Greinasafn fyrir merki: íslenskt

Dansidans hlaðvarp #4 – Leópold Kristjánsson

DANSIDANSLESBOPOLD1DansiDans Hlaðvarp #4- Leópold
Leópold Kristjánsson er kannski þekktastur íslenskri danstónlistarsenu fyrir að hlutverk sitt í Breakbeat.is samsteypunni en ófáir hafa þó kynnst öðrum hliðum á kappanum t.d. skemmtilegum plötusnúningum og tónsmíðum í hás og teknó geirunum. Fjórða hlaðvarp DansiDans.com er einmitt á þeim buxunum en Leópold setti saman fyrir okkur fjölbreytt og frábært sett með fullt af glænýju efni.
Leópold býr um þessar mundir í Berlín og nú á dögunum gaf hann út ep hjá útgáfufyrirtæki þar í bæ, Deepeel Records.
.
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
,
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Syrpan er tekin upp gegnum Rane mixer, tvo SL-1200 spilara og einn CDJ-1000. Var svo með Kaos Pad 2 fyrir effekta en notaði tækið lítið. Lögin í syrpunni eru flest ný eða nýleg og frekar dæmigerð fyrir það sem ég er mest að spila núna. Kemur auðvitað fyrir að maður spilar eitthvað allt annað – en þetta er frekar standard hljómur.
.
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Var að gefa út mína fyrstu EP-plötu á lítilli þýskri útgáfu sem heitir Deepeel. Lögin ættu að vera komin í allar helstu plötu- og mp3-verslanir (fyrir utan Beatport, verður þar um miðjan maí).  Platan hefur gengið vel finnst mér og verið að fá stuðning manna eins og Dave Ellesmere/Microfunk (Remote Area), Jeff Samuel (Poker Flat) og Someone Else (Foundsound). Er svo búinn að vera að vinna í nýrri músík undanfarið. Vonandi að eitthvað af því lendi í útgáfu seinna á þessu ári. Fyrir utan þetta er ég bara að njóta lífsins og reyna að tengja saman tónlist og arkitektúr.
.
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ég hef búið í Berlín í rúm 2 ár núna og senan hér er góð. Ótrúlega margir spennandi
hlutir í gangi sem vel er að staðið. Ég hef svo auðvitað átt margar að mínum bestu danstónlistarstundum á íslenskum stöðum þannig að senan heima er sömuleiðis mjög flott. Gaman að sjá hvað Breakbeat.is kvöldin ganga vel og skemmtilegt að fólk sé að taka vel í nýjungar í Breakbeat geiranum. Líka fullt af góðum dansmúsíkköntum heima! Er að heyra frábært stöff mjög reglulega. Eiginlega of margir til að telja upp að gera góða músík, myndi skammast mín ef ég skildi einhvern útundan í upptalningu – svo ég sleppi því bara.
.
4.Hvað fílarðu?
Heilmargt og fjölbreytt, en í Techno og House tónlist er ég t.d. að fíla allt það sem eru í mixinu mínu. Hef undanfarið verið mjög hrifinn af fyrirtækjum eins og LoMidHigh, Circus Company, Oslo og mörgum mörgum fleirum. Hef ekki ekki viljað hafa hlutina of hreina upp á síðkastið, en kannski breytist það. Deepeel verður svo dúndur leibel á komandi mánuðum og árum! Svo er ég líka áhugamaður um almennileg hljóðkerfi á klúbbum, dansmúsík undir berum himni og plötusnúða sem taka starfi sínu alvarlega.
.
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Langar að plögga Ep-inn minn og hlaðvarpið mitt (sjá hlekk á myspace síðuna mína). Svo er ég að fíla nokkra tónlistarmenn og útgáfur sem eru að koma undir sig fótunum. Þar má nefna Dom Haywood (myspace.com/domhaywood), Keinemusik útgáfuna (myspace.com/keinemusik) og Adam Port (myspace.com/adamport) t.d..
.
.

Lagalisti:
1. Leopold Kristjansson – 22:55 (CDR)
2. Frank Leicher – Lazy Weather (Christian Burkhardt Remix) (Einmaleins Musik)
3. Vera – Hooked up with the drums (Moon Harbour)
4. Leopold Kristjansson – Tail Feathers (Deepeel)
5. Ryo Murakami – Java (Poker Flat)
6. Tiefschwarz – Best Inn (Souvenir)
7. Steven Beyer – Ecuna Me Pasa (Extra Smart)
8. Ricardo Villalobos – Baila sin Petit (Sei es Drum)
9. Dan Drastic – Slice of Life (Moon Harbour)
10. Boola & Demos – Thirst Duub (LoMidHigh Organic)
11. Leopold Kristjansson – Canned Heat (CDR)
12. Minimono – Ratman (Tuning Spork)
13. Daniel Steinberg – Pay for me (Lauhaus remix) (Style Rockets)
14. Serafin – Syndroma Liguria (Sushitech Purple)
15. Till von Sein – Ovas (Catz n’ Dogz Ohne FX remix) (Dirt Crew)

Hið glæsilega hlaðvarpsumslag er hannað af Geoffrey.

