Greinasafn fyrir merki: Hlaðvarp

DansiDans Hlaðvarp #14 – Hypno

DansiDans Hlaðvarp #14 – Hypno

Fyrir tæpum þremur árum síðan bentum við lesendum dansidans.com á hinn unga og upprennandi Kára Guðmundson. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kári sem gengur líka undir nafninu Hypno hefur verið að gera það gott sem tónlistarmaður bæði hérlendis sem erlendis. Lög eftir hann hafa verið gefinn út á labelunum á borð við Ramp og PTN.

Við höfum fengið Kára til að gera 14. þáttinn í hlaðvarp seríu DansiDans og hefur hann skilað af sér live setti.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Syrpan er sett saman í Ableton Live. Notast var við bilað hljóðkort og mús, ákjósanlegra væri að nota einhversskonar midi controller og best væri náttúrulega að nota masteraðar dubplates. En nóg um það. Þemað er bara mín eigin lög. Mér þótti töluvert erfitt að setja saman mín eigin lög í eina þétta syrpu og hlusta á þau aftur og aftur en það hafðist og er ég sáttur með niðurstöðuna. Ég notast við heita kvenmannsrödd sem AT&T bjóða uppá og brengla ég hana svo aðeins.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Ég er á fullu að klára skólann, fluttur út og fleira gaman. Líka er ég að pródúsera á fullu og bíð spenntur eftir að ég fái frekari fréttir af K2/Kancourde 12″ sem ætti að koma í bráð út hjá Ramp Recordings. Einnig á ég von á remixi fyrir vin minn Benjamin Damage, sem ætti að koma út á breska útgáfufyrirtækinu Get Me, en ekki hef ég ennþá fengið það staðfest. Hægt er að heyra báðar útgáfur í mixinu..

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
„Senan“ er mjög sterk og er ég mjög glaður með það. Það mætti hinsvegar vera minni hjarðarfílingur í sumum raftónlistarhópum hérna á klakanum. Ekki ætla ég að nefna nein nöfn…

4. Hvað fílarðu?
Ég fíla tónlist, vísindi, mat, list, tjill, æsing og margt fleira sem mér dettur ekki í hug núna. En varðandi tónlist þá fíla ég bara það sem ég fíla, ég fer ekki nánar í það.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Njótið vel (svaka snjallt ha?)

Lagalisti:
1. Hypno – …And Therefore
2. Hypno – Calm Before The Storm
3. Hypno – Kancourde (forthcoming Ramp Recordings)
4. Hypno – Gripa Frami
5. Hypno – Zeichen
6. Hypno – K2 (forthcoming Ramp Recordings)
7. Benjamin Damage – Golden Idiot (Hypno remix) (forthcoming Get Me)
8. Hypno – Messed Up
9. Hypno – Jennifer Lopez refix
10. Hypno – Living Saoul (Ay!fix)
11. Hypno – Tonic
12. Hypno – Herbie Hancock refix
13. Hypno – Golden Brown refix
14. Hypno – Yawn
15. Hypno – 3.1nfinity
16. Hypno – Moment Of Unclarity

DansiDans Hlaðvarp #13 – Biggipop


DansiDans Hlaðvarp #13 – Biggipop

Birgir Örn, öðru nafni Biggipop, er ungur og fjölhæfur drengur. Hann býr og starfar erlendis og hefur því lítið sést á bak við plötuspilara á knæpum og klúbbum hérlendis. Er það miður. Syrpan sem hér fæst er stórskemmtileg og margslungin. Þannig má heyra allt frá nýrri finnskri tilraunatónlist, til Vindaborgar-húss og æði margt þar á milli. DansiDans kann Birgi miklar þakkir fyrir þetta þrettánda innslag hlaðvarpsins góða. Njótið vel.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Sumt er mixað beint með tveimur plötuspilurum og sampler, annað er klippt til og hrært saman í Logic. Þetta er í fyrsta skipti sem ég set syrpu saman á þennan hátt, mig langaði að eiga meira við lögin en vanalega.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Undanfarið hef ég verið að gera tónlist með vini mínum Niko-Matti Ahti undir nafninu Bersabea. Við erum að klára fyrstu lögin okkar núna og ætlum að koma einhverju út á þessu ári eða næsta. Tek stöku dj gigg, en væri alveg til í að gera það oftar. Svo bara skóli og vinna og flutningar og hark!

