Greinasafn fyrir merki: flex

Syrpu Syrpa #5

Vil byrja á því að óska lesendum gleðilegs árs, 2009 verður vonandi gott ár í músík sem og í öllu öðru. Með það í huga vil ég benda á nokkrar syrpur sem gætu verið góðar á fyrstu dögum ársins 2009.


Bjarni drömmenbeisar í plötusnúðakeppni Flex

Á hugi.is/danstónlist eru komin fleiri mix í plötusnúðakeppni Flex, vert að tjekka á þeim og taka þátt í að kjósa efnilegustu snúðana á næstu vikum. Mixið frá honum Bjarna Egilstaðarpjakki er reyndar það eina sem ég hef tjekkað á hingað til, hann sker sig soldið úr með drum & bass syrpu en hún er alveg fyrirtak engu að síður. Talandi um Flex þá var Áramótauppgjörsþátturinn þeirra skemmtilegur, ekki að tónlistin hafi verið alveg minn tebolli en fróðleg og skemmtileg viðtöl þarna.

Títtnefndur Marcel Dettmann gerði síðasta Resident Advisor podcast ársins 2008 og er það skemmtilegt afhlustunar.

Marc Mac úr 4Hero setti inn fimmta hlutan í Soul Arranger syrpu seríunni sinni, seyðandi soul músík í aðalhlutverki.

Að lokum ætla ég svo að plögga sjálfan mig í bak og fyrir og skammast mín ekkert fyrir það. Kláraði á dögunum mix fyrir búlgörsku vefsíðuna experement.org sem má finna hér, dubby fílingur í gangi þar sem ýmsum stefnum og straumum er moðað saman.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Syrpu Syrpa #4

Fyrsta mixið í plötusnúningakeppni Flex er dottið inn. House mix frá BenSol. Það er ennþá nógur tími til þess að taka þátt.

To the The Bone er með 2 hörkumix , annars vegar frá þýsku deep house plötusnúðunni Steffi  og hins vegar frá plötusnúðnum Charlie TTB.

Resident Advisor podcastið er soldið hit and miss en Motor City Drum Ensemble mixið frá því í síðustu viku var frábært og Trus’me mixið lítur vel út líka.

Að lokum má svo tjekka á bestu mixum ársins 2008 að mati Little White Earbuds hér. Við ættum kannski að gera syrpu syrpu ársins 2008 hérna við tækifæri…

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Flex með Svefnherbergjaþeyting

Flex félagar eru með skemmtilega pælingu í gangi:

Svefnherbergjaþeytingur Flex Music 2008

Plötusnúðar og tónlistarmenn sem eru þarna úti og hafa áhuga á að koma fram í útvarpi geta tekið þátt í skemmtilegri keppni.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda inn syrpu á flex@flex.is sem er 30 – 60 mín að lengd. Í póstinum þarf að taka fram hvernig syrpan var sett saman, þaes. hvernig búnaður var notaður. Gaman væri að fá mynd af aðstöðunni en það er ekki nauðsynlegt.

Flott hugmynd sem virðist vera að fá fínar undirtektir. Að mínu mati mun líklegri til þess að skila árangri en „alvöru“ live dj keppni myndi gera um þessar mundir, erfitt að ná grúskurunum úr svefnherberginu.