Addi Intro, e.þ.s. Introbeats, er einn af máttarstólpum íslenskrar hip hop tónlistar. Hann er meðlimur í Forgotten Lores og skipar ásamt Birki B tvíeykið Arkir, þá er hann einn öflugasti plötusnúður höfuðborgarinnar og taktasmiður „extraordinaire“.
Addi tók sig til og smellti í nýjasta hlaðvarp DansiDans, inniheldur syrpan hans eingöngu tónsmíðar eftir Adda sjálfan og gefur því góða mynd af þeim töfrum sem eiga sér stað í hljóðveri Introbeats. Það er DansiDans mikil ánægja að kynna til leiks sjöunda hlutan í DansiDans hlaðvarpinu, syrpu frá Introbeats!
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Öll tónlistin á teipinu er eftir sjalfan mig. Notaði 2 plötuspilara og Serato mixer en tók upp beint í Protools til að geta fiktað meira i effectum og gert það meira spennandi fyrir hlustendur, fullt af sígó og flatt kókakóla. Ekkert spes þema fyrir utan Introbeats þemað. Semsagt lounge-ish bangin beats med smá space twisti
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Fyrir utan ad vinna i Skífunni, detta íða of oft , spila á Prikinu um helgar og virkum, sofa , éta og skíta þá er maður að leggja loka hönd á aðra solo plötu Didda Fel (Forgotten Lores) sem er BANGIN! og skeita… má ekki gleyma ad nefna það… heldur manni lifandi.
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Senan? Hvaða sena? Senan sem eg tengist, hiphop senan er lúmkst að koma til, en næturlífssenan er sterk.. Loksins að koma góð klúbba menning á þetta sker, Prikið reppar hiphopið í klessu og Jacobsen er ad standa sig vel í electronic music kantinum!
4.Hvað ertu að fíla?
Gott tjill/djamm, kfc og góða tónlist.. engin sérstök, góð tonlist er alltaf góð tónlist!
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Ekki gleyma að tjekka á Myspaceinu (www.myspace.com/introbeats) mínu við og við..(ójá eg nota ennþá Myspace)..koma a Airwaves showið mitt..og tjekka á Didda Fel plötunni „Hesthúsið“ sem verdur til rétt i kringum Airwaves!!!
takk fyrir mig
p.s. Dilla4life!
lagalisti:
1. IntroBeats – Distance
2. IntroBeats – Look Up
3. IntroBeats – Ish Daa
4. IntroBeats – Gjemmér Sódavatn
5. IntroBeats – Bæjó (no homo)
6. IntroBeats – Tipsy Chicks
7. IntroBeats – Just Another Beat
8. IntroBeats – Last Call
9. IntroBeats – Memory Search
10. IntroBeats – J.E.D (Du Ved Hvem Du Er)
11. IntroBeats – Gamerino
12. Clubb XXX
13. IntroBeats – Kinkr
14. IntroBeats – BurfOne
15. IntroBeats – Boom Step