Greinasafn fyrir merki: Jónfrí

Föstudagsflagarinn #5

Að þessu sinni er það eitt af mínum uppáhalds house lögum sem hlýtur þennan heiður. En þetta lag hefði líklega aldrei orðið til nema fyrir a.) samplera og b.) Philadelphia soul.

Flagarinn samplar nefnilega Philadelphia soul lag frá 1979, eftir Dexter Wansel. Sá er hljómborðsleikari og spilaði með mörgum stæðstu soul artistum þessarar senu. Reyndar er það nokkuð algengt að house listamenn líti 30 ár aftur í tímann og til Philadelphiu í leit að sömplum. Eftir að ég fór að grúska í þessari músík kenni ég house sömpl þaðan hægri vinstri. Dexter er sjálfur enn í fullu fjöri, og við myndbandið á Youtube eru yfir 100 ummæli, mörg frá honum sjálfum.

Dexter Wansel – Sweetest Pain

Nú að flagaranum.  Hann er öllu nýlegri – frá árinu 1996, og eru það þeir Tom Middleton og Mark Pritchard sem eiga heiðurinn af honum.  Tíu mínútur af seyðandi hús grúvi, þar sem þeir tína sömplin inn af mikilli kostgæfni.  Afar smekklegt.  Fyrir plötusnúða hentar lagið afar vel þegar þeir eru að grúva bakvið spilara, en þurfa nauðsynlega að skreppa á salernið og vilja helst ekki að dansgólfið tæmist á meðan.  Lagið hentar í raun alltaf vel fyrir plötusnúða, sem og hlustendur, ef út í það er farið …

Ég hef spilað þetta lag töluvert í gegnum árin, en mig minnir að ég hafi fyrst heyrt það í Party Zone syrpu hjá Bjössa, stundum kenndum við Brunahana.  Ég fletti tólf tommunni upp á Discogs og þar voru yfir 500 manns sem vildu eignast plötuna, sem er illfáanleg í dag.  Góðu fréttirnar eru þær að flagarinn var nýlega endurútgefinn af NRK, og er því fáanlegur í fullum gæðum á Beatport.  Þannig er fólki ekkert að vanbúnaði vilji það eignast þessa klassík!

Global Communication – The Way (Secret Ingredients Mix)

Góða helgi,

Jón Frímannsson

Syrpu Syrpa #14

Fyrst langar benda á tvö podköst sem hafa verið fáránlega góð síðustu vikur. Írska Bodytonic batteríið stendur að skemmtilegri vefsíðu, klúbbakvöldum og öðru stússi, podkastið þeirra hefur verið spennó undanfarið með syrpur frá mönnum á borð við Daniel Wang, Dj Craze, Noze og Omar S algerlega áskriftarinnar virði. Það ætti kannski ekki að þurfa að benda lesendum þessarar síðu á Resident Advisor podcastið en við gerum það nú samt af því að tveir síðustu hlutar þess hafa verið ofsa spennó, í fyrsta lagi var DJ Koze með flotta og fjölbreytta syrpu og í öðru lagi er þar frábært live sett frá Surgeon, techno og dubstep bræðingur.

ra145-dj-koze

Að öðru leiti er rétt að velja íslenskt þessa vikuna. Mikið framboð af skemmtilegum syrpum frá íslenskum snúðum á veraldarvefnum. Árni Kristjáns gerði stórskemmtilegt boogie mix,  Jónfrí smellti í eina djúpa hús syrpu og Haukur úr fknhndsm er á öðruvísí húsnótum á blogginu sínu. Kári Hypno smellti svo fínu dubstep mixi á huga.

Að lokum ætla ég að plögga mitt eigið mix sem vitaskuld ber höfuð og herðar yfir öll hin mixin!

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)