Greinasafn fyrir merki: Mary Anne Hobbs

Syrpu Syrpa

Linkum hér á nokkrar góðar plötusnúðasyrpur til þess að stytta manni stundir og létta manni lund. Garage dubstepparinn Sully gerði syrpu fyrir XLR8R hlaðvarpið, líkt og nýleg breiðskífa Sully þá brúar mixið bil á milli garage/dubstep tóna og juke tónlistarinnar, þétt, fjölbreytt og áhugaverð syrpa. Fyrst við minnumst á fjölbreyttar syrpur er rétt að benda á Essential Mix íslandsvinarins James Blake en þar gætir ýmissa grasa svo ekki sé meira sagt.

Fyrir þá sem vilja bara alvöru techno má linka á Cosmin TRG kaflann í RA hlaðvarpinu. Að lokum viljum við vekja athygli á mixunum úr nýjum útvarpsþætti Mary Anne Hobbs en stúlkan sú er ansi lunkin við að fá hæfileikaríkt fólk í heimsókn. Endilega mælið með syrpum í athugasemdunum ef þið lumið á einhverjum góðum.

Syrpu Syrpa #3

Alltaf er nóg til af plötusnúðum að setja saman syrpur og henda þeim á veraldarvefinn!

Hinn finnski Fanu henti í eitt heitt drum & bass mix, soldið í þeim drumfunk stíl sem hann er þekktur fyrir.

Mary Anne Hobbs fékk dubsteppandi Bristolbúa í heimsókn í hljóðver Radio 1, á eftir að tjekka á þessu en nöfnin sem koma við sögu eru nóg til þess að fullvissa mig um að þetta sé killer þáttur. Svo er tónlistarleg arfleifð Bristol langt frá því að vera ómerkileg. (MP3 download hér)

Fyrir þá eru að leita af gömlu og góðu má finna safn af gömlum WBMX syrpum frá 9. áratugnum hér. WBMX er útvarpsstöð í Chicago sem var meðal annars heimili hins goðsagnakennda mix þáttar Hot Mix Five og átti stóran þátt í uppgangi house tónlistarinnar. Fleiri mix af þessu tagi auk ýmis konar danstónlistar sagnfræði má svo finna á hinni stórskemmtilegu Deephousepage.com.

Þá komst ég loks í það að hlusta á settið sem Scuba gerði fyrir XLR8R, skemmtileg syrpa. Remixin af breiðskífunni hans sem eru að koma út þessa dagana eru líka alveg frábær, sýna hversu fjölbreytt og skemmtilegt dubsteppið er þessa dagana.

Að lokum ætla ég að plögga sjálfan mig og mixið sem ég gerði fyrir PZ í síðustu viku, það má finna hér og tracklisti er hér.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook