Greinasafn fyrir merki: Ed Banger

Franskt Hús

Þegar ég var að byrja að hlusta á danstónlist, hlustaði ég mikið á þátt hjá Party Zone þar sem þeir völdu Topp 40 all time bestu danslögin. Þátturinn var augljóslega fullur af slögurum eins og „Gypsie Woman“, „Planet K“, „Good Life“ og svo mætti lengi telja.

Uppáhaldslagið mitt á listanum var þó alltaf „Music sounds better with you“ með Stardust. Lagið var algjör hittari um aldamótin, byrjaði á því að heilla klúbbaheiminn á Ibiza en sló síðar í gegn og var spilað í gríð og erg á MTV og popp útvarpsstöðum heimsins. Annar helmingur Stardust var Thomas Bangalter sem er betur þekktur fyrir að vera í Daft Punk og má einginlega að segja að hann hafi átt stærstan hluta í að þróa svokalla franskt house.

En franskt house, í það minnsta tónlistin frá 10. áratugnum, er yfirleitt búið til úr sömplum úr soul/fönk lögum. Þú skellir á þau filter, setur bassa og kick undir og voilá kominn hittari. Um daginn fann ég þetta myndband sem sýnir hvaðan sömplin  úr  frægustu frönsku house slögurunum (meðal annars „Music sounds better with you“) eru tekin.

Annars verð ég að segja að mér finnst franskt hús hafa hrakað gríðalega. Ed Banger labelið virðist hafa tekið við senunni og „electroað“ hana alltof mikið upp. Síðasta ár sá ég 4 franska plötusnúða sem virtust allir eiga það sameiginlegt að þurfa að sýna hvað þeir væru klárir á sampl fídusin á Cdj-inum sínum, mér til mikils ama.

Magnús Felix | magnusfelix@gmail.com