Greinasafn fyrir merki: Introbeats

Dansidans Hlaðvarp#7 – Introbeats

INTRO

Addi Intro, e.þ.s. Introbeats, er einn af máttarstólpum íslenskrar hip hop tónlistar.  Hann er meðlimur í Forgotten Lores og skipar ásamt Birki B tvíeykið Arkir, þá er hann einn öflugasti plötusnúður höfuðborgarinnar og taktasmiður „extraordinaire“.

Addi tók sig til og smellti í nýjasta hlaðvarp DansiDans, inniheldur syrpan hans eingöngu tónsmíðar eftir Adda sjálfan og gefur því góða mynd af þeim töfrum sem eiga sér stað í hljóðveri Introbeats. Það er DansiDans mikil ánægja að kynna til leiks sjöunda hlutan í DansiDans hlaðvarpinu, syrpu frá Introbeats!

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Öll tónlistin á teipinu er eftir sjalfan mig. Notaði 2 plötuspilara og Serato mixer en tók upp beint í Protools til að geta fiktað meira i effectum og gert það meira spennandi fyrir hlustendur, fullt af sígó og flatt kókakóla. Ekkert spes þema fyrir utan Introbeats þemað. Semsagt lounge-ish bangin beats med smá space twisti

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Fyrir utan ad vinna i Skífunni, detta íða of oft , spila á Prikinu um helgar og virkum, sofa , éta og skíta þá er maður að leggja loka hönd á aðra solo plötu Didda Fel (Forgotten Lores) sem er BANGIN! og skeita… má ekki gleyma ad nefna það… heldur manni lifandi.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Senan? Hvaða sena? Senan sem eg tengist, hiphop senan er lúmkst að koma til, en næturlífssenan er sterk.. Loksins að koma góð klúbba menning á þetta sker, Prikið reppar hiphopið í klessu og Jacobsen er ad standa sig vel í electronic music kantinum!

4.Hvað ertu að fíla?
Gott tjill/djamm, kfc og góða tónlist.. engin sérstök, góð tonlist er alltaf góð tónlist!

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Ekki gleyma að tjekka á Myspaceinu (www.myspace.com/introbeats) mínu við og við..(ójá eg nota ennþá Myspace)..koma a Airwaves showið mitt..og tjekka á Didda Fel plötunni „Hesthúsið“ sem verdur til rétt i kringum Airwaves!!!

takk fyrir mig

p.s. Dilla4life!

lagalisti:
1. IntroBeats – Distance
2. IntroBeats – Look Up
3. IntroBeats – Ish Daa
4. IntroBeats – Gjemmér Sódavatn
5. IntroBeats – Bæjó (no homo)
6. IntroBeats – Tipsy Chicks
7. IntroBeats – Just Another Beat
8. IntroBeats – Last Call
9. IntroBeats – Memory Search
10. IntroBeats –  J.E.D (Du Ved Hvem Du Er)
11. IntroBeats –  Gamerino
12. Clubb XXX
13. IntroBeats – Kinkr
14. IntroBeats – BurfOne
15. IntroBeats – Boom Step

1. IntroBeats – Distance
2. IntroBeats – Look Up
3. IntroBeats – Ish Daa
4. IntroBeats – Gjemmér Sódavatn
5. IntroBeats – Bæjó (no homo)
6. IntroBeats – Tipsy Chicks
7. IntroBeats – Just Another Beat
8. IntroBeats – Last Call
9. IntroBeats – Memory Search
10. IntroBeats –  J.E.D (Du Ved Hvem Du Er)
11. IntroBeats –  Gamerino
12. Clubb XXX
13. IntroBeats – Kinkr
14. IntroBeats – BurfOne
15. IntroBeats – Boom Step

Helgin 4.-7. Desember

200811141616330

Tilvalið er að byrja helgina á með því að mæta á Breakbeat.is-kvöld á 22 í kvöld. Þar mun fastasnúðurinn Ewok koma fram ásamt Bjögga Nightshock sem hefur verið tíður gestasnúður hjá Breakbeat.is undanfarinn misseri, en plötusnúðurinn Árni mun hefja kvöldið á léttum breakbeat tónum.


Addi Intro
ætlar að fagna útgáfu nýrrar plötu, Tivoli Chillout, á Prikinu á föstudaginn. Verður eflaust gott partý, enda Addi smekkmaður mikill og að gera mjög skemmtilegt stöff þessa dagana.

Á laugardaginn eru PZ með Dansa Meira kvöld á Hverfisbarnum af öllum stöðum. Már & Nielsen og Tommi White með house partý, ætla víst líka að gefa eintök af dansa meira disknum.

Breakbeat.is snúðurinn Kalli (sem einnig er einn umsjónarmanna þessarar síðu) fer svo einhvern vegin að því að spila í Party Zone um helgina þó hann sé staddur í Hollandi. Hann mun að öllum líkindum þó skilja breakbeatið eftir heima í Hollandi og taka house/techno sett í þættinum, en eins og áskrifendur podcastsins hans ættu að vita, þá hefur hann verið að daðra við 4/4 danstónlistina undanfarið. Því má örugglega búast við skemmtilegu og fjölbreyttu setti frá honum næstkomandi laugardag.