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ég bara veit það ekki, ég hef ekki verið þar svo mikið síðustu ár. Þessi hlaðvörp á síðunni eru samt frábær.

4. Hvað fílarðu?
Þessi síða er snilld: http://sounds.bl.uk/. Mikið af mjög furðulegu dóti.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?

Já, hvet plötusnúða til að ekki vera ekki hræddir við að mixa lög í
drasl. Þau eru hvort eð er ekki til í tómarúmi. Meiri óreiðu!

www.soundcloud.com/biggipop

Lagalisti:
01. Astral Social Club – Clarion Super-Cortex
02. Tres Demented – Demented (or Just Crazy)
03. Black Dice – Creature
04. The Chaplin Band – Il Veliero
05. Atmosphere – Atmosphere Strut
06. Giorgio Moroder – Utopia (Me Giorgio)
07. Bo Hein & Bo Mein – Master Of The Nine Cities
08. Eric Copeland – Alien In A Garbage Dump
09. Terry Riley – Rainbow In Curved Air
10. ‘Lectric Workers – Robot Is Systematic
11. August Darnell – Friendly Children (Todd Terje edit)
12. Paris Grey – Don’t Make Me Jack
13. Phase II – Reachin’
14. Prefab Sprout – When Love Breaks Down
15. The Paradise – In Love With You
16. Limahl – Neverending Story
17. La Düsseldorf – Rheinita
18. Daniel Maloso – Ritmo Especial
19. Caribou – Odessa
20. Evans Pyramid – Never Gonna Leave you
21. Bumblebee Unlimited – Lady Bug
22. B.W.H. – Livin’ Up
23. Alice Coltrane – Going Home
24. Fricara Pacchu – Swartkrans
25. Mr. Fingers – Stars
26. Neon – Skydiver
27. Kemialliset Ystävät – Riisilla Ja Rusinoilla
28. Kraftwerk – Ananas Symphonie

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

DansiDans Hlaðvarp #12 – Andrés

Mynd fyrir HlaðvarpDansiDans Hlaðvarp #12 – Andrés

Andrés er einn af færustu snúðum okkar Íslendinga, þjóðkunnur reynslubolti sem hefur verið lengi að. Hann hefur í gegnum árin daðrað við ýmis konar grúv, frá house sveiflu í dansrokk og yfir í öllu lounge skotnari tóna. Undanfarið hefur hann skipað dúettinn Már&Nielsen ásamt útvarpsmanninum geðþekka Helga Má og hafa þeir kveikt í dansgólfum um víðan völl.

Í hlaðvarpssyrpu Andrésar gætir ýmissa grasa, byrjað er á draumkenndum kosmískum tónum en síðar er litið við í kraut rokki og elektró geiranum. DansiDans þakkar Andrési kærlega fyrir 12. kaflann í hlaðvarpinu okkar og vonar að lesendur hafi jafn gaman að syrpunni og við umsjónarmennirnir.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Mixað í einni töku í 2x CDJ200 og Rane Rotary Empath, convertað í Apogee Digital PSX-100, tekið upp gegnum Sound Forge.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Dagskráin er þétt skipuð og fer að mestu í mína daglegu vinnu og fjölskyldulíf. Svo kemur tónlistin.

Síðustu ár hef ég verið að spila mikið með Helga Má undir nafninu Már&Nielsen. Við höfum verið að halda uppi svona hæfilega kærulausu partýi. Við skemmtum okkur konunglega við það 🙂

Ég spila einnig undir nafninu Andrés, það eru yfirleitt lounge tengdari gig.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Það gerist margt gott en smæðin háir okkur stundum.


