Greinasafn fyrir merki: Ghostly

Af iPhone og danstónlist

Mikið breyttist með því að Apple kynnti iPhone í byrjun árs 2007. iPhone býr yfir þeim skemmtilegu möguleikum að hægt er að forrita alls konar „apps“ sem nýta sér multy touch eiginleika símans. Þetta hefur heillað margar tónlistarmenn og kemur nú út hvert app á fætur öðru sem er annað hvort midi controller, synthi eða trommuheili. Til að lesa meira um þetta bendi ég fólki á www.createdigitalmusic.com þar sem fréttir af slíkum forritum berast vikulega.

Þýska útgáfan Mobilee gaf út á dögunum iPhone app sem gerir notandanum kleift að mixa saman lög sem gefinn hafa verið út á Mobilee. Forritið virkar eins og myndbandið hér að neðan sýnir.

Þetta þykir mér frekar hallærisleg pæling og tilgangslaus. Sé þó fyrir mér að í framtíðini verði fólk að spila símann og það eigi eftir að fá grínspurninguna „Ertu að dj´a eða senda sms“.

Bandaríska útgáfan Ghostly gaf hinsvega út sniðugra forrit. Ghostly sem átti 10 afmæli um daginn hefur gefið útt gríðarlega mikið af tónlist og gerir forritið, sem  heitir Ghostly Discovery manni kleift að finna tónlist á Ghostly sem eftir því í hvernig skapi maður er í.

Annars er ég orðinn frekar þreyttur á iPhone og fréttum um hann. Ég vona innilega að hann muni ekki hafa of mikil áhrif á  danstónlistarsenuna.

Ghostly International

Ég er staddur í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum þessa dagana. Mun njóta lífsins hér um stund og reyna í leiðinni að drekka í mig bandaríska menningu sem á vegi mínum verður. Síðastliðinn föstudag ákvað ég að bregða undir mig betri fætinum og kíkja á leibelkvöld hjá Ghostly útgáfunni á Mezzanine klúbbnum í San Francisco.

Ghostly 10 ára

Ég hef allt frá því ég heyrði fyrst um þessa útgáfu staðið í þeirri trú að hún væri Techno/House-útgáfa rekin af Matthew Dear (Audion). Svo er hinsvegar ekki. Útgáfan er stofnuð af Sam Valenti IV nokkrum sem ólst upp í nágrenni Detroit borgar. Fyrsti listamaðurinn sem hann réð til sín var hinsvegar Matthew Dear. Undirútgáfa Ghostly, Spectral Sound, er samt sem áður nánast eingöngu Techno og átti t.d. klúbbaslagarann Billy Says Go í fyrra frá títtnefndum Audion.

Listamennirnir sem boðið var upp á voru flestir eitthvað að vefjast fyrir mér – kannaðist ekki við neinn nema stelpu frá Chicago sem heitir Kate Simko og gerir fínasta House. En það er auðvitað bara meira spennandi að vita sem minnst.

Tónlistarfólkið sem ég sá var Michna, Kate Simko, Tycho og The Sight Below (missti af öðrum því ég kom svolítið seint). Allir spiluðu live sett og voru eilítið í DownTempo/IDM áttina, nema þá Kate Simko sem var með pjúra House sett frá byrjun og Michna var að spila einhverskonar skrítið raf-popp. Músíkin var hinsvegar mjög fín oftast og staðurinn og sándið gott. Ég komst líka að því að hönnun er eitt af aðalsmerkjum Ghostly og voru bæði visjúalar (með öllum öktum), bolir og pósterar sem voru til sölu alveg fyrirtak. Ég er þeirrar skoðunnar að hægt sé að blanda hönnun (grafík) og tónlist skemmtilega saman og á Ghostly fólk hrós skilið fyrir vel heppnaða blöndu.

Mæli með að fólk smelli á eitthvað af linkunum og hlusti á tóndæmi.

http://www.ghostly.com

– Leópold Kristjánsson