Greinasafn fyrir merki: Justun Martin

Föstudagsflagarinn #4

Það er enginn annar en Marshall Jefferson sem á föstudagsflagarann þessa vikuna, en hann  er af mörgum talinn vera einn af frumkvöðlum housetónlistarinnar, þá sérstaklega jackin´housins sem er kennt við Chicago. Hann hefur gefið út mikið af frábæri tónlist, meðal annars  á hinu goðsagnakennda Trax.

Hann gerði hið ódauðlega lag Move Your body sem virðist ennþá virka hvar sem það er spilað. Það er hins vegar ekki flagari vikunar heldur lagið Mushrooms.En í laginu segir Marshall frá því þegar hann tók sveppi í fyrsta sinn. Ekki veit ég hvort þessi saga sé sönn, en lagið er að engu síður frábært. Ég komst fyrst í kynnum við lagið þegar ég heyrði remixið hans Justin Martin af laginu sem ég mæli einnig með að fólk tékki á.

Magnús Felix //magnusfelix@gmail.com