Greinasafn fyrir merki: England

Heimildarmynd:Future Sound

Rakst á þessa stuttu heimildarmynd um neðanjarðar senuna í Englandi og framtíð hennar  í sífellt stafrænari heimi..  Í myndinni eru bæði listamenn á borð við Roska og Scratcha DVA og blaðamenn fengnir til að spá í framtíð senunnar.

 

 

Sasha á Hacienda

Sasha hefur reyndar aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, en hann er óumdeilanlega merkilegur plötusnúður og brautryðjandi í raftónlist. Þetta sett frá 1989, sem tekið var upp á Hacienda klúbbnum í Manchester, verður að teljast þokkalega merkilegur mp3 fæll. Upptakann er í boði Rico Passerini sem virðist komast í ótrúlegustu upptökur. Mæli með honum.

Hacienda

Hér er lagalistinn. Mikið „hip house„.

Doug Lazy – Let The Rhythm Pump
MC Buzz B – How Sleep The Brave (Hiphouse Track) „House Music“
KC Flightt – Planet E
Toni Scott – Thats How Im Living
Armando – 100% Of Dissin You
Wood Allen – Airport 89
Renegade Soundwave – The Phantom
Bizz-Nizz – Don’t Miss The Party Line
DJ Atomico Herbie – Amour Suave (Remix)
Young MC – Know How
Phuture Pfantasy Club – Slam
Concrete Beat – Thats Not The Way To Do It
KLF – What Time Is Love
Rhythm Device – Acid Rock
FPI Project – Rich In Paradise
Jazz & The Brothers Grimm – Casanova
Musto & Bones – Just As Long As I Got You I Got Love
Stone Roses – Fools Gold
Guru Josh – Infinity
49ers – Touch Me
The Machenzie – Party People
Reese – Rock To The Beat
Kid N Play – 2 Hype
Gino Latino – Welcome
Raul Orellana – The Real Wild House
Julian Jumpin Perez – Stand By Me (Valentino) Sounds Like Kraze – The Party
Sueno Latino – Sueno Latino (Cutmaster G Mix)

Búnaðurinn á myndinni er líklega ekki lýsandi fyrir set-uppið á Hacienda Búnaðurinn á myndinni er líklega ekki lýsandi fyrir set-uppið á Hacienda.

– Leópold Kristjánsson

Soulfoul Dirt

Langaði að vekja athygli lesenda á hinu skemmtilega skoska leibeli Firecracker Recordings. Útgáfan er staðsett í Edinborg og er rekin af Lindsay nokkrum Todd (House of Traps). Tónlistarstefnan er „skítug sálartónlist“ (samkvæmt Todd) og á sú skýring vel við í sjálfu sér því Firecracker hafa notið stuðnings sérvitra plötusnúða á borð við Theo Parish, Trus’Me og Moodyman. Skítug sálartónlist myndi svo á mannamáli útleggjast sem einhverskonar blanda af disco-editum, deep-house-i og detroit techno-i sem allt er unnið á þar til gerðann analog útbúnað.

Dæmi um umslag frá skosku strákunum.

Dæmi um umslag frá skosku strákunum.

Þetta eru auðvitað miklir pjúristar og hafa mikinn áhuga á listinni – og því er öllu komið fyrir í sérstaklega fallegum (og eflaust dýrum) umslögum. Myndir af listamönnunum er hinsvegar ekki mjög auðvelt að finna. Næsta útgáfa sem veriður númer fjögur í röðinni (gæði yfir magn – fyrsta útgáfan er frá árinu 2004) og þar á eftir kemur svo fyrsta tólf-tomman (hingað til verið á 10″ formatti) en það umslag verður allt handunnið. Þeir munu svo sækja efnivið til Ungverjalands fljótlega en House músíkant að nafni Vakula mun eiga Ep.

Aðal nafnið á Firecracker er samt sem áður Skoti að nafni Linkwood (Nick Moore) en Linkwood þessi mun gefa út sína fyrstu LP plötu nú í vor sem bera mun nafnið Clearing the System. Platan er væntanleg á útgáfu Trus’Me, Prime Numbers.

Nýlegt mix frá Linkwood hér!

Firecracker: http://www.myspace.com/firecrackerrecordings
Linkwood: http://www.myspace.com/linkwoodfamily
Vakula: http://www.myspace.com/vakula
Trus’Me http://www.myspace.com/trusme

-Leópold Kristjánsson