Greinasafn fyrir merki: Martyn

Red Bull Music Academy

Eins og við höfum áður bent á er Red Bull Music Academy eitthvað sem allir tónlistarmenn og plötusnúðar ættu að tjékka á. Síðasta námskeið þeirra Red Bull manna var haldið í London í febrúar mánuði, eins og búast mátti við fór fram fjöldinn allur af skemmtilegum tónleikum og fyrirlestrum frá spennandi listamönnum. Meðal þessara listamanna má nefna Moodyman, Kode 9, Martyn og Modeselektor.

Ef  maður var ekki svo heppinn að hafa komist inn í skólann, getur huggað sig við það að horfa má á fyrirlestrana á netinu. Ég mæli sérstaklega með að fólk tékki á Moodymann fyrirlestrinum. Moodymann veitir sjaldan viðtöl og er svolítið skemmtilegur karakter, svo er tónlistin hans líka frábær.  Lista yfir fyrirlestra árið 2010 má finna hér.

Skemmtilegt viðtal við Martyn

Hollenski „stepnó“(yndislega hallærislegt orð) producerinn Martyn fékk um daginn það skemmtilega hlutverk að gera 50. Fabric diskinn. Fabric diskarnir eru vinsæl sería geisladiska sem gefinn eru út af samnefndum ofurklúbb í London og meðal listamanna sem hafa gert diska fyrir seríuna má nefna Ricardo Villalobos, Luciano og Ame.

Mörgum  þykir það ansi djarft að Fabric menn biðji Martyn um að gera Fabric disk sem er meira ætlaður teknó og house tónlist á meðan systur serían Fabriclive hefur meira verið tileinkuð broken beat og dubstep. Martyn er þó skemmtilegur plötusnúður og settið sem hann tók á Airwaves 2007 með þeim betri sem ég hef heyrt. Honum tekst mjög vel að blanda saman house,dubstep og dnb. Hér er hægt að finna umfjöllun um diskinn og svo mæli með myndbandinu hérna fyrir neðan.

What People Play 3.0 og gefins tónlist

Þar sem við hjá Dansidans.com styðjum heilbrigða samkeppni (í sölu mp3-skráa sem og öðru) er vert að benda á nýustu uppfærslu WhatPeoplePlay.com. Að því ég best veit er vefurinn rekinn af þýska bóka- og plötudreyfingarfyrirtækinu „Word & Sound“ og hefur því lagt aðaláherslu á techno og house en einnig verið að færa sig upp á skaptið í dubstep og experimental electróniku. Verðin eru sömuleiðis samkeppnishæf (og oft betri en hjá mörgum samkeppnisaðilanum).

Til þess svo að gera vefinn aðlaðandi fyrir nýja notendur hafa WhatPeoplePlay menn í samstarfi við Amsterdam Dance Event ákveðið að gefa rúmlega 30 lög til notenda sinna. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt nýtt né merkilegt en óhætt er þó að segja að þessi mp3-pakki sé ólíkt betri en þeir sem ég hef verið að fá á sambærilegum síðum undanfarið.

Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!
Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!

Lagalistinn er sem hér segir:

Move D – Got Thing/ Philpot
Nôze feat. Dani Siciliano – Danse Avec Moi (DJ Koze Rework) / Get Physical
Faze Action – Venus & Mars/ Faze Action
Tom Clark – Scorpi / Highgrade Records
Lawrence – Place to Be/ Liebe*Detail
Minilogue – Animals / Cocoon Recordings
Loco Dice – M Train to Brooklyn/ Desolat
The Faint – The Geeks Were Right (Shadow Dancer Dub) / Boys Noize
Will Saul & Tam Cooper – Tech Noir / Simple
Luciano – Bomberos/ Cadenza
Todd Bodine – Calypso / Highgrade Records
Renato Cohen – Cosmic Man / Sino
Martyn – Is This Insanity? / 3024
Dj Sneak – Comeback Johnny / Magnetic
Windsurf – Pocket Check / Internasjonal
Ytre Rymden Dansskola – Kjappfot (Prins Thomas Edit) / Full Pupp
Dirt Crew – Soundwave (Quarion’s Drunken Wave Mix) / Dirt Crew Recordings
Steve Bug – Trees Can’t Dance (Edit) / Poker Flat Recordings
Trentemøller – Vamp (Live edit) / Hfn Music
Giles Smith pres. Two Armadillos – Tropics / Dessous
Channel X – Mosquito / Uponyou Records
Format:B – Redux / Formatik Records
Santos – Hold Home / Moon Harbour
Michael Melcher – Wooob / Cargo Edition
AKA AKA – Sie nannten ihn Mücke / Stil Vor Talent digital
Chroma&Inexcess – Syrinx / Stil Vor Talent digital
Chris Liebing – Auf und Ab / CL Recordings
Alex Bau – Red Chromosome / CL Recordings
Alex Flattner & Lopazz – Make Up Your Mind – Cocoon recordings
Makam – The Hague Soul / Soweso
The Armaberokay – The Hype (Marc Schneider + Ralf Schmidt Remix) / Einmaleins
Solomun & Stiming – Eiszauber / Diynamic
Technasia – Force / Technasia
Secret Cinema – Timeless / GEM Records
Sascha Dive – Black Panther (Don Melon’s Sure I Can remix) / Deepvibes

Smellið ykkur á www.WHATPEOPLEPLAY.com og náið í músík!

– Leópold Kristjánsson

SyrpuSyrpa #22

MCDEMotor City Drum Ensemble er einn af mínum uppáhalds próducerum þessa dagana, honum tekst að búa til deep house eins og allir aðrir eru að gera en samt einhvern veginn öðruvísi og ég mæli með að fólk tékki myspace-inu hjá kauða. Um daginn spilaði hann í New York á Sunday Best, settið hans þaðan má finna hér.

Íslandsvinurinn og „Stepnó“ kóngurinn Martyn gerði síðan mix fyrir síðuna Brainfeeder sem hefur fengið nafnið  „The Count’s Secret Planet“. Eins og búast má við er mixið  fjölbreytt og skemmtilegt eins og flest sem hann gerir. Í mixinu hoppar Martyn á milli hip hops og dubsteps og minnir mig semi á Essential mixið hjá Flying Lotus sem er án efa eitt af betri mixum síðari ára. Mixið má finna hér.

Síðustu viku setti plötusnúðatvíeikið Bypass svo nýtt mix á Soundcloudið sitt. Mixið er skemmtilega fjölbreytt fer frá Electro-i í Deep house og indi stöff. Skemmtilegt mix sem ég mæli með.