Linkum hér á nokkrar góðar plötusnúðasyrpur til þess að stytta manni stundir og létta manni lund. Garage dubstepparinn Sully gerði syrpu fyrir XLR8R hlaðvarpið, líkt og nýleg breiðskífa Sully þá brúar mixið bil á milli garage/dubstep tóna og juke tónlistarinnar, þétt, fjölbreytt og áhugaverð syrpa. Fyrst við minnumst á fjölbreyttar syrpur er rétt að benda á Essential Mix íslandsvinarins James Blake en þar gætir ýmissa grasa svo ekki sé meira sagt.
Fyrir þá sem vilja bara alvöru techno má linka á Cosmin TRG kaflann í RA hlaðvarpinu. Að lokum viljum við vekja athygli á mixunum úr nýjum útvarpsþætti Mary Anne Hobbs en stúlkan sú er ansi lunkin við að fá hæfileikaríkt fólk í heimsókn. Endilega mælið með syrpum í athugasemdunum ef þið lumið á einhverjum góðum.