Greinasafn fyrir merki: mp3

Alþjóðlegi Plötubúðadagurinn (og plötubúða pælingar)

Á morgun verður Alþjóðlegi Plötubúðadagurinn haldinn hátíðlegur í 4. skipti, en eins og nafnið bendir til er þessi dagur tileinkaður óháðum plötubúðum og þeirri menningu sem í kringum þær ríkir.  Hér á litla Íslandi halda verslanirnar Havarí, Bankastræti og Lucky Records, Hverfisgötu upp á þennan dag með tónlistartengdri dagskrá ýmis konar. DansiDans hvetur fólk til þess að líta við, gera sér glaðan dag og jafnvel að versla sér smá músík í fýsísku formi.


Annars er umræða um stöðu og framtíð plötubúða svo margtugginn í fjölmiðlum, spjallborðum og bloggum og maður veit ekki hversu miklu maður hefur við að bæta. Sjálfur sakna ég almennilegrar plötubúðar helgaðari raf- og danstónlist í Reykjavík en held að það sé engan veginn rekstrargrundvöllur fyrir neitt slíkt (þ.e. búð sem höfðar til plötusnúða og tekur reglulega inn nýjar sendingar af vínyl).

Held almennt að viðskipti muni færast meir og meir á netið.  Enn sér ekki fyrir endann á þeirri grisjun sem fer fram í plötubúðaflórunni, þær búðir sem munu lifa af eru stóru vöruhúsin (t.d. Juno og Chemical), sérhæfðari verslanir (t.d. Boomkat) og svo goðsagnakenndar stórborgaverslanir á borð við Hardwax, Black Market og Vinyl Junkies. Litla, vinalega plötubúðin (sem sérhæfir sig í plötusölu, en er ekki með það on the side við klippingar eða café au lait) í minni borgum mun á flestum stöðum hverfa á braut. Hins vegar verður eflaust alltaf ágætis bisness á Ebay, Discogs og í 2nd hand búðunum.

p.s. með þetta allt saman í huga er hér skemmtilegur leikur sem kom upp í spjalli um daginn, þegar maður hlýðir á plötusnúð á skemmtistað getur verið gaman að spyrja sjálfan sig „hefði þessi snúður keypt þetta lag á vínyl í Þrumunni?“.

Weirdcore með nýja safnskífu

Biogen, Tanya og félagar hjá Weirdcore bjóða upp á skemmtilega jólagjöf á vefsíðu sinni, fyrirtaks mpfrír safnskífu með íslenskri raftónlist. Meðal listamanna sem koma við sögu má nefna Yagya, Steve Sampling, Ruxpin, Hypno, Einum Of, Biogen og Skurken.

Tvær skemmtilegar umræður

innervisions

Á vefsíðu Innervisions er að finna spjallborð sem innheldur of skemmtilega pósta. Mér datt í hug að benda á tvo pósta til þess að skapa smá umræðu. En umræðurnar á spjallinu er líka skemmtileg lesning og gaman að sjá hvernig Dixon, Frank(Ame) og Kristian(Ame) taka þátt og hver skoðunn þeirra er, á þessum málum.

Fyrri umræðan fjallar um hið klassíska mál mp3 vs. vinyl, en það koma fram ýmis skemmtilega sjónarhorn, sem ég hafði ekki pælt mikið í áður. