Greinasafn fyrir merki: fact magazine

House/Techno frumkvöðlar áratugsins

Á næstu árum mun eflaust verða sprenging í „best of… 2000-2010“ listum þegar fólk fer að reyna að gera upp áratuginn sem á ekkert gott nafn á íslenskri tungu („noughties“?). Sumir hafa tekið sér forskot á sæluna t.d. birti Pitchfork umdeildann lista yfir bestu lög áratugarins um daginn. Fact Magazine, sem eru duglegir við listasmíð af ýmsu tagi, eru líka byrjaðir að gera upp síðustu 10 ár eða svo og ríða á vaðið með 10 tónlistarmönnum sem breyttu house og techno tónlistinni síðustu 10 árin. Þetta er góð samantekt. Þótt maður sé,  eins og við var að búast, ekki sammála í einu og öllu er höfundurinn vel að sér og fer yfir þróun danstónlistar síðustu 10 ár eða svo á skemmtilegan en skilmerkilegan hátt.

Persónulega finnst mér vanta einhvern sterkan fulltrúa minimal sándsins, stefna sem tröllreið þessum áratug þótt hún hafi dottið úr tísku á undanförnum árum. Sömuleiðis hefði kannski mátt hafa einhverja fulltrúa fyrir elektrófílinginn sem var svo sterkur á árum áður. Hafið þið einhverja skoðun á þessum lista?

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail..com