Greinasafn fyrir merki: dubstep

Skemmtilegt viðtal við Martyn

Hollenski „stepnó“(yndislega hallærislegt orð) producerinn Martyn fékk um daginn það skemmtilega hlutverk að gera 50. Fabric diskinn. Fabric diskarnir eru vinsæl sería geisladiska sem gefinn eru út af samnefndum ofurklúbb í London og meðal listamanna sem hafa gert diska fyrir seríuna má nefna Ricardo Villalobos, Luciano og Ame.

Mörgum  þykir það ansi djarft að Fabric menn biðji Martyn um að gera Fabric disk sem er meira ætlaður teknó og house tónlist á meðan systur serían Fabriclive hefur meira verið tileinkuð broken beat og dubstep. Martyn er þó skemmtilegur plötusnúður og settið sem hann tók á Airwaves 2007 með þeim betri sem ég hef heyrt. Honum tekst mjög vel að blanda saman house,dubstep og dnb. Hér er hægt að finna umfjöllun um diskinn og svo mæli með myndbandinu hérna fyrir neðan.

DansiDans Hlaðvarp#6 – Ewok

dansidans_podcast6_ewok

Plötusnúðar verða vart mikið fjölbreyttari en Gunni Ewok, víðfemt plötusafn hans spannar ýmsar stefnur og stíla og tvinnar hann saman syrpum bakvið spilarana af miklum móð. Kunnastur er Ewokinn sennilega fyrir starf sitt með Breakbeat.is en ófáir hafa þó einnig séð kappann spila hip hop, house, techno, diskó og fönk af miklum móð.

DansiDans hlaðvarpið sem Ewok setti saman er þó í breakbeat fíling, drum & bass og dubstep enda löngu kominn tími á þannig syrpu í hlaðvarpið!

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Var búinn að gera nokkur útpæld mix sem voru bara ekki að gera sig(urðu full geld). Ákvað því bara að hafa stafla af plötum og nokkra diska setja upptöku í gang og sjá hvað myndi gerast. Varð smá furðulegt þetta mix og var oft tæpur að finna næsta lag en það reddaðist og gerir þetta bara skemmtilegra. Eina sem ég svo sem stefndi á var að leggja áherslu á dubstep og drum & bass. Síðan gleymdi ég mér aðeins og varð því mixið næstum 2x lengra en það átti upphaflega að vera.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Alltof margt í rauninni. Vinna, skóli, hljómsveit, Breakbeat.is, flytja, stinger og sinna vinum og vandamönnum bara.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ja stórt er spurt. Verð nú að lýsa yfir ánægju með senuna í kringum Breakbeat.is og frábært að vera partur af því batteríi. Maður hefur soldið þurft að taka upp hanskann fyrir stefnur sem hafa átt undir högg að sækja en mér finnst það betra en að vera að hoppa á milli stefna endalaust eftir hvað er vinsælast á tónlistarbloggum. Held að við séum soldið að uppskera núna fyrir þá staðfestu í rauninni. Síðan verður maður að taka tillit til þess að við erum í raun bara smábær en engin stórborg og því í raun frábært að það sé sena hérna yfirhöfuð.

Hinsvegar myndi ég persónulega vilja hafa hana fjölbreyttari oft á tíðum. Finnst oft að menn séu að spila alltof líkt dót og vanta oft meira krydd í settin. Þó vill ég hrósa Jacobsen og Kaffibarnum fyrir að sinna danstónlistinni vel. Svo má ekki gleyma öllum þessum íslensku tónlistarmönnum sem eru að gera frábæra hluti.

