Greinasafn fyrir merki: felix da housecat

DJ Hell vs. Felix da Housecat

Danstónlistardrama í gangi þessa dagana en Felix da Housecat hefur ásakað DJ Hell um að nota raddupptökur frá sér án leyfis. Hell hefur svarað fyrir sig og segist hafa fengið grænt ljós frá Pudd Daddy (sem þenur raddbönd sín skemmtilega í umræddu lagi). Vonandi leysa þessir reynsluboltar þennan ágreining sinn, en sama hvernig það fer er umrædd accapella alger klassík eins og við höfum áður minnst á hér á dansidans.