Greinasafn fyrir merki: Hita upp

Að byrja kvöldið

Síðustu helgi spilaði ég á mínu fyrsta giggi í Danmörku en ég flutti þangað síðasta sumar. Giggið var að hita upp fyrir hinn þýska Manuel Tur og skemmtistaðnum Dunkel. Ég átti að byrja kvöldið klukkan 23 og spila til klukkan 01. Ég myndi seint kallast reyndur plötusnúður og í aðdraganda að þessu fór ég mjög mikið að spá í því hvernig maður hitar upp fyrir aðra og hvernig maður byrjar kvöld yfirhöfuð og langar mig að skapa smá umræður um það hér. Ég hafði áður lesið greinar um að hita upp á Beatportal og Resident Advisor og  út frá þessum greinum og fyrri reynslu hef ég myndað mér ákveðinn gildi.

Passaðu hraðann á lögunum þínum.
Notaðu bpm mælinn sem er að finna á flestum mixerum og settu eitthvað hámark á hvað þú mátt vera að spila hratt.  Ég reyni yfirleitt að halda mig undir 120 bpm til miðnættis og svo halda mig á bilinu 120-124 til klukkan 1. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er, að þó að ég geti hlustað á pumpandi teknó klukkan 14 á daginn á það alls ekki við um alla. Flestir  sem eru á skemmtistað fyrir miðnætti eru þar ekki til að dansa heldur bara til að fá sér drykk.S kemmtistaður með tómt gólf og pumpandi tónlist þykir mér fráhrindandi

Forðastu stór breakdown.
Flest lög innihalda einhvers konar breakdown en stærðin á þeim er  mismunandi. Þó svo að mér þykir stór breakdown oft mjög skemmtileg, finnst mér þau svolítið spari og reyni að fara pent með þau. Dansgólfið þarf að vera orðið nægilega sterkt til þess að breakdown virki.

Ég reyni yfirhöfuð að forðast stór og sterk lög með of mikilli uppbyggingu. Mér finnst þau gera dansgólfið vandræðalegt og sjálfur er ég lítið fyrir stórt sound snemma kvölds.

Go Deep but not to deep
Síðast liðinn misseri hafa allir verið að missa sig í vera deep og Detroit á því, þó að flest af þessu „neu deep“ sé drasl má finna ýmsar svoleiðis plötur í töskunni minni. Ég reyni þó að forðast það að nota þær snemma um kvöld.

Mínar upplifanir á skemmtistöðum hafa alltaf verið þannig að það er groovið sem grípur mig og dregur mig út á dansgólf og svo seinna (ef ekki mun seinna) er ég tilbúinn til að hlusta á eitthvað deep. Ég reyni samt alltaf að spila eitthvað óhefðbundið sem ég fíla á á milli 23-01.

Á ég  að eltast við dansgólfið?
Fyrstu skiptinn sem ég spilaði var þetta svolítill stressfaktor. Ef fólk bað mig um óskalög átti ég þá að spila þau?  Það fer auðvitað alveg eftir því hvað manneskjan er að biðja um. Ef hún er að biðja um tónlist sem maður fílar þá gæti verið gaman að spila óskalagið. En maður á ekki að ekki að þurfa að spila dót sem maður fílar ekki til að fylla dansgólfi. Ef maður fílar góða tónlist og spilar það sem maður fílar myndast yfirleitt stemmning. Sá sem ræður þig í vinnu á að vita hvernig tónlist þú spilar og promota kvöldið eftir því.

Óskalög?
„Hérna geturu kannski spilað eitthvað sem hægt er að dansa við“,“áttu ekki eitthvað með ABBA“.  Ég hef  mjög oft verið spurður að þessu og hef ekki ennþá fundið gott svar þannig að ég set yfirleitt bara með heyrnatól á hausinn og þykist ekki heyra í fólkinu. Hér má finna mjög góð svör við flestum heimskulegum spurningum sem fólk kann að hafa.

Í raun skiptir mestu máli að skynja stemmninguna. Mínar reglur nota ég meira sem viðmiðun en ekki fasta reglur. Ef það er kominn mega stemmning snemma þá spila ég auðvitað með því.

Það væri gaman að hvernig aðrir plötusnúðar tækla þetta verkefni.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Auglýsingar