Greinasafn fyrir merki: Margeir

Dansidans Hlaðvarp#9 – Margeir

Fastagestir DansiDans hafa tekið eftir því að lítið var um uppfærslur yfir hátíðirnar og áramótin, vegna þessa riðlaðist hlaðvarpið okkar einnig lítillega. Nú er nýtt ár hafið, fer það vel af stað og er það ætlun DansiDans liða að spýta í lófana og keyra síðuna aftur í gang á nýju ári.

Með það í huga er það okkur sönn ánægja að kynna fyrsta DansiDans hlaðvarp ársins 2010 en á bakvið þessa syrpu stendur Margeir aka Jack Schidt. Margeir ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum danstónlistaráhugamanni. Hann á að baki farsælan og langan plötusnúðaferil innanlands sem utan, er hluti af Gluteus Maximus tvíeykinu, hefur gefið út  þó nokkra mixdiska og staðið á bakvið spennandi og nýstárlega viðburði á borð við Diskókvöld Margeirs og Margeir og Sinfó. Í DansiDans syrpu sinni bregður Margeir á leik með ýmis konar raftónlist oftar en ekki á tilraunakenndari nótunum, fyrirtaks bræðingur

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

lagalisti:
1. Paul Lansky – Six Fantasies on a Poem by Thomas Campion: her song (Composers Recordings Inc.)
2. Vincent Gallo – Lonely Boy (Lakeshore Records)
3. Clock DVA – Buried Dreams (Wax Trax! Records)
4. Liaisons Dangereuses – Mystére Dans Le Brouillard (Roadrunner Records)
5. Snowy Red – Still Human (Dirty Dance)
6. Grauzone – Eisbaer (LD Records)
7. Xex – Svetlana (The Smack Shire)
8. Suicide – Dream Baby Dream (Island Records)
9. Frank Bretschneider – Expecting Something Taller (Underscan)
10. Alva Noto – Obi 2Min (Raster-Noton)
11. Pan Sonic – Maa (Blast First)

Helgin 13.-16. ágúst 2009

Síðsumarshelgi með öllu tilheyrandi í uppsiglingu. Fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið er úr ýmsu að velja.

Fimmtudagurinn 13. ágúst

Coxbutter piltarnir eru með kvöld á Jacobsen á fimmtudaginn, flott line up: Forgotten Lores, Mighty Jukebox, Steve Sampling og DJ Kocoon bjóða upp á hip hop af ýmsu tagi.  Rétt að benda einnig á Coxbutter síðuna þar sem má nálgast fínasta stuff á mp3 formi endurgjaldslaust.

Föstudagurinn 14. ágúst

Breakbeat.is með svokallaðan All Nighter á Jacobsen, næturlangt tjútt á báðum hæðum. Á efri hæðinni ráða léttari tónar ríkjum, töffarabandið The Zuckakis Mondeyano Project verða með hljómleika auk þess sem Ewok og Leópold snúa skífum í house og groove fíling. Í kjallaranum verða svo bumbur, bassar og brotnir taktar frá fastasnúðum Breakbeat.is og vel völdum gestum.

Laugardagurinn 15. ágúst
Laugardaginn má taka með öðruvísi sniði ef menn svo lystir, hlusta á plötusnúða í Bláa Lóninu eða á hljómsveitir út á Snæfellsnesi. Margeir heldur útgáfupartý fyrir nýjan Bláa Lóns mixdisk í Bláa Lóninu, þeir sem hafa farið á Airwaves partýin þar þekkja fílingin sem getur myndast á “tjútti” í lóninu, töff pæling.


Önnur töff pæling eru svo tónleikar Stereo Hypnosis á Hellisandi á Snæfellsnesi en feðgarnir í Stereo Hypnosis ætla þar að fagna útgáfu nýrrar skífu sem hefur hlotið nafnið Hypnogogia, þeim til trausts og halds verða svo Project 8, Snorri Ásmundsson og AnDre.


Fyrir miðbæjarrrottur er hins vegar líka gott geim í bænum, fknhndsm dúóið tekur á móti New York búanum Love Fingers á Kaffibarnum. Deladiskófílingur og dólgagrúv af bestu gerð.

Sjáumst á dansgólfinu!

Helgin 28.-30. Nóvember

Reynt verður að mæla með atburðum hverja helgi, það er að segja ef við finnum eitthvað til að mæla með.

Jack Schidt spilar ásamt hinni þýsku Factory Girl á Kaffi Cultura annað kvöld.

nautshaus_unnin2

Gullkálfurinn Jack Schidt

Eins og flestir (ættu að) vita er Jack Schidt annað nafn yfir Margeir sem er einn af elstu og virtustu plötusnúðum landsins. Factory Girl veit ég svosem ekkert um, annað en það að hún er hjá sama booking agency og Margeir og Steed Lord. Því má örugglega búast við þrusukvöldi á Kultura sem virðist vera breyta um stefnu og verða einn af skemmtilegri skemmtistöðum borgarinnar.

Einnig mæli ég með að fólki hlusti á Party Zone á laugardagskvöldið. Gestasnúður þáttarins er enginn annar en Asli sem er búinn að lofa því að spila ,,neðanjarðar diskó perlur“, sem er góð tilbreyting frá ,,helvítis technoinu“.