Greinasafn fyrir merki: FKNHNDSM

Syrpusyrpa

Mikið af spennandi mixum á netinu þessa dagana datt í hug að benda á nokkur þeirra.


fknhndsm – Park  Street Brooklyn

Dúoið fknhndsm deildi helling  af mixum á Soundcloud  nú á dögunum.  Ég hef ekki komist yfir öll mixin aðeins Park Street Brooklyn og Ginger Man 3. Þau mix eru þó algjör eðall. Sleazy hús og sexy diskó eða öfugt.

fknhndsm – Gingerman 3

Í síðustu viku bætti Kalli ,sem oft er kenndur við Breakbeat.is, mixi við podcastið sitt. Kalli kemur víða við í mixinu spilar allt  frá Liquid Liquid til  James Blake, enda ber það nafnið  Misc  mix. Hægt er að nálgast mixið hér.

Húsboltinn Ingvi greip tækifærið þegar hann komst í plötuspilarana sína um jólinn og gerði þetta eðal húsmix. Mixið ber nafnið Time Unlimited og fær það mig til sakna Groovebox kvöldanna.

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson betur þekktu sem  Bjössi Biogen féll frá fyrr í mánuðinum. Biogen hafði spilað stóran þátt í íslensku raftónlistarsenunni um árabil. Auk afkastamikils sóloferils var Bjössi  hluti af hinni goðsagnakenndu Ajax og stóð fyrir mörgum spennandi raftónlistar tengdum virðburðum meðal annars Weirdcore kvöldunum.

Dj AnDre gerði þetta mix til heiðurs minningu Biogen og á morgun verður stendur Extreme Chillout fyrir sérstöku Biogen tribute kvöldi á Kaffibarnum.  Fram koma margir af fínustu raftónlistarmönnum Íslands og hvetur Dansidans fólk til að mæta. Hvíl í friði Biogen.

Helgin 13.-16. ágúst 2009

Síðsumarshelgi með öllu tilheyrandi í uppsiglingu. Fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið er úr ýmsu að velja.

Fimmtudagurinn 13. ágúst

Coxbutter piltarnir eru með kvöld á Jacobsen á fimmtudaginn, flott line up: Forgotten Lores, Mighty Jukebox, Steve Sampling og DJ Kocoon bjóða upp á hip hop af ýmsu tagi.  Rétt að benda einnig á Coxbutter síðuna þar sem má nálgast fínasta stuff á mp3 formi endurgjaldslaust.

Föstudagurinn 14. ágúst

Breakbeat.is með svokallaðan All Nighter á Jacobsen, næturlangt tjútt á báðum hæðum. Á efri hæðinni ráða léttari tónar ríkjum, töffarabandið The Zuckakis Mondeyano Project verða með hljómleika auk þess sem Ewok og Leópold snúa skífum í house og groove fíling. Í kjallaranum verða svo bumbur, bassar og brotnir taktar frá fastasnúðum Breakbeat.is og vel völdum gestum.

Laugardagurinn 15. ágúst
Laugardaginn má taka með öðruvísi sniði ef menn svo lystir, hlusta á plötusnúða í Bláa Lóninu eða á hljómsveitir út á Snæfellsnesi. Margeir heldur útgáfupartý fyrir nýjan Bláa Lóns mixdisk í Bláa Lóninu, þeir sem hafa farið á Airwaves partýin þar þekkja fílingin sem getur myndast á “tjútti” í lóninu, töff pæling.


Önnur töff pæling eru svo tónleikar Stereo Hypnosis á Hellisandi á Snæfellsnesi en feðgarnir í Stereo Hypnosis ætla þar að fagna útgáfu nýrrar skífu sem hefur hlotið nafnið Hypnogogia, þeim til trausts og halds verða svo Project 8, Snorri Ásmundsson og AnDre.


Fyrir miðbæjarrrottur er hins vegar líka gott geim í bænum, fknhndsm dúóið tekur á móti New York búanum Love Fingers á Kaffibarnum. Deladiskófílingur og dólgagrúv af bestu gerð.

Sjáumst á dansgólfinu!

Syrpu Syrpa #14

Fyrst langar benda á tvö podköst sem hafa verið fáránlega góð síðustu vikur. Írska Bodytonic batteríið stendur að skemmtilegri vefsíðu, klúbbakvöldum og öðru stússi, podkastið þeirra hefur verið spennó undanfarið með syrpur frá mönnum á borð við Daniel Wang, Dj Craze, Noze og Omar S algerlega áskriftarinnar virði. Það ætti kannski ekki að þurfa að benda lesendum þessarar síðu á Resident Advisor podcastið en við gerum það nú samt af því að tveir síðustu hlutar þess hafa verið ofsa spennó, í fyrsta lagi var DJ Koze með flotta og fjölbreytta syrpu og í öðru lagi er þar frábært live sett frá Surgeon, techno og dubstep bræðingur.

ra145-dj-koze

Að öðru leiti er rétt að velja íslenskt þessa vikuna. Mikið framboð af skemmtilegum syrpum frá íslenskum snúðum á veraldarvefnum. Árni Kristjáns gerði stórskemmtilegt boogie mix,  Jónfrí smellti í eina djúpa hús syrpu og Haukur úr fknhndsm er á öðruvísí húsnótum á blogginu sínu. Kári Hypno smellti svo fínu dubstep mixi á huga.

Að lokum ætla ég að plögga mitt eigið mix sem vitaskuld ber höfuð og herðar yfir öll hin mixin!

Helgin 30.janúar – 1.febrúar

mynd_0514812

 

Það er nátturulega einn hlutur sem stendur uppúr þessa helgina en það er Árslistakvöld Party Zone, en á laugardaginn milli 19:30 og 24 munu þeir Helgi Már og Kristján Helgi munu fara yfir 40 bestu lög ársins. Síðan verður haldið partý á Jacobsen sem opnaði síðustu helgi og lofar góðu.Belgíska dúóið Aeroplane verða aðalnúmer kvöldsins en Andrés Nielsen, Fjordfunk og FKNHNDSM munu einnig vera bakvið spilarana.Meiri upplýsingar um árslistakvöldið má finna hér.Einnig hefur heyrt að Aeroplane muni spila á Kaffibarnum í kvöld.

Ekkert annað virðist vera um að vera um helgina í danstónlistinn en ef þið vitið  um eitthvað endilega commentið eða sendið okkur póst á dansidans@dansidans.com

 

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine :  :  : TailRank : post to facebook