4. Hvað fílarðu?
Það breytist dag frá degi. Almennt séð fíla ég þó fjölbreytileika í dj settum. Finnst lögin njóta sín betur ef mixuð eru saman ólík lög, gömul og ný.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Már&Nielsen gáfu út Dansa Meira vol.5 í maí. Diskurinn er gefinn á kvöldunum okkar í sumar. Endilega látið mig vita ef ykkur vantar eintak.

Lagalisti:
1. Peak – Along for the ride
2. Oto – Bats
3. Anne Clark – True love tales
4. Severed Heads – Bayer
5. Mark Lane – Sojourn (original)
6. Guyvers Connection – La transformation
7. Neural Circus – Neural circus
8. Visible – TLC
9. Tara Cross – Small talk
10. The Fallout Club – The beat boys
11. Drinking Electricity – Breakout (long version)
12. Kroma – Sexy films (vocal)
13. Severed Heads – Dead eyes opened (long version)
14. Arpanet – Devoid of wires
15. Squadra Blanco – Night of the illuminati
16. Giampiero Boneschi – Saturns ambush
17. Lee Negin – Nothing goes right

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

Dansidans Hlaðvarp#10 – Árni Kristjánsson

DansiDans Hlaðvarp#10 – Árni Kristjánsson

Árni Kristjánsson er fjölbreyttur fýr og hefur komið nálægt hinum ólíkustu geirum raf- og danstónlistar. Undanfarinn misseri hefur hann hins vegar einna helst einbeitt sér að boogie / funk / diskó tónlist 9. áratugs síðustu aldar og getið sér gott orð með mixum, klúbbakvöldum og partíum í þeim gírnum.

Árni er um þessar mundir búsettur í Tokyo þar sem hann akademíserar um danstónlist á daginn en spilar hana af plötum á kvöldin. Það er DansiDans mikill heiður að kynna tíunda hlutann í hlaðvarpi okkar frá Árna Kristjánssyni.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Ekkert þema nema bara níundi áratugurinn og sálarfull músík.  Ólíkt hinum 80s diskó og boogie mixunum mínum hef ég smellt hér inn mínum eigin edit-um og svo er eitt lag frá Japan.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Er í námi við Tokyo University of Fine Arts að gera rannsókn á klúbbatónlist hér í landi, þá aðallega dubstep og hvernig sena hefur myndast í kringum tónlistina í Japan.  Í tengslum við það verð ég með málþing í skólanum þann 17. apríl um dubstep senuna hér með gestunum Goth Trad, Cycheouts Ghost og Dj Tuttle en þeir hrintu senunni af stað hérlendis.
Er einnig að undirbúa annað Boogie in Motion kvöld sem verður haldið í lok apríl en það er viðburður sem að ég, DJ Kent úr Force of Nature og Shacho úr pönk-djasssveitinni Soil & „PIMP“ Sessions stofnuðum snemma á síðasta ári.

Síðast en ekki síst erum við í hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project að undirbúa 10 ára starfsafmælis-tónleika sem við ætlum að halda í lok september á Íslandi.  Svo er ég stöðugt að versla og leita að plötum.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Þar sem ég er búsettur hinum megin á hnettinum eins og er hef ég lítið getað fylgst með klúbbakvöldum en mér finnst nóg af skemmtilegri músík að birtast og finnst eins og breiddin sé orðin meiri heldur en seinustu ár.  Mjög spennandi tímar framundan.

4. Hvað feelaru?
Akkúrat núna er það hlaðvarpið I Love Movies hans Doug Benson, tónlistarmaðurinn DJ Deeon og sjónvarpsþátturinn 30 Rock.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Rímix mitt af lagi Ezequiel Lodeiro „El Latinazo“ er nýkomið út á 10″ á útgáfunni Lovemonk (fæst á Juno /Fat City / Chemical Records og víðar) og kemur út mjög fljótlega sem dánlód.

