Hin goðsagnakennda Hard wax(eða Cardwax eins og Biggi í Maus kallaði hana) er staðsett í Kreuzberg Berlín. Það er ákveðinn upplifun að fara í búðina þar sem hún er staðsett í miðju íbúðarhúsnæði, sjálfur hélt ég að félagar mínir ætluðu að kaupa byssur eða eiturlyf þegar þeir sýndu mér búðina í fyrsta sinn.
Ef maður er ekki í Berlín er hægt samt hægt að versla við Hard Wax í gegnum netið(Hardwax.com). Í þessari plötubúðarýni ætla ég að fjalla um kosti og galla netverslunar Hard Wax. Athugasemdir, ábendingar og frekari umræða í athugasemdakerfinu væri vel þegin.
Kostir:
Sendigar- tími og kostnaður
Hard Wax notast við UPS og er því sendingartími(á meginlandinu) mjög stuttur. Ég hef fengið plötur frá þeim í hendurnar aðeins tveim dögum eftir að ég pantaði þær. Þrátt fyrir þennan hraða er kostnaðurinn við sendinguna ekki svo hár en hægt er fá allt að 100 plötur sendar fyrir aðeins 14 evrur.
Úrval
Hægt að finna allt frá glænýju dubstep-i yfir gamlar Trax útgáfur hjá Hard Wax. Þeir bjóða uppa rosaleg úrval af Detroit house og technoi sem mér hefur ekki tekist að finna annarstaðar. Svo er auðvitað alltaf til það nýjasta frá Shed/Wax/EQD og SoundStream sem er oftast „must“. Hard Wax hefur þó alltaf verið þekkt fyrir gott úrval af techno-i.
Tóndæmi og lýsingar
Á öllum plötum bjóða Hard Wax upp á tóndæmi og stutta lýsingu. Spilarinn er einfaldur „klick and play“ og lýsingar á plötunum eru oft skemmtilegar. Margur plötusnúðurinn hefur minnst á mikilvægi TIP sem starfsfólk notar til að bendar á plötur sem þeim þykir góðar.
Flokkunin
Viðmót síðunnar minnir mann svolítið á alvöru plötubúð og að browsa í gegnum flokkana og allt sem maður sér og hlustar á er til. Flokkunin stefnum er einföld og smá rakka fílingur í það að renna niður síðurnar.
Gallar:
Engin Óskalistar eða Spilalistar
Hard Wax býður manni ekki að fá áminningu þegar útgáfa eða listamaður gefur út plötu. Ekki er hægt að skoða plötur sem ekki eru uppseldar og biðja um að fá áminningu ef og þegar þær koma aftur. Þá er heldur ekki hægt að búa til spilalista úr tóndæmum, heldur verður maður sífellt að vera velja ný lög. Þetta hefur svolítil áhrif á hvernig maður verslar.
Engin Topplistar
Margar síður, t.d. Juno og Beatport, fá dj-a til að búa til topp 10 lista fyrir sig. Kostir og gallar þess eru reyna efni í grein útaf fyrir sig, en í stuttu máli geta þannig listar hjálpað manni að uppgötva nýja tónlist.
Niðurstaða:
Hard Wax nýtir sér ekki alla kosti þess að vera með verslun á netinu en tekst þó að gera plötukaup í gegnum netið aðeins öðruvísi og persónulegri. Þjónustan er fín og sendingartíminn stuttur. Margt finnur maður þó ekki í Hard Wax en ef hart techno er það sem maður er að leita af þarf maður ekki að leita lengra.