Mix, mix, mix… Hér eru nokkur góð fenginn í hressandi hlaðvarpsáskrift!
Move D
Þjóðverjinn Dave Moufang er betur þekktur sem Move D og hefur undir því nafni samið fínustu músík í hinum ýmsu stefnum og straumum. Hann spilaði sett á New York klúbbnum The Bunker um daginn og skilaði syrpan sér í hlaðvarp Bunker manna. Gott house grúv í gangi þar.
Umboðsskrifstofan Reprise Agency er líka með öflugt hlaðvarp í gangi og nýjasta syrpan í röðinni er frá Hessle Audio meðliminum Pangea. Frábært sett þar sem hann blandar saman dubstep, grime og old skool hardcore tónum.
Að lokum er rétt að benda á nýjasta kaflan í Club Autonomic podcastinu, dBridge og Instra:Mental týna til tónlist frá áhrifavöldum sínum og smella svo saman glænýju drömmenbeisi í góða sveiflu. Meðal listamanna sem eiga plötu á fón í þessari syrpu má nefna Prince, Boards of Canada, Zapp og Vangelis.
Þegar jungle kom fyrst fram á sjónarsviðið var eitt af auðkennum þess hvernig það tengdi takta og trommur sem sem voru í kringum 150-160 bpm við dub skotnar bassalínur sem virkuðu eins og þær væru um helmingi hægari. Bassinn skapaði þar einskonar jarðtengingu við hraðar taktaleikfimina.
Nokkrum árum síðar var drum & bass búið að festa sig í sessi í kringum 170 slög á mínútu. Þá fóru nokkrir tónlistarmenn að fikta við að semja lög þar sem takturinn og aðrir hlutar lagsins virtust rúlla á hálfum hraða, þ.e.a.s. í kringum 85 bpm, á svipuðu róli og mikið af dub tónlist og rólegu hip hopi. Kannski er þetta allt saman bara skilgreiningaratriði, ég er ekki nógu vel að mér í tónlistarfræðum til þess að skera úr um slíkt, en hér að neðan eru í það minnsta nokkur vel valin half tempo / halfstep drum & bass lög. Takið eftir því hvernig orkan og krafturinn í þessum lögum er allt öðruvísi heldur en í hefðbundinni kick-snare drum & bass tónlist.
.
1. Digital – Deadline (31)
Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að Deadline hafi verið eitt af fyrstu lögunum í þessum gír og Digital ásamt félaga sínum Spirit á mikið lof skilið fyrir að hafa komið þessu sándi á kortið. Digital tengdi saman reggeaskotinn sömpl við old skool/reif hljóðheim, allt byggt á sterkum grunni flott sem hinn massífi bassi myndar.
.
2. Amit – Immortal (Commercial Suicide) Amit vann vel úr arfleið Digital og mætti kannski kalla hann erfðarprins halfstepsins. Hann hefur tosað og teygt þessar pælingar í ýmsar áttir og hefur sett saman grjótharða gólfatrylla en líka lög eins og Immortal, sem er epískt og fallegt lag. Mér finnst alltaf eins og þetta lag eigi heima í sándtrakki við einhverja Hollywood stórmyndina en það er að finna á Neverending breiðskífu Amit frá árinu 2006.
.
3. Breakage – Clarendon (Digital Soundboy) Á breiðskífu Breakage, “This too shall Pass”, var heill diskur tileinkaður downtempo dub, dnb og hip hop pælingum. Clarendon kom þó út aðeins síðar, gjörsamlega fáránlegt lag, drifið áfram með bassatrommu og brútal bassa sem Breakage fléttar svo trommufill í kringum.
.
4. Kryptic Minds & Leon Switch – Minor Nine (Defcom) Kannski ekki half-tempo lag per se, en í svipuðum gír. Tekið af breiðskífu þeirra félaga “Lost All Faith”. Núna nýlega komu út dubstep remix af “Minor Nine”, frá Headhunter og Kryptic Minds & Leon Switch sjálfum, held að það séu athyglisverðar tengingar milli halfstep pælingana í dnb og dubstep, meir um það síðar.
.
5. Instra:Mental – Sakura (Darkestral) Eitthvert heitasta nafnið í drum & bass senunni í dag, spikfeitt analogue sánd í þessu hugljúfa elektrófílings lagi. Takið eftir hvernig percussion fillinn snúast í kringum þungan og drífandi taktinn. Ég ætlaði reyndar að setja hér inn lagið Commanche en fann það ekki á Youtube, hneyksli…
.
Bónus: Loefah – Horror Show (DMZ)
“Horror Show” ku vera fyrsta halfstep dubstep lagið og ég held að það sé óhætt að fullyrða að fáir komist með tærnar þar sem Loefah hefur hælana í þessum málum. Þungt, drungalegt og yfirþyrmandi sánd. Í dubsteppi eru halfstep pælingarnar algerlega bornar uppi af bassanum og því sem kemur á milli trommuhittana, því tempóið er komið niður í kringum 70 slög á mínútu. Það væri athyglisvert að komast að því hvort listamenn eins og Amit og Digital hafi haft áhrif á Loefah og hans líka, en ég held að óhætt sé að fullyrða að halfstep pælingar í drum & bass geiranum hafi orðið algengari eftir vinsældir dubstep tónlistarinnar.
DansiDans hlaðvarpið ætti auðvitað að vera meira en nóg fyrir ykkur þessa vikuna! En hér eru linkar á aðrar góðar syrpur sem hafa barið eyru okkar undanfarið.
Í vikunni datt inn nýr kafli í Autonomic Podcastinu, getið náð í mp3 eða gerst áskrifendur hér. Instra:Mental og dBridge setja saman þessar syrpur og blanda þar eldri áhrifavöldum úr ýmsum áttum við glænýtt drum & bass og dubstep, lagalistarnir eru ekki birtir en ef maður er klár á internetinu ætti ekki að vera mikið mál að grafa þetta upp.
Anja Schneider og félagar hennar hjá Mobilee settu á dögunum í gang podcast, þeir eiga ágætis back catalogue og ófáa hæfileikaríka snúða og listamenn á sínum snærum.
Ég veit ekki hver DJ Vorn er en hann setti saman rosalega Hacienda Classics syrpu þar sem ófáir dansklassíkerar koma við sögu. Mæli með því!
Íslandsvinurinn Tim Sweeney hefur um árabil haldið úti útvarpsþættinum Beats In Space og í síðasta þætti tók hann fyrir árið 2008. Disco/House/Dansrokks fílingur hjá honum enda er hann eitthvað bendlaður við DFA. Góður þáttur og ég mæli líka með podcastinu. (p.s. Ég held alveg örugglega að ég sé ekkert að rugla þegar ég segi að hann hafi spilað í Reykjavík en man það samt bara óljóst. Kannski 2006 eða 2007, á Barnum. Getur það ekki passað?)
dBridge og Instra:Mental fóru af stað með nýtt podcast undir merkjum Club Autonomics. Þetta er samt ekkert podcast því það er ekki hægt að gerast áskrifandi af því, en burtséð frá þeim misskilningi er þetta frábært framtak! Þetta þríeyki er að gera einhverja mest spennandi hluti í drum & bass heiminum í dag og í þessu „podcasti“ spila þeir eldri lög sem hafa haft áhrif á þá í gegnum árin auk þess sem þeir taka syrpu af spánýju dóti. Algert killer sett!
Domu var í gamla daga þekktur sem Sonar Circle og gaf út drum & bass hjá Reinforced en undanfarin ár hefur hann verið viðriðin hina illskilgreinanlegu broken beats senu. Hann smellti tveimur mixum á vefsíðu sína um daginn, eclectic pælingar í gangi, flott stuff.