Hollenski „stepnó“(yndislega hallærislegt orð) producerinn Martyn fékk um daginn það skemmtilega hlutverk að gera 50. Fabric diskinn. Fabric diskarnir eru vinsæl sería geisladiska sem gefinn eru út af samnefndum ofurklúbb í London og meðal listamanna sem hafa gert diska fyrir seríuna má nefna Ricardo Villalobos, Luciano og Ame.
Mörgum þykir það ansi djarft að Fabric menn biðji Martyn um að gera Fabric disk sem er meira ætlaður teknó og house tónlist á meðan systur serían Fabriclive hefur meira verið tileinkuð broken beat og dubstep. Martyn er þó skemmtilegur plötusnúður og settið sem hann tók á Airwaves 2007 með þeim betri sem ég hef heyrt. Honum tekst mjög vel að blanda saman house,dubstep og dnb. Hér er hægt að finna umfjöllun um diskinn og svo mæli með myndbandinu hérna fyrir neðan.