Greinasafn fyrir merki: Flying Lotus

Afmælisdjamm fyrir Flying Lotus

Nokkrir vinir og kolleggar Flying Lotus úr ‘beat-bransanum’ notuðu tækifærið fyrir skemmstu þegar kappinn fagnaði afmæli sínu og settu saman djamm-session honum til heiðurs. Partíið var haldið í Echo-Park í Los Angeles og á svæðinu voru m.a. Exile, Shafiq Husayn, the Gaslamp Killer og Stephen ‘Thundercat’ Bruner (pródúserar m.a. Erykuh Badu og Sa-Ra) ásamt auðvitað Flying Lotus sjálfum.

Djamm Session

Hægt er að nálgast um 30 mínútna upptöku og myndir HÉR.

Topp 10 – desember 2008

Magnús Felix

  1. Minilogue – Doiice A (Minilogue)
  2. Pépé Bradock – Mandragore (Atavisme)
  3. Matthew Dear – Elementary Lover (Dj Koze rmx) (Ghostly International)
  4. Matthew Styles – We said nothing (Diamonds)
  5. Stimming – Kleine Nachtmusik (Buzzin´fly)
  6. Willie Ninja – Hot (MAW bonus beats) (Nervous Old Skool)
  7. Justin Martin – My Angelic Deamons (Buzzin´fly)
  8. Damian Schwartz – Barrunto (Oslo)
  9. Martinez – Chi Town 60661 (LoMidHigh organic)
  10. Rozzo – Meta001.2 (Trackdown records)

Kalli

1.    Ýmsir – DAT Music 2 (Soul:R)
2.    Ýmsir – Soundboy’s Gravestone Gets Desecrated By Vandals (Skull Disco)
3.    2562 – Embrace (3024)
4.    Kode9 – Bad (Hyperdub)
5.    Flying Lotus – LA Epx2 (Warp)
6.    Jose James – Desire (Moodymann Remix) (Brownswood)
7.    Ian Brown – Illegal Attacks (Rufige Kru Remix) (FreeP3)
8.    Move D – Cube (Running Back)
9.    Yagya – Coconut Rice (Sutemos)
10.    Peverelist – Clunk Click Every Trip (Punch Drunk)

 

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine :  :  : TailRank : post to facebook

Jólagjöfin í ár!

MP3 fælar eru frekar léleg jólagjöf, en samt sem áður eru nokkrir ágætis listamenn og útgáfufyrirtæki í jólastemningu og ætla að eyða dýrmætri bandvídd og forlátum empéþrír skrám í sauðsvartan almúgan!

Kimi eru með jólagjöf sem er ekkert svo danstónlistartengd en ágætis músík engu að síður og svo er líka gott að velja íslenskt! Rufige Kru (aka Goldie) og Metalheadz bjóða upp á remix af Ian Brown. Þeir sem hafa enn trú og traust á M_nus geta fundið hringitóna og mp3 lög undir jólatrénu hjá Richie Hawtin og co. Listamaðurinn með skemmtilega nafnið, Ramadanman, tók svo til á harða disknum hjá sér og gaf gestum og gangandi tvö lög. Sutemos eru með fría safnskífu, Intelligent Toys 5.

RCRD LBL og Flying Lotus bjóða upp á remix af Kanye West (sem er einhver mest óþolandi popp stjarna samtímans btw) og Boys Noize eru líka með frítt stuff fyrir þá sem eru í þannig gír. Að lokum er vert að minnast aftur á frípíþrí framtak Zero Inch en þeir gefa nýtt lag á hverjum degi. Ef þú veist um fleiri vefsíður sem eru í jólagjafa-skapi væri fínt að fá linka í athugasemdirnar.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)