Við í hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project (TZMP) erum svo með nýlegt vídjó við lag okkar Electro Party (In Your Pants) sem má skoða hér.  Svo eru öll þrjú boogie mixin mín reiðubúin til dánlóds á heimasíðunni minni eða í gegnum mæspeisið.

www.arnikristjansson.com
www.myspace.com/arnikristjans
www.myspace.com/tzmp

Lagalisti:
1. Forecast – Don’t Stop
2. Kwick – Night Life
3. Cecil Parker – What It Is (Arni Kristjansson Re-edit)
4. Chic – Soup For One
5. Yamashita Tatsuro – Bomber
6. Locksmith – TMI
7. First Love – Party Lights
8. High Fashion – Feelin’ Lucky Lately
9. Dayton – Meet The Man
10. Blue Magic – Clean Up Your Act (Arni Kristjansson Re-edit)
11. Skipworth & Turner – Street Parade
12. Network – Cover Girl
13. Con Funk Shun – If You’re In Need of Love (Arni Kristjansson
instrumental edit)

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

Dansidans Hlaðvarp#9 – Margeir

Fastagestir DansiDans hafa tekið eftir því að lítið var um uppfærslur yfir hátíðirnar og áramótin, vegna þessa riðlaðist hlaðvarpið okkar einnig lítillega. Nú er nýtt ár hafið, fer það vel af stað og er það ætlun DansiDans liða að spýta í lófana og keyra síðuna aftur í gang á nýju ári.

Með það í huga er það okkur sönn ánægja að kynna fyrsta DansiDans hlaðvarp ársins 2010 en á bakvið þessa syrpu stendur Margeir aka Jack Schidt. Margeir ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum danstónlistaráhugamanni. Hann á að baki farsælan og langan plötusnúðaferil innanlands sem utan, er hluti af Gluteus Maximus tvíeykinu, hefur gefið út  þó nokkra mixdiska og staðið á bakvið spennandi og nýstárlega viðburði á borð við Diskókvöld Margeirs og Margeir og Sinfó. Í DansiDans syrpu sinni bregður Margeir á leik með ýmis konar raftónlist oftar en ekki á tilraunakenndari nótunum, fyrirtaks bræðingur

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

lagalisti:
1. Paul Lansky – Six Fantasies on a Poem by Thomas Campion: her song (Composers Recordings Inc.)
2. Vincent Gallo – Lonely Boy (Lakeshore Records)
3. Clock DVA – Buried Dreams (Wax Trax! Records)
4. Liaisons Dangereuses – Mystére Dans Le Brouillard (Roadrunner Records)
5. Snowy Red – Still Human (Dirty Dance)
6. Grauzone – Eisbaer (LD Records)
7. Xex – Svetlana (The Smack Shire)
8. Suicide – Dream Baby Dream (Island Records)
9. Frank Bretschneider – Expecting Something Taller (Underscan)
10. Alva Noto – Obi 2Min (Raster-Noton)
11. Pan Sonic – Maa (Blast First)

Dansidans Hlaðvarp#8 – Óli Ofur

ofur

DansiDans Hlaðvarp #8 – Óli Ofur

Óli hefur spilað um víðan völl og er þar að auki hljóðkerfagutti, hann sleit barnsskóm plötusnúðamennskunar í drum & bass tónlistinni en sneri sér síðar að electro/house/techno.

Óli sem er gjarnan kenndur við „ofur“  kvöldin á hans Akranesi ,hefur  ekki aðeins verið duglegur að standa fyrir klúbbakvöldum og rave-um síðustu ár heldur hefur hann líka komið á fót Ofur Hljóðkerfum.

Óli Ofur er á bakvið spilarana í áttunda hlaðvarpi Dansdans og býður upp á djúpt hús og eðal grúv sem ætti að fá fólk til að dansa í skammdeginu.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1.Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Fyrsta pæling með mixinu var að þetta átti ekki að vera dansgólfs,
heldur meira hlustunarmix. Jafnvel sunnudagshlustunarmix á góðum degi
án þynnku. Önnur pæling var að gera lo-fi, notaði tvo geislaspilara og
mixer með serato og tók upp á kasettu, yfirfærði það svo yfir á
tölvutækt og bætti við effekt þannig að maður fengi svona oldskúl
walkman fíling.. pælingarnar komu soldið uppúr hugsunum um hvort það
ættu að vera einhverjar pælingar.. ef þið skiljið hvað ég á við.

2.Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Bara alltaf á kafi í vinnu og spilamensku, var brjáluð törn í kringum
Réttir og Airwaves og er strax kominn á kaf í önnur verkefni

3.Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?

Stundum fynnst mér hún alveg tryllt. Allt að gerast og gengur vel
allstaðar, en það er sennilega hægt að segja að hún sé helvíti óstabíl
samt. Það er í rauninni ekki stór hópur sem við myndum kalla senu
(fólk sem veit og hefur gaman af því að dansa) en það er slatti af
liði sem hefur gaman af því að skemmta sér sem rambar oft inn í
senuna og þá er oft gaman. Má bæta því við að mér finnst magnað hvað
við erum með mikið af talentum á Íslandi (plötusnúðar og artistar)

4.Hvað ertu að fíla?
Joris Voorn, Chicago, Diynamic labelið, André Crom, 2000 and one,
upbeat tech-house, deep house, prog, techno með oldskúl fíling svo
eitthvað sé nefnt

5.Linkar/Plögg/Lokaorð?
Maður ætti náttúrulega að vera kominn með ofur.is fyrir svona
spurningar, en allavega, sóló í kjallara Jacobsen 7. nóv. Það verður
tryllt, upphitun fyrir Umek á Nasa 14. nóv og svo er ég að spila einn
mín liðs á Nasa 16. janúar. En ég held að svona gigg hafi ekki verið
sett upp á Íslandi áður.

lagalisti:
1. Claude VonStroke – Jasper’s Baby Robot
2. Hot Toddy – I Need Love feat Ron Basejam (Morgan Geist Love Dub)
3. Spectral Empire – Innerfearence (Chateu Flight remix)
4. Natural Self – Believer
5. Luke Hess – Reel Life (CV313 Dimensional Space mix)
6. WhoMadeWho – Keep Me In My Plane (Dj Koze Hudson River Dub)
7. Cloud – Sakta
8. Steve Bug – You Make Me Feel (version 2)
9. Claude VonStroke – Aundy (Dj version)
10. Stimming – Funk With Me
11. Motor City Drum Ensemble – Raw Cuts #6
12. Andre Crom & Luca Doobie – Attica (Makam remix)
13. Soundstream – Good Soul
14. Rone – Belleville (Clara Moto & Tyler Pope remix)
15. Joris Voorn – Blank

 

Artworkið setti Geoffrey saman fyrir Dansidans

DansiDans Hlaðvarp#6 – Ewok

dansidans_podcast6_ewok

Plötusnúðar verða vart mikið fjölbreyttari en Gunni Ewok, víðfemt plötusafn hans spannar ýmsar stefnur og stíla og tvinnar hann saman syrpum bakvið spilarana af miklum móð. Kunnastur er Ewokinn sennilega fyrir starf sitt með Breakbeat.is en ófáir hafa þó einnig séð kappann spila hip hop, house, techno, diskó og fönk af miklum móð.

DansiDans hlaðvarpið sem Ewok setti saman er þó í breakbeat fíling, drum & bass og dubstep enda löngu kominn tími á þannig syrpu í hlaðvarpið!

