Langaði að vekja athygli lesenda á hinu skemmtilega skoska leibeli Firecracker Recordings. Útgáfan er staðsett í Edinborg og er rekin af Lindsay nokkrum Todd (House of Traps). Tónlistarstefnan er „skítug sálartónlist“ (samkvæmt Todd) og á sú skýring vel við í sjálfu sér því Firecracker hafa notið stuðnings sérvitra plötusnúða á borð við Theo Parish, Trus’Me og Moodyman. Skítug sálartónlist myndi svo á mannamáli útleggjast sem einhverskonar blanda af disco-editum, deep-house-i og detroit techno-i sem allt er unnið á þar til gerðann analog útbúnað.

Dæmi um umslag frá skosku strákunum.
Þetta eru auðvitað miklir pjúristar og hafa mikinn áhuga á listinni – og því er öllu komið fyrir í sérstaklega fallegum (og eflaust dýrum) umslögum. Myndir af listamönnunum er hinsvegar ekki mjög auðvelt að finna. Næsta útgáfa sem veriður númer fjögur í röðinni (gæði yfir magn – fyrsta útgáfan er frá árinu 2004) og þar á eftir kemur svo fyrsta tólf-tomman (hingað til verið á 10″ formatti) en það umslag verður allt handunnið. Þeir munu svo sækja efnivið til Ungverjalands fljótlega en House músíkant að nafni Vakula mun eiga Ep.
Aðal nafnið á Firecracker er samt sem áður Skoti að nafni Linkwood (Nick Moore) en Linkwood þessi mun gefa út sína fyrstu LP plötu nú í vor sem bera mun nafnið Clearing the System. Platan er væntanleg á útgáfu Trus’Me, Prime Numbers.
Nýlegt mix frá Linkwood hér!
Firecracker: http://www.myspace.com/firecrackerrecordings
Linkwood: http://www.myspace.com/linkwoodfamily
Vakula: http://www.myspace.com/vakula
Trus’Me http://www.myspace.com/trusme
-Leópold Kristjánsson