Greinasafn fyrir merki: listar

Vangaveltur um vínylsölu

Það var forvitnileg frétt í Fréttablaðinu í síðustu viku um söluaukningu á vínylplötum. Svipaðar fréttir hafa reyndar birst reglulega síðustu ár, þ.e.a.s. óstaðfestar fregnir um aukningu á hlustun á og viðskiptum með vínylinn. Slíkum „fréttum“ hef ég oftast tekið með fyrirvara þar sem þær hafa oftast verið í einhvers konar human-interest-dægurmála fíling og falist í:

1) viðtali við 15 ára frænda blaðamannsins sem síðustu tvær vikur hefur hlustað á gamlar Led Zeppelin plötur sem pabbi hans átti út í skúr
2) stuttu kommenti frá þeirri hipster hljómsveit sem er vinsælust þá stundina sem segist ætla að gefa út á vínyl, því þeir vilji „halda trygð við vínylinn, hann sé svo alvöru“.

Það er ekki mikið að marka slíka fréttir, ég held að í ákveðnum kreðsum sé vínylinn enduruppgötvaður og gleymdur með reglulegu millibili enda stafræn form handhægari á nánast alla vegu.

Old Vinyl mynd: fensterbme

Fyrrnefnd frétt féll þó ekki alveg í þessa gryfju, því fyrir utan að tala við tvo hljómplötusala sem hafa augljósan ávinning af því að tala upp plötusölu minnist blaðamaður Fréttablaðsins á sölutölur frá Nielsen Soundscan sem lýstu 14% aukningu í vínylsölu sem hefur ekki verið meiri síðan 1991. Samkvæmt þessari frétt jókst vínyl sala svo um 33% á árinu 2009 en hér er einnig bent á að mælingar Nielsen hafi hafist árið 1991.

Þetta er áhugavert, fyrir stóru fyrirtækin vegur þetta sennilega seint upp geisladiskamarkaðinn (sem féll um 20% fjórða árið í röð) auk þess sem sala á stafrænu niðurhali hefur tekið á hægjast (1% aukning í einstökum lögum en 13% í heilum breiðskífum).

Ég held að ég fari rétt með að Nielsen haldi aðeins utan um tölfræði í Bandaríkjunum og Kanada, en það má svo sem ímynda sér að svipaðir hlutir séu í gangi á öðrum vesturlöndum. Hins vegar veit ég ekki hvort minni og sjálfstæðar plötuverslanir eru inn í tölunum hjá þeim eða hvort titlar sem gefnir eru út af minni útgáfum fari í gegnum SoundScan skráningu. Ekki geri ég ráð fyrir að notaðar plötur komi á nokkurn hátt inn í þessar tölur, enda sjá útgáfurnar og listamennirnir ekki mikin aur þar, en mjög fróðlegt væri að sjá upplýsingar um kaup og sölu þar.

Free Eighties Vinyl Record Albums Various Musicians Creative Commons Mynd: Pink Sherbe

Samkvæmt frétt á inthemix.com.au voru tíu mest seldu vínyl plötur ársins 2010 eftirfarandi titlar (fjöldi seldra eintaka  í sviga):

Top Ten Vinyl Albums, 1/4/2010 – 1/2/2011
1. The Beatles – Abbey Road (35,000)
2. Arcade Fire – The Suburbs (18,800)
3. Black Keys – Brothers (18,400)
4. Vampire Weekend – Contra (15,000)
5. Michael Jackson – Thriller (14,200)
6. The National – High Violet (13,600)
7. Beach House – Teen Dream (13,000)
8. Jimi Hendrix Experience – Valleys of Neptune (11,400)
9. Pink Floyd – Dark Side of the Moon (10,600)
10. the xx – xx (10,200)

Fjórar þessara platna eru eldri en 20 ára, „Abbey Road“ virðist þar að auki hafa verið í fyrsta sæti í fyrra líka („Valleys of Neptune“ inniheldur gamlar upptökur sem komu formlega út í fyrsta sinn 2009). Hinir titlarnir eru hins vegar frekar indie/alternative skotnir (engin Lady Gaga eða Justin Bieber) sem gefur kannski vísbendingu um hverjir eru helst að kaupa vínylinn. Ég giska á að næstu sæti fyrir neðan séu skipuð á svipaðan hátt, indie bönd og remasterað pabba-rokk í bland, og að talsvert langt sé í danstónlistar smáskífur, breiðskífur og annað plötusnúðafóður. Til fróðleiks má hafa í huga að til þess að koma út á núlli með einfalda vínylútgáfu þarf maður að selja um 3-500 eintök (eða svo skilst mér, sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Ef við lítum svo á þennan lista má sjá að vínyl salan á nýjum titlum virðist vera sirka á bilinu 5-11% af seldum eintökum af þeirri breiðskífu í heild á árinu. Vínylinn telur augljóslega eitthvað en langt frá því að skipta megin máli, þótt salan sé að aukast.

