Greinasafn fyrir merki: Essential Mix

Syrpu Syrpa

Linkum hér á nokkrar góðar plötusnúðasyrpur til þess að stytta manni stundir og létta manni lund. Garage dubstepparinn Sully gerði syrpu fyrir XLR8R hlaðvarpið, líkt og nýleg breiðskífa Sully þá brúar mixið bil á milli garage/dubstep tóna og juke tónlistarinnar, þétt, fjölbreytt og áhugaverð syrpa. Fyrst við minnumst á fjölbreyttar syrpur er rétt að benda á Essential Mix íslandsvinarins James Blake en þar gætir ýmissa grasa svo ekki sé meira sagt.

Fyrir þá sem vilja bara alvöru techno má linka á Cosmin TRG kaflann í RA hlaðvarpinu. Að lokum viljum við vekja athygli á mixunum úr nýjum útvarpsþætti Mary Anne Hobbs en stúlkan sú er ansi lunkin við að fá hæfileikaríkt fólk í heimsókn. Endilega mælið með syrpum í athugasemdunum ef þið lumið á einhverjum góðum.

Syrpu Syrpa #10

Carl Craig

Nafni minn Carl Craig hefur verið lengi að, í ár eru 20 ár síðan fyrsta lagið hans rataði á vínyl. Hér má finna link á ástralska útvarpsþáttinn Stylin’ sem reyndi að gera ferli hans skil í Carl Craig sérþætti. Mikið af eldri klassíkerum sem hafa kannski gleymst soldið í öllu remix flóðinu sem hefur komið úr herbúðum Carl Craig undanfarin misseri. Annars er ég að fara að sjá hann spila í mars hér í Groningen, hlakka mikið til!

Mr. Scruff tók öll völd í Essential Mix þættinum um daginn, fjölbreytt tveggja tíma sett frá honum sem nálgast má hér.

Hér er svo skemmtilega spontaneus upptaka frá Casanova, Bensol, Diddiluv og Hendrik, ekki búinn að hlusta á allt en byrjar í góðu house-uðu grúvi.

Syrpu Syrpa # 7

Þessa vikuna hjá Resident Advisor sér Rene Breitbarth um podcastið þeirra. Mixið hans er troðfullt af lögum frá hetjum ársins 2008 eins og Guillaume & The Coutu Dumonts og MyMy. Meiri upplýsingar um kauða, mixið og tracklista má finna hér

Í vikunni rakst ég síðan á afterhour mix frá Rozzo úr Mountain People. Þetta mix sem er tekið upp á Slutfunk sem ég veit ekki alveg hvað er ,groovar svakalega og pumpar um leið. Ég hef ekki fundið lagalista þannig ef einhver þekkir þessi lög endilega látið mig vita, mikið af stöffi í þessu mixi sem ég myndi vilja eignast.

Greg Wilson, sem er sennilega einn fyrsti „alvöru“ plötusnúður breta, var svo með Essential Mix um helgina, löngu komin tími á það. Greg þessi á merka sögu að baki og hann segir skemmtilega frá henni á vefsíðunni sinni, forvitnilegar greinar og frásagnir fyrir þá sem hafa áhuga á fyrstu árum raf- og danstónlistar. Mixið er í boogie funk edit fíling, mér finnst fyrri helmingurinn sérstaklega skemmtilegur. MP3 og lagalisti hér.

Meira P Diddy

Fór að leita að 2 Many DJ’s Essential Mixi frá 2005 eftir að hafa lesið síðustu færslu, skemmtilegt mix en sérstaklega minnistætt fyrir accapellu frá Puffy. Alger klassík þar sem kauði ruglar mjög samhengislaust um ást, plötusnúða sem spila 20 mínútna útgáfur af lögum, “the after hours spots” og sitt lítið fleira. Erfitt að lýsa þessu tjekkið bara á mp3 af þessu hér. Þessi ástríða hans fyrir “20 minute versions” útskýrir kannski afhverju hann er að hanga með Villalobos?

If you going to be out that late you might as well be doing something…

Fáránlega gott stuff! Annars soldið forvitnilegt að þegar ég fór að gúgla og leita af þessu mixi þá rakst ég fyrst á upptöku frá því að mixið var endurspilað sem “classic essential mix”, Annie Mac er að kynna í staðinn fyrir Pete Tong og viti menn á þeirri útgáfu er búið að klippa Puffy út! Hrikaleg ritskoðun og gerir mixið mun verra (svona fyrir utan það hvað þetta mashup dæmi er þreytt árið 2008). Ég þurfti að nota alla mína interwebs skills í að finna upphaflegu útgáfuna frá 2005 og grafa upp þessi gullkorn frá Sean “P Diddy” “Puffy” “Puff Daddy” Combs.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)