Fastagestir DansiDans hafa tekið eftir því að lítið var um uppfærslur yfir hátíðirnar og áramótin, vegna þessa riðlaðist hlaðvarpið okkar einnig lítillega. Nú er nýtt ár hafið, fer það vel af stað og er það ætlun DansiDans liða að spýta í lófana og keyra síðuna aftur í gang á nýju ári.
Með það í huga er það okkur sönn ánægja að kynna fyrsta DansiDans hlaðvarp ársins 2010 en á bakvið þessa syrpu stendur Margeir aka Jack Schidt. Margeir ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum danstónlistaráhugamanni. Hann á að baki farsælan og langan plötusnúðaferil innanlands sem utan, er hluti af Gluteus Maximus tvíeykinu, hefur gefið út þó nokkra mixdiska og staðið á bakvið spennandi og nýstárlega viðburði á borð við Diskókvöld Margeirs og Margeir og Sinfó. Í DansiDans syrpu sinni bregður Margeir á leik með ýmis konar raftónlist oftar en ekki á tilraunakenndari nótunum, fyrirtaks bræðingur
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
lagalisti:
1. Paul Lansky – Six Fantasies on a Poem by Thomas Campion: her song (Composers Recordings Inc.)
2. Vincent Gallo – Lonely Boy (Lakeshore Records)
3. Clock DVA – Buried Dreams (Wax Trax! Records)
4. Liaisons Dangereuses – Mystére Dans Le Brouillard (Roadrunner Records)
5. Snowy Red – Still Human (Dirty Dance)
6. Grauzone – Eisbaer (LD Records)
7. Xex – Svetlana (The Smack Shire)
8. Suicide – Dream Baby Dream (Island Records)
9. Frank Bretschneider – Expecting Something Taller (Underscan)
10. Alva Noto – Obi 2Min (Raster-Noton)
11. Pan Sonic – Maa (Blast First)