Greinasafn fyrir merki: Hypno

Árslisti – Magnus Felix

Mér hefur alltaf þótt erfitt að búa til topp lista fyrir árið. Þar sem árið er svo óþægilega langt þá á ég það til að gleyma lögum frá byrjun árs og hugsa aðeins lög sem ég er að hlusta núna. Svo þegar maður rennur yfir lista frá öðrum finnur maður alls konar lög sem hefðu kannski komist a listans manns.  Ég áskil mér þess vegna rétt til að breyta og bæta listanum. Er það ekki annars tilgangur árslista að kynna eða minna aðra á skemmtileg lög frá árinu?

15.Cosmin TRG – Liebe Suende(Rush Hour)
Hvað er málið með Rúmena og góða danstónlist. Eðal deep house frá Cosmin TRG og heyrist vel að hann er hefur verið að grúska í dubsteppi.

14. West Norwood Cassette Library – Blond On Blonde(TEAL)
Skemmtilegt  house, Pearson Sound remixið er líka fínt. Mæli með að fólk fylgist með TEAL.

13. Floating Points – Peoples Potential(Eglo)
Þetta var svona lag sem ætlaði aldrei koma út. Rakst á þetta soundcloudinu hjá honum og sá síðan release date-ið færast aftur og aftur. Skemmtilegt lag, erfitt að mixa.

12. Hypno – Doo Doo(Pattern)
Íslenskt já takk. Klikkað lag frá Kára Hypno, er þetta piano spilað aftur á bak?

11.Delphic – Doubt(Kyle Hall rmx)(White)
Kyle Hall er hype-inu vel vaxinn og átti stórgott ár. Heyrði þetta fyrst í Resident Advisor mixinu hans Shed og þetta höfðaði strax til mín.

10.James Blake – CMYK(R & S records)
Ungstirnið og Íslandsvinurinn James Blake notar rödd Kelis einstaklega vel í þessu dramantíska lagi. Hefði vilja sjá hann spila á Airwaves.

9.Homework – You got one(Exploited)
Untold spilaði þetta lag á Strøm festival í Kaupmannahöfn og ég missti alveg vitið meðan ég fór á klósettið. Homework leika sér skemmtilega með  Somebody Else’s Guy eftir Jocelyn Brown’s og er vocallin skemmtilega catchy.

8.Moodymann – It´s 2 late 4 U & MeMoodymann klikkar sjaldan. Poppaðasta lagið á Dirty Ol’ vinyl að mínu mati. Elska þennan vocal.

7.Axel Boman – Purple Drank(Pampa)
„I woke up with your name on my lips“. Mér finnst eiginlega fyndnara þegar hann segir „I woke up with your lips“, skil ekki alveg hvað það þýðir. Straight out house lag, mæli líka með Not So Much sem má finna á sömu 12″“.

6.Tullio de Piscopo – Stop Bajon(Theo Parrish)
Heyrði þetta lag fyrst þegar Theo Parrish var gestur hjá Benji B. Líkt og Benji B var ég alveg orðlaus þegar bassinn kikkar inn.

5.Flying Lotus – Do the Astral Plane(Warp)
Tekið af plötunni hans Cosmogramma. Óvenju house’að lag miðað við annað sem hann hefur gert. Sleazy soundið í bassanum ásamt töffara trommugroove er alveg málið.

4.The Hundred In The Hands – Dressed In Dresden(Kyle Hall remix)(Warp)
Kyle Hall tekst að gera þetta frekar leiðinlega lag að algjörri bombu. Momentið þegar lead synthin kemur inn er mega.

3.Actress – Always Human(Honest Jon’s)
Tekið af plötunni hans Splazsh sem var plata ársisins að mati margra. Kickið í þessu lagi er eitthvað svo gróft og töff og ekki skemmir laglínan fyrir.

2.Lone – Raptured(Werk)
Yndislega cheesy synthi spilar semi bjánalega laglínu sem ég veit ekki alveg hvað minnir mig á.

1.Wax – Wax 30003B(Wax)
Shed er maðurinn, straight out gæji skv. þessu sem gerir straight out techno undir nafni Wax. Mæli með plötunni hans The Traveller og 12″ seríunni sem hann gerir undir nafniu EQD.

SyrpuSyrpa #21

Langt síðan að við mældum með mixum en það hefur verið nóg af þeim á internetinu undanfarið.

Viktor Birgisson setti upp mixið Saturday Tea Party, ég læt lýsinguna hans á þessu skemmtilega mixi duga. Hún er eftirfarandi:
„Me and Pimp Jackson went into the jungle with Ramon Tapia and danced our asses off….. „. Mixið má nálgast hér

Fyrir u.þ.b mánuði síðan gerði Breakbeat boltinn Gunni Ewok  hús mix. Eins og við höfum áður sagt   þá eru fáir plötusnúðar sem eru jafn fjölbreyttir og Ewok. Mixið  samanstendur af mestu leyti af gömlu eðalsmeðal dóti sem Ewok fann í plötu hillunni sinni.Frábært mix.

Á árinu hefur veirð mikið um sambræðing á milli house og dubstep. Þetta þykir mér skemmtilega pæling þar sem mikið af dubsteppi er good stuff. Nýjasta promo mixið hans Kára Hypno er dæmi um slíkan sambræðing og ég mæli með að fólk tékki á því.

182. Resident Advisor mixið kom út í gær. RA mixin hafa verið frekar einsleit(allir að spila svífandi deep house) þó með nokkrum undartekningum. Mix nr. 182 er eitt að þessum undartekningum en það er enginn annar er en Guillaume and the Coutu Dumonts sem sér um það. Hann er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum og veldur þetta mix hans mér ekki vonbrigðum.

Dj Shaft bætti nýlega við 11 hlutanum í Adult Music mix seríuna sína. Soulful vocal house ræður þar ríkjum eins og í fyrri hlutunum. Ég mæli með að fólk tékki á þessu mixi og restinni af sériunni. Mixið má nálgast hér og tracklisti og önnur mix eftir Shaft má finna hér

Að lokum ætla ég að benda fólki á live settið mitt frá Airwaves, þar sem ég spilaði á Reyk Veek kvöldinu á Jacobsen.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Soundcloud/Myspace Rúntur#1

Ætla að setja í gang nýjan lið hér á síðunni sem ég hef gefið nafnið „Soundcloud/Myspace Rúntur“, ætlunin er að benda á tónlistarmenn (og soundcloud/myspace síður þeirra) sem eru að gera góða hluti án þess þó að vera komnir á samning eða eiga að baki margar útgáfur. Byrja á smá þjóðrembing og bendi á nokkra Íslendinga sem eru að gera skemmtilegt dót. Engan vegin tæmandi listi heldur bara nokkrir góðir sem ég mundi eftir í fljótu bragði í sunnudagsþynnku.

.

Republic of Noice

Republic of Noice eða bara Axel hefur fengist lengi við drum & bass músík, hef verið svo heppinn að fá lög frá honum endrum og einu sinni og haft gaman af. Honum hefur farið mikið fram að mínu mati og nýjustu lögin á síðunni hans eru með þétt og flott sánd og góðar pælingar. Hef sérstaklega gaman af  „Play that Tape“, „Face Me“ og „You Had it Commin'“, það síðast nefnda minnir mig soldið á Break. Skora á strákinn að senda þessi lög á valin label, þetta er efni sem á algerlega erindi í útgáfu!

.

Hypno

Hypno (sem hét áður Hypnotik að ég held og gengur einnig undir nafninu Kári) er ungur og efnilegur dubstep og hip hop pródúser. Remixið sem hann gerði af „God Bless the Child“ með dOP er skemmtilega spes, bassa fílið minnir mig á Kode9, beatið er í garage fíling og vókalinn er frábrugðin flestu sem maður hefur heyrt í dubstep áður. „To the grave“ er líka skemmtilegur wobbler.

.

Einum Of

Einum Of er líka ungur og upprenandi og er á svipuðum wobbl dansgólfa slóðum í sínum dubstep smíðum. Hljóðskrár frá honum hafa m.a. ratað til Breakbeat.is snúðanna og Gunni Ewok hefur ósjaldan sett „Ninja’s Step“ á fón, enda prýðilegt lag.  (Sé það þegar ég smelli mér á myspaceið hans að hann er kominn með digital útgáfu hjá Filthy Digital til hammó með það!)

.


Subminimal

Tjörvi semur músik sem Subminimal og gerir allskyns raftóna, iidéemm ahmbíent, döbstep og drömmenbeis og er það vel. Mínimalismi er kannski það sem tónsmíðar hans í hinum ýmsu geirum eiga sameiginlegt? Ég kann m.a. vel að meta „Lifir á því sem hann Segir“, dubstep slagari þar sem Erpur er á mæknum og „Delta One“ og „Logical“ sem eru dnb rollerar sem hafa ratað í cdj’a hjá mér. Gjafmildur og góðhjartaður er hann Tjörvi einnig og býður almenningi upp á 320 kbps mp3 af dub-techno laginu „Moving Headlights in an Empty City“ undir Creative Commons leyfi. Takk Tjörvi!

Látum þetta gott heita í bili, en það er af nógu að taka og vonandi munum við benda á fleiri skemmtilega og efnilega pródúsera innan og utan landsteinanna. Áhugasamir tónlistarmenn geta smellt mp3/wav í SoundCloud dropboxið okkar hérna til hægri.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com