Aðgangseyrir og íslensk skemmtanamenning

Íslendingum finnst hrikalegt að borga sig inn á skemmtistaði. Í það minnsta þegar þeir eru á Íslandi. Þetta hefur leitt til þess að almennt kostar ekki inn skemmtistaði í Reykjavík / á Íslandi (kannski er orsakasamhengið í hina áttina, veit það ekki alveg). Aðgangseyrir er einungis rukkaður þegar eitthvað ótrúlega sérstakt eða merkilegt er á boðstólunum og þykir í raun nánast óréttlætanlegur nema að erlendir aðilar séu að stíga á stokk það kvöldið.

Mér þykir þetta leiðinlegt ástand og ég held að þetta fyrirkomulag og þessi afstaða Íslendinga standi í vegi fyrir mörgum góðum hlutum. Þetta gerir að verkum að erfiðara er að standa að metnaðarfullum viðburðum á íslenskum skemmtistöðum, sérstaklega ef dagskráin samanstendur einungis af íslensku tónlistarfólki. Auk þess stuðlar þetta að hinu endalausa rápi fólks milli staða á djamminu, sem skapar lakari stemningu og leiðinlegra tónlistarval.

.

500 kall!It’s all about the Jón Sigurðssons’

Að halda skemmtilega tónlistarviðburði kostar pening. Það þarf að kynna og auglýsa viðburðinn, það þarf að leigja græjur, hljóð- og ljósakerfi og það þarf að borga tónlistarmönnum, plötusnúðum og hljómsveitum. Þegar frítt er inn á tónleika- og skemmtistaði standa staðirnir sjálfir oftast straum af þess háttar kostnaði. Eigendur eða rekstraraðilar slíkra staða eru oftast fyrst og fremst drifnir af gróðavon. Afhverju ættu þeir að leggja tugi eða hundruði þúsunda í metnaðarfulla viðburði sem skila ekkert endilega meira í kassann heldur en plötusnúður út í horni sem biður bara um frían bjór og brot af þeim upphæðum sem færu í að búa til almennilega dagskrá?

Á þeim viðburðum þar sem kostar inn er því oftast að ræða um einhvern utanaðkomandi aðila sem tekur aðgangseyri kvöldsins en sér í staðinn um dagskrá kvöldsins og kostnaðinn sem henni fylgir. Aðstandendur skemmtistaðarins fá svo á móti vonandi fullt hús gesta sem eyða þeim krónum sem eftir eru í veskinu í veitingar.

En svo virðist sem fólk setji aðgangseyri í auknu mæli fyrir sig. Jafnvel þegar um metnaðarfullan og merkilegan viðburð er að ræða virðast 500-1000 krónur vera of mikið fyrir flesta. Það er ekki hefð fyrir því að þurfa að borga fyrir skemmtanir af þessu tagi og fólki finnnst ósanngjarnt að rukka fyrir það. „Afhverju kostar inn?“ og „fyrir hvað er ég eiginlega að borga?“ eru spurningar sem miðasölufólk á íslenskum tónlistarviðburðum kannast vel við (hér má lesa eldri umfjöllun mína um hversu mikill þyrnir það virðist vera í augum sumra að plötusnúðar fái greitt fyrir iðju sína). Slíkar spurningar heyrast alltaf, nema þegar útlendingur er væntanlegur á sviðið, en það réttlætir fjárausturinn fyrir mörgum.

Ef tækifæri gefst á að rukka aðgangseyri gefur auga leið að vel heppnaður viðburður, jafnvel þótt hann sé lítill í sniðum (t.d. 100-200 gesti), gefur aðstandendum aukna möguleika á að smíða flotta umgjörð og setja saman góða dagskrá heldur en þegar einungis er um eina minni greiðslu frá skemmtistaðnum að ræða. Þá er ekki verra ef um íslenskan viðburð er að ræða og peningurinn skilar sér til íslensks tónlistarfólks í stað þess að hverfa úr landi í rassvasa erlendra hljómsveita eða plötusnúða.

Þá má líta á aðgangseyrinn sem leið til þess að skapa betri gestahóp. Jafnvel þótt um lágar upphæðir sé að ræða er aðgangseyrir ákveðin fjárfesting. Með því að borga sig inn á tónleika/skemmtistað/klúbbakvöld er maður að vissu leiti að skuldbinda sig, maður lýsir yfir áhuga á því sem þar fer fram og er líklegri til þess að halda sig á staðnum. Maður er áhorfandi og þátttakandi með öðrum hætti en þegar ekkert kostar inn.