4.Hvað ertu að fíla?
Skal nefna nokkra bara Oculus, Einum Of, Muted, D-Bridge, Lynx, Instra:mental, Untold, Silkie, Mala, Hypno, Republic of Noice, Subminimal, Raychem, Omar S, Ricardo Villalobos, Hudson Mohawk, Blue Daisey, ilo, Zomby, Mount Kimbie, Modeselektor, Martyn, Pangaea, Commix gæti eiginlega haldið áfram endalaust.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Endilega grafa eftir tónlist ekki bara éta upp topp lista og tónlistar blogg þó það sé um að gera að fylgjast líka með því. Kynnið ykkur líka rætur tónlistarinnar en ekki bara til að geta vitnað í einhver gömul nöfn og hittara.

http://www.breakbeat.is

Lagalisti:
01. Bop – Tears Of A Lonely Metaphysician (Med School)
02. MúM – The Ballad Of The Broken Birdie Records (Ruxpin Remix 1) (TMT)
03. Muted & Justice – Lite Star (MJazz Dub)
04. Instra:mental – Hunter (Soul:R)
05. D-Bridge – Wonder Where (Nonplus)
06. Instra:mental – Thugtronika (Exit)
07. Amit – Propaganda (Commercial Suicide)
08. Tertius – Structure (Deep Blue Remix) (Partisan)
09. Special Forces – Something Els (Bleeps Tune) (Photek Productions)
10. Hidden Agenda – Channel (Metalheadz)
11. Commix – Belleview (Metalheadz)
12. D-Bridge – On Your Mind (Soul:R)
13. Dj Crystal – Warpdrive (Lucky Spin)
14. Ed Rush & Nico – Guncheck (No U Turn)
15. Trace & Ed Rush – Clean Gun (Lucky Spin)
16. Sully Shanks – Give Me Up (2nd Drop)
17. Ramadanman – Revenue (Untold Remix) (2nd Drop)
18. Mala – Lean Forward (DMZ)
19. Oculus – Make It Fast (Dub)
20. Matty G – 50.000 Watts (Loefah Remix) (Argon)
21. Zomby – Kaliko (Hyperdub)
22. Modeselektor – The Black Block (Rustie Remix) (Bpitch Control)
23. Mark Pritchard feat Om’mas Keith – Wind It Up (Hyperdub)
24. Joker – Digidesign (Hyperdub)
25. Martyn – Vancouver (3024)
26. Untold – Just For You (Applepips)
27. Ramadanman – Offal (Soul Jazz)
28. Moderat – Rusty Nails (Bpitch Control)

Jútjúb Miksteip #6 – halfstep/half-tempo drum & bass

Þegar jungle kom fyrst fram á sjónarsviðið var eitt af auðkennum þess hvernig það tengdi takta og trommur sem sem voru í kringum 150-160 bpm við dub skotnar bassalínur sem virkuðu eins og þær væru um helmingi hægari. Bassinn skapaði þar einskonar jarðtengingu við hraðar taktaleikfimina.

Nokkrum árum síðar var drum & bass búið að festa sig í sessi í kringum 170 slög á mínútu. Þá fóru nokkrir tónlistarmenn að fikta við að semja lög þar sem takturinn og aðrir hlutar lagsins virtust rúlla á hálfum hraða, þ.e.a.s. í kringum 85 bpm, á svipuðu róli og mikið af dub tónlist og rólegu hip hopi. Kannski er þetta allt saman bara skilgreiningaratriði, ég er ekki nógu vel að mér í tónlistarfræðum til þess að skera úr um slíkt, en hér að neðan eru í það minnsta nokkur vel valin half tempo / halfstep drum & bass lög. Takið eftir því hvernig orkan og krafturinn í þessum lögum er allt öðruvísi heldur en í hefðbundinni kick-snare drum & bass tónlist.

.


1. Digital – Deadline (31)
Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að Deadline hafi verið eitt af fyrstu lögunum í þessum gír og Digital ásamt félaga sínum Spirit á mikið lof skilið fyrir að hafa komið þessu sándi á kortið. Digital tengdi saman reggeaskotinn sömpl við old skool/reif hljóðheim, allt byggt á sterkum grunni flott sem hinn massífi bassi myndar.

.


