Það er komin árslistatíð (og þar að auki áratugalistatíð…). Hér eru linkar á uppgjör nokkura vefmiðla í danstónlistargeiranum:
Resident Advisor
dubstepforum tilnefningar
Fact Magazine
Boomkat
Einhvern vegin er það svo hefðin á íslandi að gera tónlistarárið upp á nýja árinu (amk í dansgeiranum). Árslisti Breakbeat.is verður á sínum stað í janúar (og býst við því að sama sé upp á teningnum hjá PZ og fleirum). Hins vegar ekki seinna vænna að fara að pæla í þessu. Hvað stóð upp úr hjá ykkur? Listamenn ársins? Breiðskífur ársins? Lög / smáskífur ársins? Tjútt ársins? Endilega segið frá í athugasemdunum.