Greinasafn fyrir merki: heimildarmynd

The Joy of Disco

The Joy of Disco er skemmtileg heimildarmynd um diskótónlist frá BBC. Það er farið hratt yfir sögu enda komið víða við en þetta er góður inngangur að diskóinu, uppruna þess, endalokum og arfðleið, frá neðanjarðar stöffi yfir í argasta popp. Margir merkilegir viðmælendur  t.d. David Mancuso og Nicky Siano.

Mæli með þessari mynd fyrir alla diskótekara og áhugafólk um danstónlist. Eins og vitur maður sagði eitt sinn, „ef þú fílar techno en ekki diskó, þá fílarðu ekki techno“.

Sjóræningjaútvarp

Stutt og skemmtileg umfjöllun um pirate-radio stöðvar í Bretlandi, merkileg menning og saga tengd þessu fyrirbæri. Veit einhver hvort útvarps sjóræningjar hafa einhvern tíman spreytt sig á Íslandi?

Rafmögnuð Reykjavík

Ég varð soldið sár þegar ég sá að heimildamyndin Rafmögnuð Reykjavík fór í sýningar í haust á RIFF og Airwaves hátíðinni. Ég var ekki á landinu og reiknaði einhvern vegin með að það yrði erfitt að berja myndina augum eftir að kvikmyndasýningum lyki. En fyrir tilviljun komst ég að því að hægt er að horfa á myndina í fullri lengd á internetinu.

Um er að ræða heimildarmynd um rafræna danstónlist á Íslandi, senuna sem hefur myndast í kringum hana og sögu hennar. Þetta er fínasta mynd, blandar saman nýjum og gömlum tíma á skemmtilegan hátt og tengir Ísland skemmtilega við það sem var að gerast út í heimi á þessum tíma.

Það er soldið erfitt að dæma um fræðslugildið þar sem að ekki kom mikið fram sem maður vissi ekki áður en eflaust veitir myndin óinnvígðum góða innsýn í heim raftónlistar. Margir skemmtilegir punktar sem koma fram,  sjónarmið ýmisra íslenskra frumkvöðla tóna skemmtilega saman og svo er alltaf gaman að sjá upptökur af því hvernig hlutirnir fóru fram í gamla daga. Frábært framtak og góð heimild um liðina tíma!