2. Amit – Immortal (Commercial Suicide)

Amit vann vel úr arfleið Digital og mætti kannski kalla hann erfðarprins halfstepsins. Hann hefur tosað og teygt þessar pælingar í ýmsar áttir og hefur sett saman grjótharða gólfatrylla en líka lög eins og Immortal, sem er epískt og fallegt lag. Mér finnst alltaf eins og þetta lag eigi heima í sándtrakki við einhverja Hollywood stórmyndina en það er að finna á Neverending breiðskífu Amit frá árinu 2006.

.


3. Breakage – Clarendon (Digital Soundboy)
Á breiðskífu Breakage, “This too shall Pass”, var heill diskur tileinkaður downtempo dub, dnb og hip hop pælingum. Clarendon kom þó út aðeins síðar, gjörsamlega fáránlegt lag, drifið áfram með bassatrommu og brútal bassa sem Breakage fléttar svo trommufill í kringum.

.


4. Kryptic Minds & Leon Switch – Minor Nine (Defcom)
Kannski ekki half-tempo lag per se, en í svipuðum gír. Tekið af breiðskífu þeirra félaga “Lost All Faith”. Núna nýlega komu út dubstep remix af “Minor Nine”, frá Headhunter og Kryptic Minds & Leon Switch sjálfum, held að það séu athyglisverðar tengingar milli halfstep pælingana í dnb og dubstep, meir um það síðar.

.


5. Instra:Mental – Sakura (Darkestral)
Eitthvert heitasta nafnið í drum & bass senunni í dag, spikfeitt analogue sánd í þessu hugljúfa elektrófílings lagi. Takið eftir hvernig percussion fillinn snúast í kringum þungan og drífandi taktinn. Ég ætlaði reyndar að setja hér inn lagið Commanche en fann það ekki á Youtube, hneyksli…

.


Bónus: Loefah – Horror Show (DMZ)

“Horror Show” ku vera fyrsta halfstep dubstep lagið og ég held að það sé óhætt að fullyrða að fáir komist með tærnar þar sem Loefah hefur hælana í þessum málum. Þungt, drungalegt og yfirþyrmandi sánd. Í dubsteppi eru halfstep pælingarnar algerlega bornar uppi af bassanum og því sem kemur á milli trommuhittana, því tempóið er komið niður í kringum 70 slög á mínútu. Það væri athyglisvert að komast að því hvort listamenn eins og Amit og Digital hafi haft áhrif á Loefah og hans líka, en ég held að óhætt sé að fullyrða að halfstep pælingar í drum & bass geiranum hafi orðið algengari eftir vinsældir dubstep tónlistarinnar.

Syrpu Syrpa #11

Lucky Me er skoskt útgáfufyrirtæki/krú sem að dútlar í nýju tónlistarstefnuninni sem maður á víst ekki að kalla wonky, aquacrunk eða streetbass. Þau eru með frábært podcast/mixseríu og Jamie Vex’d annar helmingur Vex’d setti saman fyrir þau alveg fáránlega gott mix um daginn. Tónsmíðar Jamie og plötusnúðamennska hafa heldur betur tekið stakkaskiptum frá upphafsárum Vex’d en þeir settu saman einhverja hörðustu dubstep tóna sem sögur fara af, dótið sem Jamie er að semja einn þessa dagana er hins vegar í þessum illskilgreinanlega Flying Lotus/Rustie/Joker… fíling. Mjög flott, tjekkið endilega á mixinu!

.

Clever

Íslandsvinurinn Clever á og rekur New York útgáfuna Offshore sem sérhæfir sig í tilraunakenndari drum & bass og breakbeat tónum. Clever setti nýtt hlaðvarp í gang um daginn sem er í skemmtilegum Offshore fíling. Auk þess setti hann saman dubstep mix á afmælisdegi sínum, á eftir að tjekka á því en lagalistinn er þéttur.

.

Johnny D

Johnny D gerði svo syrpu fyrir Ibiza voice podcastið. Johnny D sem er þekktastur Orbitallife virðist vera sem fastur í sama gír því ýmsir effectar úr því heyrast í mixinu. Flott mix engu að síður.