Að hafa frítt inn er aftur á móti ávísun á tilviljanakennda traffík, gestir sem eiga ekkert erindi á kvöldin og hafa ekki áhuga á því sem þar fer fram slæðast inn og hafa áhrif á stemninguna. Þetta getur verið til góðs, þ.e. að fólk uppgötvi tónlist sem það hefði ekki annars gert. En þetta er líka valdur að meira flakki, stefnulausari gestahóp og öðrum ókostum. Ég vil til að mynda meina að sú staðreynd að í Reykjavík kosti oftast ekkert inn á skemmtistaði sé ásamt reykingabanninu ein helsta ástæðan fyrir leiðinlegum dj settum frá annars skemmtilegum plötusnúðum. Það er lítið svigrúm til þess að byggja upp sett, spila dýpri tóna og fara hægt í hlutina þegar eitt helsta takmark margra gesta virðist vera að komast á sem flesta skemmtistaði á einu kvöldi.

Ég geri mér grein fyrir að þetta kunni að hljóma eins og ég vilji sem promoter og plötusnúður bara fá meiri pening í vasann. Það er þó ekki ástæðan enda reikna ég seint með að slíkar tekjur fari að borga reikningana mína. Ég vil fremur reyna að stuðla að heilbrigðara umhverfi í íslensku tónlistarlífi sem á við ramman reip að draga á svo mörgum sviðum.

Eitt viðkvæði talsmanna ólöglegs niðurhals á tónlist er að niðurhalið geti komið tónlistarmönnum á kortið og skapað forsendur fyrir greiðslur fyrir tónleika eða aðra lifandi spilamennsku. Þetta viðhorf dugar þó skammt ef eina sem fólk er tilbúið að borga fyrir eru risatónleikar og erlendar stórstjörnur. Þegar um minna þekkt nöfn er að ræða virðist fólk vilja fá tónlistina og tónleikana ókeypis og í allra mesta lagi borga fyrir bjór.

Ég ætla að reyna að gera það sem kaninn kallar að kjósa með pyngjunni og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Borgið ykkur inn á þá tónleika og þá viðburði sem ykkur finnst eiga það skilið og lítið á það sem fjárfestingu, þótt það kunni að þýða færri drykki eða minni djammbita.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Ólafur Arnalds og Janus í Techno-ið

Þungarokkskrúttarinn Ólafur Arnalds og Færeyski Electropopparinn Janus Rasmussen (Bloodgroup) eru á einu máli um að Minimal Techno geti verið skemmtilegt og hafa því stofnað dúó-ið Kiosmos. Fyrsta útgáfa strákanna verður split-12″ með Rival Consoles á Ereased Tapes útgáfunni – sem er einmitt útgáfan sem gefur soloverkefni Ólafs út.

Dansidans.com er auðvitað sérstakur stuðningsaðili norðurlandasamstarfs og því verður gaman að sjá hvað úr þessu þróast hjá strákunum.

Ólafur og Janus

Rafmögnuð Reykjavík

Ég varð soldið sár þegar ég sá að heimildamyndin Rafmögnuð Reykjavík fór í sýningar í haust á RIFF og Airwaves hátíðinni. Ég var ekki á landinu og reiknaði einhvern vegin með að það yrði erfitt að berja myndina augum eftir að kvikmyndasýningum lyki. En fyrir tilviljun komst ég að því að hægt er að horfa á myndina í fullri lengd á internetinu.

Um er að ræða heimildarmynd um rafræna danstónlist á Íslandi, senuna sem hefur myndast í kringum hana og sögu hennar. Þetta er fínasta mynd, blandar saman nýjum og gömlum tíma á skemmtilegan hátt og tengir Ísland skemmtilega við það sem var að gerast út í heimi á þessum tíma.

Það er soldið erfitt að dæma um fræðslugildið þar sem að ekki kom mikið fram sem maður vissi ekki áður en eflaust veitir myndin óinnvígðum góða innsýn í heim raftónlistar. Margir skemmtilegir punktar sem koma fram,  sjónarmið ýmisra íslenskra frumkvöðla tóna skemmtilega saman og svo er alltaf gaman að sjá upptökur af því hvernig hlutirnir fóru fram í gamla daga. Frábært framtak og góð heimild um liðina tíma!

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)

Weirdcore með FreeP3 pakka

Weirdcore

Aðstandendur Weirdcore kvöldana hafa sett saman skemmtilega safnskífu með íslenskum raftónlistaröktum og er hún fáanleg fríkeypis á www.weirdcore.com. Inniheldur gripurinn lög frá listamönnum á borð við Biogen, Frank Murder, Tonik, Ruxpin og Skurken, svo fáeinir séu nefndir. Frábært framtak og sömu sögu er að segja um Weirdcore kvöldin, mánaðarleg tónlistarkvöld þar sem íslenskir raftónlistarmann af ýmsum toga stíga á stokk.

Hlekkir:
www.myspace.com/weirdcorervk

www.weirdcore.com