Greinasafn fyrir merki: mothership

Italoboyz með stóra plötu á Mothership

Í september munu tjalladúóið Italoboyz senda frá sér sína fyrstu breiðskífu. Platan mun heita BlaBlaBla og kemur út á San Francisco leibelinu Mothership (Claude VonStroke). Claude VonStroke gaf á sínum tíma út fyrstu smáskífu strákanna (Viktor Casanova) en þeir hafa sömuleiðis verið á leibelum á borð við Treibstoff og Trapez. Að sögn verður platan fjölbreytt blanda Technotónlistar við Jazz, Tango og Óperur. Lagalistinn er eftirfarandi:

1. Where is London?
2. Taka Taka Tashhh
3. Chinese
4. Edo Breiss
5. Techno Tower
6. L’anagramme
7. Bahia
8. Oh Mio Dio
9. The Pink Unicorn

italoboyz_0811

Catz N’ Dogz / 3 Channels

Langaði að henda inn örstuttri færslu og mæla með þessum strákum. Þeir eru tveir, pólskir og gera mjög fínt HouseTechnoMinimal. Fyrsta LP platan þeirra Stars of the Zoo kom út á Mothership útgáfufyrirtæki Claude Von Stroke nú nýverið og hér er hægt að sækja um tveggja mánaða gamalt sett frá þeim. Svaka grúví.

www.myspace.com/3channels

Leópold Kristjánsson