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Var búinn að gera nokkur útpæld mix sem voru bara ekki að gera sig(urðu full geld). Ákvað því bara að hafa stafla af plötum og nokkra diska setja upptöku í gang og sjá hvað myndi gerast. Varð smá furðulegt þetta mix og var oft tæpur að finna næsta lag en það reddaðist og gerir þetta bara skemmtilegra. Eina sem ég svo sem stefndi á var að leggja áherslu á dubstep og drum & bass. Síðan gleymdi ég mér aðeins og varð því mixið næstum 2x lengra en það átti upphaflega að vera.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Alltof margt í rauninni. Vinna, skóli, hljómsveit, Breakbeat.is, flytja, stinger og sinna vinum og vandamönnum bara.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ja stórt er spurt. Verð nú að lýsa yfir ánægju með senuna í kringum Breakbeat.is og frábært að vera partur af því batteríi. Maður hefur soldið þurft að taka upp hanskann fyrir stefnur sem hafa átt undir högg að sækja en mér finnst það betra en að vera að hoppa á milli stefna endalaust eftir hvað er vinsælast á tónlistarbloggum. Held að við séum soldið að uppskera núna fyrir þá staðfestu í rauninni. Síðan verður maður að taka tillit til þess að við erum í raun bara smábær en engin stórborg og því í raun frábært að það sé sena hérna yfirhöfuð.

Hinsvegar myndi ég persónulega vilja hafa hana fjölbreyttari oft á tíðum. Finnst oft að menn séu að spila alltof líkt dót og vanta oft meira krydd í settin. Þó vill ég hrósa Jacobsen og Kaffibarnum fyrir að sinna danstónlistinni vel. Svo má ekki gleyma öllum þessum íslensku tónlistarmönnum sem eru að gera frábæra hluti.

4.Hvað ertu að fíla?
Skal nefna nokkra bara Oculus, Einum Of, Muted, D-Bridge, Lynx, Instra:mental, Untold, Silkie, Mala, Hypno, Republic of Noice, Subminimal, Raychem, Omar S, Ricardo Villalobos, Hudson Mohawk, Blue Daisey, ilo, Zomby, Mount Kimbie, Modeselektor, Martyn, Pangaea, Commix gæti eiginlega haldið áfram endalaust.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Endilega grafa eftir tónlist ekki bara éta upp topp lista og tónlistar blogg þó það sé um að gera að fylgjast líka með því. Kynnið ykkur líka rætur tónlistarinnar en ekki bara til að geta vitnað í einhver gömul nöfn og hittara.

http://www.breakbeat.is

Lagalisti:
01. Bop – Tears Of A Lonely Metaphysician (Med School)
02. MúM – The Ballad Of The Broken Birdie Records (Ruxpin Remix 1) (TMT)
03. Muted & Justice – Lite Star (MJazz Dub)
04. Instra:mental – Hunter (Soul:R)
05. D-Bridge – Wonder Where (Nonplus)
06. Instra:mental – Thugtronika (Exit)
07. Amit – Propaganda (Commercial Suicide)
08. Tertius – Structure (Deep Blue Remix) (Partisan)
09. Special Forces – Something Els (Bleeps Tune) (Photek Productions)
10. Hidden Agenda – Channel (Metalheadz)
11. Commix – Belleview (Metalheadz)
12. D-Bridge – On Your Mind (Soul:R)
13. Dj Crystal – Warpdrive (Lucky Spin)
14. Ed Rush & Nico – Guncheck (No U Turn)
15. Trace & Ed Rush – Clean Gun (Lucky Spin)
16. Sully Shanks – Give Me Up (2nd Drop)
17. Ramadanman – Revenue (Untold Remix) (2nd Drop)
18. Mala – Lean Forward (DMZ)
19. Oculus – Make It Fast (Dub)
20. Matty G – 50.000 Watts (Loefah Remix) (Argon)
21. Zomby – Kaliko (Hyperdub)
22. Modeselektor – The Black Block (Rustie Remix) (Bpitch Control)
23. Mark Pritchard feat Om’mas Keith – Wind It Up (Hyperdub)
24. Joker – Digidesign (Hyperdub)
25. Martyn – Vancouver (3024)
26. Untold – Just For You (Applepips)
27. Ramadanman – Offal (Soul Jazz)
28. Moderat – Rusty Nails (Bpitch Control)