Greinasafn fyrir merki: house

Föstudagsflagarinn: Papermusic – Issue one

Föstudagsflagarinn að þessu sinni er er rosaleg hús tólf tomma frá árinu 1995. Þessir tónar koma frá Manchester borg, frá frábærum snúðum og félögum, þeim Elliot Eastwick og Miles Holloway eða öllu heldur „Papermusic“, en þeir komu einmitt við á klakkanum nokkrum sinnum og spiluðu fyrir dansglaða Íslendinga seint á síðustu öld. Strákarnir stofnuðu útgáfufyrirtækið „Paper Recordings“ í kringum 1995 og var „Issue one“ eitt að fyrstu útgáfunum. Tólf tomman inniheldur hið frábæra lag „Downtime“ og alls ekki síðra lag „The Bridge“, en fyrir þá sem ekki muna er hið síðarnefnda lag að finna á íslenska mixdiskinum „Partyzone 96“.

Að mínu mati hljómar Downtime eins frábærlega í dag og þegar ég heyrði það í fyrsta skipti á safnplötunni Splinter. Þetta er algjör klassík.

Funky breikið (min 2:23) er svakalegt.

Ingvi Jónasson

House/Techno frumkvöðlar áratugsins

Á næstu árum mun eflaust verða sprenging í „best of… 2000-2010“ listum þegar fólk fer að reyna að gera upp áratuginn sem á ekkert gott nafn á íslenskri tungu („noughties“?). Sumir hafa tekið sér forskot á sæluna t.d. birti Pitchfork umdeildann lista yfir bestu lög áratugarins um daginn. Fact Magazine, sem eru duglegir við listasmíð af ýmsu tagi, eru líka byrjaðir að gera upp síðustu 10 ár eða svo og ríða á vaðið með 10 tónlistarmönnum sem breyttu house og techno tónlistinni síðustu 10 árin. Þetta er góð samantekt. Þótt maður sé,  eins og við var að búast, ekki sammála í einu og öllu er höfundurinn vel að sér og fer yfir þróun danstónlistar síðustu 10 ár eða svo á skemmtilegan en skilmerkilegan hátt.

Persónulega finnst mér vanta einhvern sterkan fulltrúa minimal sándsins, stefna sem tröllreið þessum áratug þótt hún hafi dottið úr tísku á undanförnum árum. Sömuleiðis hefði kannski mátt hafa einhverja fulltrúa fyrir elektrófílinginn sem var svo sterkur á árum áður. Hafið þið einhverja skoðun á þessum lista?

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail..com

Ghostly International

Ég er staddur í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum þessa dagana. Mun njóta lífsins hér um stund og reyna í leiðinni að drekka í mig bandaríska menningu sem á vegi mínum verður. Síðastliðinn föstudag ákvað ég að bregða undir mig betri fætinum og kíkja á leibelkvöld hjá Ghostly útgáfunni á Mezzanine klúbbnum í San Francisco.

Ghostly 10 ára

Ég hef allt frá því ég heyrði fyrst um þessa útgáfu staðið í þeirri trú að hún væri Techno/House-útgáfa rekin af Matthew Dear (Audion). Svo er hinsvegar ekki. Útgáfan er stofnuð af Sam Valenti IV nokkrum sem ólst upp í nágrenni Detroit borgar. Fyrsti listamaðurinn sem hann réð til sín var hinsvegar Matthew Dear. Undirútgáfa Ghostly, Spectral Sound, er samt sem áður nánast eingöngu Techno og átti t.d. klúbbaslagarann Billy Says Go í fyrra frá títtnefndum Audion.

Listamennirnir sem boðið var upp á voru flestir eitthvað að vefjast fyrir mér – kannaðist ekki við neinn nema stelpu frá Chicago sem heitir Kate Simko og gerir fínasta House. En það er auðvitað bara meira spennandi að vita sem minnst.

Tónlistarfólkið sem ég sá var Michna, Kate Simko, Tycho og The Sight Below (missti af öðrum því ég kom svolítið seint). Allir spiluðu live sett og voru eilítið í DownTempo/IDM áttina, nema þá Kate Simko sem var með pjúra House sett frá byrjun og Michna var að spila einhverskonar skrítið raf-popp. Músíkin var hinsvegar mjög fín oftast og staðurinn og sándið gott. Ég komst líka að því að hönnun er eitt af aðalsmerkjum Ghostly og voru bæði visjúalar (með öllum öktum), bolir og pósterar sem voru til sölu alveg fyrirtak. Ég er þeirrar skoðunnar að hægt sé að blanda hönnun (grafík) og tónlist skemmtilega saman og á Ghostly fólk hrós skilið fyrir vel heppnaða blöndu.

Mæli með að fólk smelli á eitthvað af linkunum og hlusti á tóndæmi.

http://www.ghostly.com

– Leópold Kristjánsson

Catz N’ Dogz / 3 Channels

Langaði að henda inn örstuttri færslu og mæla með þessum strákum. Þeir eru tveir, pólskir og gera mjög fínt HouseTechnoMinimal. Fyrsta LP platan þeirra Stars of the Zoo kom út á Mothership útgáfufyrirtæki Claude Von Stroke nú nýverið og hér er hægt að sækja um tveggja mánaða gamalt sett frá þeim. Svaka grúví.

www.myspace.com/3channels

Leópold Kristjánsson

Syrpu Syrpa #11

Lucky Me er skoskt útgáfufyrirtæki/krú sem að dútlar í nýju tónlistarstefnuninni sem maður á víst ekki að kalla wonky, aquacrunk eða streetbass. Þau eru með frábært podcast/mixseríu og Jamie Vex’d annar helmingur Vex’d setti saman fyrir þau alveg fáránlega gott mix um daginn. Tónsmíðar Jamie og plötusnúðamennska hafa heldur betur tekið stakkaskiptum frá upphafsárum Vex’d en þeir settu saman einhverja hörðustu dubstep tóna sem sögur fara af, dótið sem Jamie er að semja einn þessa dagana er hins vegar í þessum illskilgreinanlega Flying Lotus/Rustie/Joker… fíling. Mjög flott, tjekkið endilega á mixinu!

.

Clever

Íslandsvinurinn Clever á og rekur New York útgáfuna Offshore sem sérhæfir sig í tilraunakenndari drum & bass og breakbeat tónum. Clever setti nýtt hlaðvarp í gang um daginn sem er í skemmtilegum Offshore fíling. Auk þess setti hann saman dubstep mix á afmælisdegi sínum, á eftir að tjekka á því en lagalistinn er þéttur.

.

Johnny D

Johnny D gerði svo syrpu fyrir Ibiza voice podcastið. Johnny D sem er þekktastur Orbitallife virðist vera sem fastur í sama gír því ýmsir effectar úr því heyrast í mixinu. Flott mix engu að síður.