Greinasafn fyrir merki: Get Physical

Tvö nýleg mix – Mathias Kaden og Tiefschwarz

Fyrir þá sem eru í stuði fyrir þýskt house er vert að benda á tvö nýleg sett sem Mathias Kaden (Vakant, Get Physical) og Tiefschwars (Souvenir) gerðu fyrir Ibiza Voice hlaðvarpið. Mathias gaf nýverið út sína fyrstu LP plötu á Vakant, útgáfu Oner Özer, og nefnist hún Studio 10.

Hér er hægt að nálgast mixið frá Mathias Kaden.

01. [00:00] Mathias Kaden feat. Tomomi Ukumori – Kawaba [Vakant]
02. [06:00] Guido Schneider – Under Control [Tuning Spork]
03. [12:30] Michel Cleis – Red Tape [Supplement Facts]
04. [14:45] DJ Koze – Mrs Bojangels [Circus Company]
05. [20:00] 2000 And One – Wan Poku Moro (Onur Ozer Remix) [100% Pure]
06. [28:45] Mathias Kaden – Ikenga [Vakant]
07. [33:00] Ali Kuru – Wassa (Julien Chaptal Remix) [??]
08. [37:00] Unknown Artist – Juerga [Joke04]
09. [42:15] Affkt & Danny Fiddo – El Baladre [3rd Floor Records]
10. [49:30] Seth Troxler & Matthew Dear – Hurt (Martinez Remix) [Unreleased]
11. [55:00] Ricardo Villalobos – Easy Lee [Cassy Remix]

Hér er hægt að nálgast Tiefschwarz mixið, en því fylgir ekki lagalisti.

Tiefschwarz bræðurnir á góðri stund.

Ferða-lög

Í mínum vinahóp er stundum talað um ferðalagið þ.e. síðasta lagið áður en maður fer út (oftar en ekki á djammið). Þegar maður velur ferðalag er mikilvægt að velja rétt og þar spila margir þættir inn í, eins og oft þegar um lagaval er að ræða. Á íslensku væri kannski rétt að tala um ferðalög í tengslum við þessa safnskífu pælingu hjá Get Physical, nú eða kannski Loka Lög, skiptir ekki öllu.
„hvaða lag viltu láta spila í jarðaförinni þinni?“ er auðvitað gömul klisja en þetta er samt skemmtileg pæling og flott að setja saman heila plötu með þessu.  En ég er líka sammála Resident Advisor í því að sennilega er einna skemmtilegast að fá að heyra um ástæður fyrir valinu hjá hverjum og einum. Svo er þetta skemmtilega fjölbreyttur listi af plötusnúðum, ekki bara þýskt techno lið.

Sumt skrítið þarna samt, er ekki „Golden Brown“ um heróín? Af hverju vill DJ Hell láta spila það? Chloé velur lag með sjálfri sér og Kevin Saundersson lagið er einhvern vegin útúr kú. Skal ekki segja. Þarf að lokum varla að taka það fram að gaman væri að heyra hvaða lög lesendur myndu velja í athugasemdum. Þarf aðeins að melta það sjálfur, dettur ekkert sniðugt í hug núna allavega.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Jútjúb Miksteip #2 – Lögin sem fóru algjörlega framhjá mér

Í þessu jútjúb miksteipi eru lög sem voru mikið spiluð þetta árið en ég einhvern veginn lærði ekki að meta þau fyrr en núna bara upp á síðkastið.

1. Audion – Billy says go
Jónfrí benti mér á þetta lag á sínum tíma og ég fílaði það ekki neitt. Heyrði Ellen Allien spila það á Melt Festival og fílaði það ekki heldur, Það var ekki fyrr en í október þegar ég var að stússast á beatport að ég rakst á það og lærði að meta það. Groove-ið í þessu lagi er geðveikt og ekki skemmir þetta sérstaka „Audion bassatromma“ fyrir. Eitt af lögum ársins að mínu mati.


2.DJ Koze – I want to sleep
Þetta lag var á listum frábærra plötusnúða eins og t.d. Sebo K. Ég hlustaði á þetta lag og skildi ekki hvað þessir plötusnúðar sáu við það. Síðan las ég viðtal við Koze og ákvað þess vegna að skoða myspacið hans. Það varð til þess að ég uppgötvaði þetta lag. Á myspacinu hans er einnig að finna remixið hans af Matthew Dear laginu Elementary lover sem er geðveikt.


3.Ricardo Villalobos – Enfants
Lagið sem gerði allt vitlaust í byrjun árs. Lagið er 17 mínutur og stærsti hluti þess er chílenskur barnakór að syngja. Keypti eintak í Berlín en gaf það þar sem ég sá ekki fram á að eiga eftir að spila það. Rakst á það í mixi um daginn og sé núna mikið eftir að hafa gefið plötuna.


4.Noze – Remember Love
Noze gerðu allt vitlaust á sínum tíma voru meðal annar með besta ,,actið“ á Íbiza að margra mati. Platan þeirra On the rocks var kom út í ár á ofurlabelinu Get Physical. Heyrði RA podcastið þeirra í sumar og var ekkert vitlaus í það. Svo um daginn var ég að sýna einhverjum hvað house gæti verið fínt live acti og það varð til þess að ég hlustaði á þetta mix aftur og keypti diskinn. Diskurinn er mjög góður, sérstaklega lagið Remember Love.

5.SiS – Trompeta
Ógeðslega cheesy loopa endurtekinn yfir rosalega miklu percussioni. Margi hafa líkt Trompeta við Heater sem gerði allt vitlaust í fyrra. Í fyrstu fannst mér þetta of cheesy og týpiskt. En svo komst ég að því að þetta lag er geðveikt ef rétt er farið með það í mixi.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook