Greinasafn fyrir merki: iPhone

Snerti Setupið hans Gergwerks

Mikil þroun hefur verið á snertiskjám síðastliðinn misseri og undanfarið hafa ýmsir byrjað að nota þessa tækni til búa til og spila tónlist. Það virðist vera til endalaust af iPhone og iPad forrit sem bjóða upp á þennan möguleika, og svo virðast öll blog og tímarit eins of Future music hafa rosa gaman af því að skrifa um þessi apps. Svo er Richie Hawtin auðvitað búinn að troða svona átta iPad-um í setupið sitt.

Af einhverjum ástæðum á ég mjög erfitt með að trúa því að þessi forrit séu notuð af einhverri alvöru. Mér finnst það mun bjánalegra að að vera glápa á símann sinn,þegar maður er að spila live, heldur en það er grúfa bakvið fartölvuna sína.

Bandaríkjarmaðurinn Gregory Kaufman sem er einnig þekktur sem Gergwerk birti nú á dögunum myndband á síðunni Vimeo þar sem hann sýnir eins kona snertiskjás dj setup sem hann er að vinna í. Hönnunin þykir mér skemmtileg þó ég telji ólíklegt að myndi vilja nota þetta. Þetta er þó aðeins notendaviðmót sem hann er búinn að hanna og græjan er talsvert frá því að vera tilbúin. Skemmtilegt video engu að síður

Touch DJ

Komið „plötusnúða“ forrit fyrir iphone/ipod touch, Touch DJ. Sýnist þetta nú vera soldið mikið gimmick en kannski soldil ógnun fyrir Pacemaker græjuna. Lýst annars ekki á svona fyrirbæri nema bara sem leikfang eða partýtrylli, sé ekki fyrir mér að það sé hægt að setja saman góðar syrpur með þessu, kannski bara fordómar í mér.

-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

RJDJ.ME

Fyrst Magnús byrjaði á tónlistartengdum iphone forritum má ég til með að benda á rjdj.me sem er skemmtilegasta svona app sem ég hef séð. Í stuttu máli gengur forritið út á að smíða tónlist úr því hvernig notandinn beitir tækinu, þ.e. með hreyfiskynjaranum, hljóðnemanum og þar fram eftir götunum. Myndband segir meira en þúsund orð:

RJDJ menn kalla þetta reactive music sem er vídd í raftónlist / listagjörningum sem ég held að eigi eftir að springa á næstu árum. Nú þegar allir eru með síma/myndavélar/mp3 spilara/osfrv. með bluetooth/wifi/3g eru endalausir möguleikar í því að skapa gagnvirkni í tónlistarsköpun og flutningi (sem er spennó svo lengi sem menn missa sig ekki í Star Trek leik).

Af iPhone og danstónlist

Mikið breyttist með því að Apple kynnti iPhone í byrjun árs 2007. iPhone býr yfir þeim skemmtilegu möguleikum að hægt er að forrita alls konar „apps“ sem nýta sér multy touch eiginleika símans. Þetta hefur heillað margar tónlistarmenn og kemur nú út hvert app á fætur öðru sem er annað hvort midi controller, synthi eða trommuheili. Til að lesa meira um þetta bendi ég fólki á www.createdigitalmusic.com þar sem fréttir af slíkum forritum berast vikulega.

Þýska útgáfan Mobilee gaf út á dögunum iPhone app sem gerir notandanum kleift að mixa saman lög sem gefinn hafa verið út á Mobilee. Forritið virkar eins og myndbandið hér að neðan sýnir.

Þetta þykir mér frekar hallærisleg pæling og tilgangslaus. Sé þó fyrir mér að í framtíðini verði fólk að spila símann og það eigi eftir að fá grínspurninguna „Ertu að dj´a eða senda sms“.

Bandaríska útgáfan Ghostly gaf hinsvega út sniðugra forrit. Ghostly sem átti 10 afmæli um daginn hefur gefið útt gríðarlega mikið af tónlist og gerir forritið, sem  heitir Ghostly Discovery manni kleift að finna tónlist á Ghostly sem eftir því í hvernig skapi maður er í.

Annars er ég orðinn frekar þreyttur á iPhone og fréttum um hann. Ég vona innilega að hann muni ekki hafa of mikil áhrif á  danstónlistarsenuna.