Greinasafn fyrir merki: Jeff Mills

Föstudagsflagarinn: Dave Clarke – Red One

Um daginn heyrði ég mann mixa The Bells með Jeff Mills saman við Left Leg out með DMZ. Það þótti mér skrítin en skemmtileg pæling og hef síðan verið mjög hrifinn af mixum sem innihalda bæði dubstep og hratt techno. Ef fólk hefur áhuga á slíku mæli ég með mixum frá Shed og 2562

Í framhalda í þessum áhuga mínum hef ég sjálfur verið að spá í gömlum techno classic-erum sem hægt væri að nota og varð þá hugsað til Red One með Dave Clarke. Lagið kom út á Bush árið 1994 og hefur verið spilað mjög mikið síðan þá. Lagið er ekki flókið en það skilar sínu, grjótharða laglínan, sem virðist einhvern vera aftur á bak, er spiluð í gegnum mismunandi mikið af filter, reverb og delay. Klikkað!

Jeff Mills and Montpellier Philharmonic Orchestra

Um daginn heyrði ég The Bells með Jeff Mills í dj setti. Ég hafði heyrt lagið endrum og eins áður en aldrei skynjað það eins og ég gerði í þetta sinn. Þegar ég kom heim þurfti ég að youtube- a lagið og fann þá 80 mínutna tónleika með Jeff Mills og the Montpellier Philharmonic Orchestra. Tónleikana má finna á DVD útgáfunni af Blue Potential. Þetta concept er að vísu gamalt en mér finnst þetta takast mjög vel hjá Jeff Mills. Mæli með að fólk tékki á þessu.

Lagalisti:

1 Opening
2 Imagine
3 Man from Tomorrow
4 The March
5 Time Machine
6 Eclipse
7 Entrance to Metropolis
8 Keatons Theme
9 Daylight
10 The Bells
11 Gamma Player
12 4 Art
13 Medium C
14 Amazon
15 See this Way
16 Sonic Destroyer