Greinasafn fyrir merki: Kalli

Árslisti 2010 – Karl Tryggvason

Það er árslistatíð.  Hægt að tjekka á listum frá Resident Advisor, Fact og Boomkat og rifja upp það helsta á árinu sem senn er að líða. Íslenskir miðlar og þættir taka svo eflaust á sömu efnum í janúar. Hér að neðan eru þau lög og breiðskífur sem mér fannst bera af á árinu, áskil mér rétt til þess að breyta og bæta ef maður er að gleyma einhverju rosalegu.

Lög:
1. Addison Groove – Footcrab (Swamp 81)
Það ferskasta, nýjasta og skemmtilegasta sem maður heyrði á árinu. Headhunter skeytti saman dubstep og juke hugmyndum í þessu smitandi lagi sem að gerði allt vitlaust á dansgólfum um víða veröld. Killer lag.

2. Ramadanman – Work Them (Swamp 81)
Ramadanman átti mjög gott ár, sendi frá sér einstakt og gott stuff undir Ramadanman og Pearson Sound nöfnunum og gerði góða hluti í plötusnúðasettum. „Work Them“ er eitt af mörgum rosalegum lögum frá kauða.

3. Deadboy – If U Want (Numbers)
Ákveðin nostalgía í þessu old skool housaða lagi frá Deadboy, glettilega vel gert.

4. DJ Rashad – Itz Not Rite (Planet Mu)
Árið 2010 var árið sem juke tónlistin rataði út fyrir Chicago borg og Rashad er einn sá besti í þeim geira.

5. James Blake – Limit to your Love (Atlas)
James Blake lét til sín kveða á árinu, „Limit to your Love“ er cover lag sem tekur upprunalegu útgáfunni fram að öllu leyti. Blake er líklegur til verulegra vinsælda á árinu 2011.

6. Girl Unit – IRL (Night Slugs)
Night Slugs áttu rosalegt ár og störtuðu útgáfu sinni með prýði. Girl Unit kom þar mikið við sögum með killer tónsmíðum, house, grime/dubstep og rnb/hip hop bræðingur. 

7. Calibre – Steptoe (Signature)
Calibre átti gott ár, hér skeytir hann dubstep áhrifum við drum & bass halfstep fíling með nýjum og ferskum hætti.

8. Gil Scott-Heron – Where did the night go? (XL)
Gil Scott-Heron sneri aftur eftir langa pásu, hefur ekki miklu gleymt að því er virðist. „Where did the night go?“ er mitt uppáhald af breiðskífunni.

9. Joe – Claptrap (Hessle)
Hin dularfulli Joe með einfaldan partýslagara sem ber nafn með rentu.

10. Jam City – Ecstasy Refix (Night Slugs)
Jam City tekur 80s boogie funkara í gegn og býr til bassa anthem fyrir árið 2010. 

11. DVA – Natty (Hyperdub)
12. Martyn – Is This Insanity (Ben Klock Remix) (3024)
13. Lenzman – Open Page feat. Riya (Metalheadz)
14. Roska – Squark (Rinse)
15. James Blake – CMYK (R&S)
16. Moody – It’s 2 late 4 U and Me (KDJ)
17. Caribou – Odessa (City Slang)
18. Aloe Blacc – I Need a Dollar (Stones Throw)
19. Gremino – Shining (Car Crash Set)
20. The Bug – Skeng (Autechre Remix) (Ninja Tune)

21. Loefah – Just a beat (MP3 Give Away)
22. Mizz Beats – My World (Deep Medi)
23. Joker – Digidesign (Om Unit Remix) (White)
24. Hypno – Go Shorty (Ramp)
25. Breakage – Over feat. Zarif (Digital Soundboy)

Breiðskífur:
1. Actress – Splazsh (Honest Jon’s)
2. Mount Kimbie – Crooks & Lovers (Hotflush)
3. Digital Mystikz – Return 2 Space (DMZ)
4. Caribou – Swim (City Slang)
5. Breakage – Foundation (Digital Soundboy)
6. Shed – The Traveller (Ostgut Ton)
7. Virgo – Virgo (Rush Hour)
8. Flying Lotus – Cosmogramma (Warp)
9. Toro Y Moi – Causers of this (Carpark)
10. Calibre – Even If (Signature)

Útgáfur:
1. Swamp 81
2. Night Slugs
3. DMZ
4. Ostgut Ton
5. Hotflush
6. Hyperdub
7. Planet Mu
8. Nonplus
9. Metalheadz
10. Rush Hour

Karl Tryggvason | karltryggvason.com

Topp tíu – nóvember

Leópold Kristjánsson

1. Die Vögel – Petardo – Pampa
2. 2562 – Flashback – Tectonic Recordings
3. Seth Troxler feat. Matthew Dear – Hurt – Spectral Sound
4. Asli – Like the wind – Stripped Digital
5. Fever Ray – Seven (Marcel Dettman’s Voice In My Head Mix) – Rabid Records
6. Thodoris Triantafillou & Cj Jeff – Got to be – Souvenir Music
7. Gus Gus – Take Me Baby feat. Jimi Tenor – Kompakt
8. Masomenos – G – Third Eye – Welcome to Masomenos
9. Luciano – Pierre for Anni – Cadenza Records
10. René Breitbarth – Swing – Deep Data

Kalli

1. Untold – Gonna Work Out Fine EP (Hemlock)
2. Darkstar – Aidy’s Girl is a Computer (Original & Kyle Hall Remix) (Hyperdub)
3. Fever Ray – Seven (Martyn’s Seventh Remix) (Rabid)
4. Ýmsir – Metalheadz 15 (Metalheadz)
5. Levon Vincent / Steffi – Panorama Bar 02 Part II (Ostgut Ton Germany)
6. Ýmsir – Snuggle & Slap (Circus Company France)
7. Instra:mental – Leave it all behind (Apple Pips)
8. Silkie – Head Butt Da Deck (Deep Medi Musik)
9. Mount Kimbie – Sketch On Glass (Hotflush Recordings)
10. Kryptic Minds – 768 (Tectonic)

Magnús Felix / Moff & Tarkin

1.Animal Collective – Brother Sport(Domino)
2.Endangered Species – Endangered Species (Strictly Rhythm)
3.Motor Bass – Flying Fingers (Different Recordings)
4.Precious Soundsystem – Voice from planet Love (Running Back)
5.Mendo Everybody I got him(Cadenza)
6.Efdemin -The Pulse (John Beltran rmx) (Curle records)
7.Vodeux – The Paranormal (Wolf +Lamb rmx)(Mothership)
8.Asli – All The Love(Stripped Digital)
9.Hypno – Telescope(Dub)
10.Ellen Allien – Go(Marcel Dettman rmx) (Bpitch Control)

 

 

Helgin 29. maí – 31. maí

Hellingur um að vera þessa helgi enda Hvítasunnuhelgi. Í kvöld verður hinn þýski Fritz Windish í Jacobsen kjallaranum ásamt Jack Schidt og á Kaffibarnum er svo live act frá hljómsveitinni Sykri og dj sett frá Alfons X.

.

Annað kvöld munu þeir Frímann og Arnar halda upp á 10 ára afmæli Hugarástands kvöldanna á Jacobsen. Fjörið hefst klukkan 10 með Dj setti frá BenSol, svo taka þeir Hugarástandstrákar við og spila frameftir nóttu. Eins og fram kom í færslunni hér á undan verða þeir félagar í Reyk Veek með kvöld á Nasa þar sem fram koma Asli, Orang Volante, Oculus, Karíus & Baktus og Siggi Kalli.

.

breakbeat

Á sunnudaginn verður síðan Breakbeat.is all nighter á Jacobsen. Breakbeat.is kvöldin hafa heldur betur slegið í gegn undanfarna mánuði og má því búast við hörkufjöri á á sunnudaginn. Oldskúl hetjan Agzilla verður bakvið spilarana ásamt Breakbeat.is fastasnúðnum Kalla sem er nýkominn heim frá Hollandi eftir ársdvöl með fulla tösku af plötum. Tilefni kvöldsins er opnun nýrrar vefsíðu Breakbeat.is

Syrpu Syrpa #5

Vil byrja á því að óska lesendum gleðilegs árs, 2009 verður vonandi gott ár í músík sem og í öllu öðru. Með það í huga vil ég benda á nokkrar syrpur sem gætu verið góðar á fyrstu dögum ársins 2009.


Bjarni drömmenbeisar í plötusnúðakeppni Flex

Á hugi.is/danstónlist eru komin fleiri mix í plötusnúðakeppni Flex, vert að tjekka á þeim og taka þátt í að kjósa efnilegustu snúðana á næstu vikum. Mixið frá honum Bjarna Egilstaðarpjakki er reyndar það eina sem ég hef tjekkað á hingað til, hann sker sig soldið úr með drum & bass syrpu en hún er alveg fyrirtak engu að síður. Talandi um Flex þá var Áramótauppgjörsþátturinn þeirra skemmtilegur, ekki að tónlistin hafi verið alveg minn tebolli en fróðleg og skemmtileg viðtöl þarna.

Títtnefndur Marcel Dettmann gerði síðasta Resident Advisor podcast ársins 2008 og er það skemmtilegt afhlustunar.

Marc Mac úr 4Hero setti inn fimmta hlutan í Soul Arranger syrpu seríunni sinni, seyðandi soul músík í aðalhlutverki.

Að lokum ætla ég svo að plögga sjálfan mig í bak og fyrir og skammast mín ekkert fyrir það. Kláraði á dögunum mix fyrir búlgörsku vefsíðuna experement.org sem má finna hér, dubby fílingur í gangi þar sem ýmsum stefnum og straumum er moðað saman.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Syrpu Syrpa #3

Alltaf er nóg til af plötusnúðum að setja saman syrpur og henda þeim á veraldarvefinn!

Hinn finnski Fanu henti í eitt heitt drum & bass mix, soldið í þeim drumfunk stíl sem hann er þekktur fyrir.

Mary Anne Hobbs fékk dubsteppandi Bristolbúa í heimsókn í hljóðver Radio 1, á eftir að tjekka á þessu en nöfnin sem koma við sögu eru nóg til þess að fullvissa mig um að þetta sé killer þáttur. Svo er tónlistarleg arfleifð Bristol langt frá því að vera ómerkileg. (MP3 download hér)

Fyrir þá eru að leita af gömlu og góðu má finna safn af gömlum WBMX syrpum frá 9. áratugnum hér. WBMX er útvarpsstöð í Chicago sem var meðal annars heimili hins goðsagnakennda mix þáttar Hot Mix Five og átti stóran þátt í uppgangi house tónlistarinnar. Fleiri mix af þessu tagi auk ýmis konar danstónlistar sagnfræði má svo finna á hinni stórskemmtilegu Deephousepage.com.

Þá komst ég loks í það að hlusta á settið sem Scuba gerði fyrir XLR8R, skemmtileg syrpa. Remixin af breiðskífunni hans sem eru að koma út þessa dagana eru líka alveg frábær, sýna hversu fjölbreytt og skemmtilegt dubsteppið er þessa dagana.

Að lokum ætla ég að plögga sjálfan mig og mixið sem ég gerði fyrir PZ í síðustu viku, það má finna hér og tracklisti er hér.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook