Greinasafn fyrir merki: Marcus Intalex

Syrpu Syrpa #12

Kode9 & SpaceApe

Kode9 kom í heimsókn til Benji B á BBC 1Xtra og var þar með Hyperdub showcase. Hyperdub er útgáfan hans Kode9 og hefur vægast sagt átt frábæra spretti síðustu misseri, í þessu mixi er dót frá helstu listamönnum útgáfunar og þar á meðal er nýtt Burial stuff!!!

.

Cassy

Save the Cannibals er nýtt klúbbakvöld í New York borg sem lítur spennó út. Þeir eru allavega með skemmtilegt podcast, mixið frá Cassy er algert æði, old skool Chicago og Detroit fílingur.

Svo er það íslenskt, Magnús Felix sem er einn umsjónarmanna Dansidans og bendlar sig stundum við vonda kalla úr Star Wars setti tvö mix á netið nýlega, „Groovandi Magnús“ og „Pumpandi Magnús“, skemmtilegar nafngiftir og skemmtileg mix!

.

Marcus Intalex

Marcus Intalex er með þátt á netútvarpsstöðinni Red Bull Music Academy Radio. Um daginn var 13 Soul:ution Radio þættinum í röðinni smellt á veraldar vefinn  hér má finna lagalista og mp3. Meðal annars er þarna að finna viðtal við Íslandsvinin Lynx og félaga hans Kemo sem eru að gefa út flotta og spes breiðskífu, The Raw Truth, á Soul:R á næstunni. Vel þess virði að skoða sig um á RBMA Radio síðunni, fjölbreytir og skemmtilegir tónlistarmenn sem eru með þætti þar.

Að lokum er það nánast skylda að linka á Rinse þættina hans Appleblim. Hér má svo finna skemmtilegt viðtal við kauða.