Greinasafn fyrir merki: Maggi Lego

Helgin 10. – 12. apríl

Eins og flestar helgar núna undanfarið er Jacobsen the place to be. Í kvöld standa fknhndsm í samtstarfi við Luna Flicks labelið frá Osló fyrir kvöld þar. Line uppið fyrir kvöldið er spennandi, Símon og Haukur Heiðar sem eru betur þekktir sem  dúóið fknhndsm stíga á stokk ásamt Kangos Stein Massiv eigandi labelsins Luna Flicks frá Noregi.

Eins og áður hefur komið fram fílar dansidans norrænt samstarf(skandinavísk drumroll) og ennfremur fílar DansiDans fknhndsm. Þannig að tjekk it!

lunaflicks-logo

Barcode bræður verða síðan á Jacobsen á sunnudaginn. Með þeim verða Oculus og Impulce sem taka báðir live sett. Oculus sem nýlega gerði mix fyrir síðuna, hefur heldur betur verið að slá í gegn undanfarið og fékk um daginn mikla umfjöllun frá Beatportal. Impulce sem  stóð fyrir kvöldunum HDT , stundar nú nám í hljóðvinnslu í Hollandi.

Fleiri staðir bjóða uppá gæða danstónlist í kvöld. Á London/Reykjavík munu Kiddi Ghozt og Paul Moritz spila Back2Back í fyrsta sinn. London/Reykjavík opnaði síðustu helgi og hef ég heyrt góða hluti um staðinn. Ég lofaði djammrýni um opnunarhelgina en get því miður ekki staðið við það loforð þar sem ég komst ekki á hana.

Dagskráin á Kaffibarnum er einnig góð. Í kvöld er það Gísli Galdur sem verður bakvið spilarana og á sunnudaginn ætlar Maggi Legó að taka disco sett. Báðir þessir plötusnúðar er „kempur“  í bransanum og finnst undirrituðum alltaf gaman að heyra þá spila.

Plötusnúðurinn Óli ofur stendur síðan fyrir kvöldi á Akranesi. Húsið heitir Breiðin og hefur Óli verið að vinna í því að koma húsinu í gott stand síðustu mánuði. Ég held að ég hafi sjaldan mætt á vel hljómandi  danstónlistarviðburði þar sem Óli kemur ekki á einhvern hátt við sögu. Því má búast við þéttu soundi og pumpandi tech house í sveitinni í kvöld.