Annað sem er forvitnilegt er að þessir tíu efstu titlar vínylsölunar telja samtals um 160 þúsund eða um 8% af þeim  2.1 milljónunum vínyl skífna sem seldust. Ef við lítum á tíu mest seldu breiðskífur ársins (í öllum sniðum ) þá gerir það um 20 milljón eintök, en heildarsala á breiðskífum og lögum sem breiðskífum (track-equivalent albums, TEA, 10 lög=1 breiðskífa) er 443 milljónir. Þar er topp tíu listinn samtals af 4,5% af allri sölu (helmingi minna en vínylinn). Það væri áhugavert að skoða á hversu marga titla öll hin seldu eintökin skiptast, ætli vínylinn myndi t.d. svipaðan „langan hala“ og geisladiskar og mp3?

Önnur áhugaverð spurning er svo hvernig löglegi markaðurinn er við hliðina á hliðina á ólöglegu niðurhali hvað varðar stærðir.

-Karl Tryggvason | karltryggvason.com

p.s. ég fann ekki frumgögnin eða neina heildstæða skýrslu um árið 2010 á Nielsen vefnum, því er þessu púslað saman úr allskyns fréttagúggli, rétt að taka því með fyrirvara. Ennfremur eru útreikningar mínir gerðir í flýti, ábendingar og gagnrýni vel þeginn.

Topp tíu – apríl

Kalli
1. Addison Groove – Footcrab (Swamp 81)
2. Breakage – Foundation (Digital Soundboy)
3. Unknown Artist – Larva (Weevil Series)
4. Mizz Beats – My World (Deep Medi Musik)
5. Ramadanman – No Swing (Hessle Audio)
6. Marcel Dettmann  – Vertigo (Wincent Kunth remix) (Ostgut Ton)
7. Dj Jana Rush – Watchout (Juke Trax Online)
8. Calibre – Steptoe (Signature)
9. Kyle Hall – You Know What I Feel (Hyperdub)
10. James Blake – the bells sketch (Hessle Audio)

Leópold
1.  Ogris Debris – Miezekatze (Estrela)
2. Massimo Di Lena & Massi DL – 9991 Highway (Cadenza)
3. N/A – Fables and Fairytales feat. Rosina (Deniz Kurtel remix) (Crosstown Rebels)
4. Thomas Fehlmann – Soft Park (Kompakt)
5. Jenn – Mau Castle House (Karate Klub)
6. Damian Lazarus – Diamond in the Dark (dOP remix) (Get Physical)
7. Mount Kimbie – Taps (Hotflush)
8. Alexkid & Rodriguez – Le Doigt African (NRK)
9. Jason Fine – Many to many (Ben Klock remix) (Kontra Musik)
10. Moodymanc – Faith (House is the cure)

Árslisti 2009 – Karl Tryggvason

Árslistahelgi framundan þar sem bæði PZ og Breakbeat.is gera upp árið 2009 með tilheyrandi húllumhæi. Það er því ekki seinna vænna að smella sínum lista hér inn ásamt nokkrum orðum um efstu lögin. Væri gaman  að sjá fleiri árslista í athugasemdum.

lög /smáskífur:
1. Joy Orbison – Hyph Mngo (Hotflush)
Ástæða þess að „Hyph Mngo“ ratar í fyrsta sæti hjá mér er auðvitað fyrst og fremst að það er frábært lag, en þar að auki passar það skemmtilega við tíðarandann sem ríkti árið 2009. Lagið passaði ekki í niðurnjörvaða flokkadrætti danssenunnar, crossaði algerlega yfir senuna og var spilað af ólíklegustu kandídötum um allan heim, allt frá Gilles Peterson til Sasha. Fyrir rúmu ári vissi varla neinn hver Joy Orbison væri, en eftir að hafa endað í settum hjá mönnum eins og Ben UFO og Skipple breyddist hróður hans fljótt út enda um stórkostlegar tónsmíðar að ræða.

2. Instra:mental – Watching You (Nonplus)
Instra:mental höfðu skapað sér nafn með minimalískum og flottum tónsmíðum en sýndu á sér svotil nýja hlið á árinu. Í „watching you“ eru tregablandnir vókalarnir settir í gegnum effecta sem gera þá svo til kynlausa, þegar þetta rúllar svo ofan á electroskotnum synthunum og lágstemmdum en ákveðnum taktinum verður til einhvers konar framtíðar rnb grúvari, sexý og töff!

3. Darkstar – Aidy’s Girl’s a Computer (Hyperdub)
Darkstar leituðu líka á ný mið með „Aidy’s Girl…“, tölvustúlkan þenur hér vélræna en sálafulla rödd sína yfir blöndu af einföldum ásláttarhljóðfærum og hljóðgerflum fyrri ára. Retro-skotinn fútúrismi sem minnir mig alltaf á Hal úr 2001, gæsahúð í hvert einasta skipti sem skífa þessi ratar á fón.

4. Untold – Anaconda (Hessle Audio)
Untold átti stórgott ár og orsakaði eflaust mörg wtf moment á dansgólfum heimsins. Í lögum hans úir og grúir af tilvitnunum í hljóðheima ólíklegustu danstónlistar, grime áhrifum er blandað saman við hardcore melódíur, house er tengt við dubstep og þar fram eftir götunum. „Anaconda“ byggir á svoleiðis grúvi, skrítið en grípandi.

5.
Animal Collective – Brother Sport (Domino)
Einhver hæpaðasta indieskífa seinni tíma, sem stóð þó fyllilega undir lofinu. Hljómar eins og Beach Boys að gera techno, dáleiðandi og flott.

6. Pepe Bradock – Path of most Resistance (Atavisme)
Deep house æðið tröllreið öllu á árinu 2009, minimal töffararnir höfðu endanlega skipt út minimalískum bleepum fyrir hljómborðshljóma, rafrænum klikkum og kött-um fyrir lífrænar“ kongó og bongó trommur og niðurtjúnaðum vókölum um eiturlyf fyrir gospel-gaspri um ágæti hús tónlistar. En þeir sem ekki voru að elta neina tískubylgjur smíðuðu þó besta djúpa húsið af þeim öllum. Pepe Bradock bauð upp á hrátt og grípandi sánd og almennilegu melódíu í stað ofurpússaðrar og kurteisislegra laptop hljóma.

7. dBridge – Wonder Where (Nonplus)
dBridge pússlaði saman andstæðum, hörðum bassalínum og mjúkum vókölum og skapaði hugljúft dnb lag, hver hefði trúað því?

8. Wax – 20002A (Wax)
Einfalt og dáleiðandi techno frá hinum dularfulla Wax, leitað er í smiðju meistara tíunda áratugar síðustu aldar og útkoman er æðisgengið handstimplað white-label techno grúv.

9.
Bop – Song about my dog (Med School)
Bop er nýliði ársins í drum & bass heiminum að mínu mati, lagið hans um hundinn sinn Boyaka er hugljúft, fallegt og nýstárlegt sánd.

10.
Joker – Digidesign (Hyperdub)
Joker átti mjög gott ár eftir að hafa ruðst fram á sjónarsviðið árið 2008. „Digidesign“ var sennilega hans stærsta lag og tengdi saman dubstep og suðurríkja hip hop með öflugum hætti.

11. Instra:Mental – Photograph (Darkestral)
12. Ramadanman – Revenue (Untold Remix) (2nd Drop)
13. Guido – Orchestral Lab (Punch Drunk)
14. Tony Lionni – Found a Place (Ostgut Ton)
15. Zomby – Godzilla (Ramp)
16. Tim Exile – Family Galaxy (Warp / Planet Mu)
17. Efdemin – Acid Bells (Martyn’s Bittersweet Mix) (Curle)
18. James Blake – Air and Lack There Of  (Hemlock)
19. Cooly G – Narst (Hyperdub)
20. Dan Habernam – Zoom Back Camera (Santorin)

21. Dorian Concept – Trilingual Dance Sexperience (Affine Records)
22. Fever Ray – Seven (Martyn’s Seventh Remix) (Rabid)
23. Hudson Mohawke – Zoo00OOm (Warp)
24. Escher – Austere (Future Thinkin’ Records)
25. Starkey – Gutter Music VIP (Keysound)
26. Spectrasoul feat. Mike Knight – Melodies (Exit)
27. Data – Causeway (Influence)
28. Rustie – Bad Science (Wireblock / Lucky Me)
29. Levon Vincent – Late Night Jam (Ostgut Ton)
30. Reactiv – Badlands (Break Fast Audio)

Breiðskífur:
1. Animal Collective – Merriweather Post Pavilion (Domino)
2. Mount Kimbie –  Maybes / Sketch on Glass EP’s (Hotflush)
3. Alix Perez – 1984 (Shogun Audio)
4. Harmonic 313 – When Machines Exceed Human Intelligence (Warp)
5. Bop –  Clear Your Mind (Med School)
6. Silkie – City Limits Volume 1 (Deep Medi)
7. Yagya – Rigning (Sending Orbs)
8. Martyn – Great Lengths (3024)
9. Peverelist – Jarvik Mindstate (Punch Drunk)
10. Hudson Mohawke – Butter / Polyfolk Dance EP (Warp)

safnskífur / endurútgáfur:

1.  Various – 5 Years of Hyperdub  (Hyperdub)
2. Commix – FabricLive 44: (Fabric)
3. Various / Pepe Bradock – Confiote de Bits  A Remix Collection (BBE)
4. Various – Snuggle & Slap (Circus Company)
5. Terror Danjah – Gremlinz (The Instrumentals 2003-2009) (Planet Mu)
6. Various / DJ Koze – Reincarnations (Get Physical)
7. John Tejada – Fabric 44 (Fabric)
8. Omar S – Fabric 45: Omar S (Fabric)
9. Various – Tectonic Plates 2 (Tectonic)
10. Various – 15 Years of Metalheadz (Metalheadz)

-Karl Tryggvason

Ársuppgjör 2009

Það er komin árslistatíð (og þar að auki áratugalistatíð…). Hér eru linkar á uppgjör nokkura vefmiðla í danstónlistargeiranum:

Resident Advisor
dubstepforum tilnefningar
Fact Magazine
Boomkat

Einhvern vegin er það svo hefðin á íslandi að gera tónlistarárið upp á nýja árinu (amk í dansgeiranum). Árslisti Breakbeat.is verður á sínum stað í janúar (og býst við því að sama sé upp á teningnum hjá PZ og fleirum). Hins vegar ekki seinna vænna að fara að pæla í þessu.  Hvað stóð upp úr hjá ykkur? Listamenn ársins? Breiðskífur ársins? Lög / smáskífur ársins? Tjútt ársins? Endilega segið frá í athugasemdunum.

Topp 10 – desember

Karl Tryggvason
1. Peverelist – Jarvik Mindstate (Punch Drunk)
2. Florence & The Machine – You Got The Love (Jamie XX rework feat The XX) (?)
3. Robot koch – Death Star Droid LP (Robots Don’t Sleep)
4. Kyle Hall – The Dirty Thouz (Wild Oats)
5. 2562 – Unbalance (Tectonic)
6. Breakage feat. Roots Manuva – Run’em Out (Digital Soundboy)
7. Claude Speed – Don’t Ever Antagonize The Horn (Lucky Me Freep3)
8. Icicle – Cold Fear EP (Shogun)
9. ASC – Porcelain (Nonplus +)
10. Danuel Tate – Doesn’t Like You Back (Wagon Repair)

Tryggvi Þór Pálsson
1. Converge – Axe to Fall (Epitaph)
2. Crookers – No Security (Zomby Mix) (Southern Fried Records)
3. Edward Williams – Life On Earth – Music From the 1979 BBC TV Series (Trunk)
4. Ghosts On Tape – Predator Mode (Roska Remix) (Wireblock)
5. Ikonika – Fish (Hyperdub)
6. Kyle Hall – I’m Kyle MFN Hall Girl (Wild Oats)
7. Naptha – Soundclash 1 (Grievous Angel Mix) (Keysound Recordings)
8. Peverelist – Bluez (Tectonic)
9. SP & MC Joker D – Taiko Dub (Tempa)
10. Untold – Stop What You’re Doing (James Blake Remix) (Hemlock)

House/Techno frumkvöðlar áratugsins

Á næstu árum mun eflaust verða sprenging í „best of… 2000-2010“ listum þegar fólk fer að reyna að gera upp áratuginn sem á ekkert gott nafn á íslenskri tungu („noughties“?). Sumir hafa tekið sér forskot á sæluna t.d. birti Pitchfork umdeildann lista yfir bestu lög áratugarins um daginn. Fact Magazine, sem eru duglegir við listasmíð af ýmsu tagi, eru líka byrjaðir að gera upp síðustu 10 ár eða svo og ríða á vaðið með 10 tónlistarmönnum sem breyttu house og techno tónlistinni síðustu 10 árin. Þetta er góð samantekt. Þótt maður sé,  eins og við var að búast, ekki sammála í einu og öllu er höfundurinn vel að sér og fer yfir þróun danstónlistar síðustu 10 ár eða svo á skemmtilegan en skilmerkilegan hátt.

Persónulega finnst mér vanta einhvern sterkan fulltrúa minimal sándsins, stefna sem tröllreið þessum áratug þótt hún hafi dottið úr tísku á undanförnum árum. Sömuleiðis hefði kannski mátt hafa einhverja fulltrúa fyrir elektrófílinginn sem var svo sterkur á árum áður. Hafið þið einhverja skoðun á þessum lista?

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail..com

DJ Mag Top 100

Jæja búið að tilkynna úrslitin í vinsældakosningu ársins og voru þau fyrirsjáanleg að vanda. Ætli það hvernig þessi kosning hefur þróast hafi fælt alla nema transarana frá því að kjósa yfirhöfuð eða eru kannski bara í alvörunni svona ógeðslega margir í heiminum sem fíla Armin van Buuren? Skal ekki segja…

Topp tíu – ágúst

Kalli
1. Joy Orbison – Hph Mongo (Hotflush Dub)
2. Bop – Clear Your Mind LP (Med School)
3. Pearson Sound – Wad (Hessle Audio)
4. Dan HabarNam – Zoom Back Camera (Santorin)
5. James Blake – Air and Lack There Of (Hemlock)
6. Reactiv – Badlands EP (Break Fast Audio)
7. Randomer – Synth Geek (Hospital)
8. Hypno – Stay (Dub)
9. Dam Funk – Toeachizown (Stones Throw)
10. Noze – Meet me in the Toilet (Circus Company)

 

Magnús Felix
1. Sometime – Optimal Ending (Leopold & Steinunn rmx)
2. Norm Talley – The Journey (Third ear records)
3. Dousk – Serenata Deluxe (Klik Recrods)
4. Caro – My Little Pony (Beckett and Taylor rmx)
5. Claude Von Stroke – Aundy (DirtyBird)
6. Audio Verner – Ditto (Minibar Music)
7. Non Fiction – I Remember  (Wally Callerio remix) (Motion Music)
8. Luna City Express – Rough Neck (Matthias Tanzmann remix) (Moon Harbour records)
9. DJ T  – Bateria (Get Physical)
10. Shlomy Aber,Kenny Larkin – Sketches (Be as one)

Ársuppgjör

Árslistabrjálæðið farið í fullan gang. Resident Advisor eru búnir að birta alla sína lista fyrir utan lagalistan sem kemur eflaust inn á næstu dögum. Kom svo sem ekki mikið á óvart hjá þeim þetta árið en Berghain/Ostgut Ton crewið er ótvíræður sigurvegari.

Berghain

Þeir vinna label ársins og eru með breiðskífu ársins (Shed – Shedding the Past) auk þess sem Prosumer & Murat Tepeli breiðskífan var í 11. sæti. Þá ratar Marcel Dettmann í 11. sæti í dj kosningunni sennilega að mestu leiti útaf Berghain mixdisknum sem hann setti saman en sá var kosin besta safnskífan. Fyrr í ár var svo Berghain/PanoramaBar kosinn besti klúbbur í heimi. Þessir Berlínarbúar eru að uppskera vel og næsta ár fer vel af stað með Ben Klock breiðskífu í jan/feb.

Ricardo Villalobos er besti plötusnúðurinn í heiminum skv. notendum Resident Advisor. Kom engum á óvart en fannst eiginlega skrítið að það væri ekki meiri vídd í listanum miðað við allan þann fjölda sem kaus.

Beatportal fá valinkunna listamenn úr hverjum geira til þess að gera upp árið og eru svo með sína eigin lista líka. Bæði breiðskífu og smáskífulistinn þeirra fara eiginlega bara undir house & techno, ekkert dubstep? dnb? trance?

Þá eru Fact með öllu víðari lista, breiðskífu- og lagalista og svo eru Little White Earbuds með óhefðbundnari lista í gangi, gaman að renna yfir þá.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook