að þetta sé killer þáttur. Svo er tónlistarleg arfleifð Bristol langt frá því að vera ómerkileg. (MP3 download hér)

Fyrir þá eru að leita af gömlu og góðu má finna safn af gömlum WBMX syrpum frá 9. áratugnum hér. WBMX er útvarpsstöð í Chicago sem var meðal annars heimili hins goðsagnakennda mix þáttar Hot Mix Five og átti stóran þátt í uppgangi house tónlistarinnar. Fleiri mix af þessu tagi auk ýmis konar danstónlistar sagnfræði má svo finna á hinni stórskemmtilegu Deephousepage.com.

Þá komst ég loks í það að hlusta á settið sem Scuba gerði fyrir XLR8R, skemmtileg syrpa. Remixin af breiðskífunni hans sem eru að koma út þessa dagana eru líka alveg frábær, sýna hversu fjölbreytt og skemmtilegt dubsteppið er þessa dagana.

Að lokum ætla ég að plögga sjálfan mig og mixið sem ég gerði fyrir PZ í síðustu viku, það má finna hér og tracklisti er hér.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Youtube mixteip #1 – Live drum & bass

Youtube mixteip eru skemmtileg, hér er það fyrsta af vonandi mörgum hér á dansidans. Þema að þessu sinni, drum & bass tónlist flutt læf. Tjekk it:


1. Adam F – Intro 73 / Metropolis

Held að þetta sé í Sao Paulo. Skemmtilega hallærislegir dansarar og Adam sjálfur púllar skemmtileg múv, en lagið er ennþá jafn fucking geðveikt. Crazy!


2. Roni Size & Reprazent Live at Maida Vale Studios

Frá 1997, þegar þeir félagar voru upp á sitt besta. Spurning hversu læf þetta er nottla en skemmtilegt engu að síður. Dynamite MC flottur með micinn í skemmtilegri útgáfu af Railing (pt. 2 videoið er líka flott).


3. 4hero – Golden Age Of Live (Live) Recorded @ Montreux Jazz Festival 1998

Eitt af mínum uppáhalds lögum af Two Pages plötunni, 4Hero vildi ég gjarnan sjá á tónleikum.



4. London Elektricity – Billion Dollar Gravy @ Jazz Cafe

Jungle Drummer fer á kostum og gott grúv í gangi!


5. Lamb – Little Things Live

Lamb sá ég live á Hróarskeldu ’99. Geðveikt show, vissi ekkert hver þau voru fyrir þetta, en dróst að sviðinu þegar ég heyrði Little Things. Lamb eru eitt af fáum post-Portishead trip hop böndum sem hafa staðist tímans tönn að mínu mati. (Vissuði annars að gítaristinn sem spilaði með þeim var íslendingur? Oddur Már Rúnarrson, who dat?)


Extra: Pendulum – Granite – Later with Jools Holland

Oj bara…

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook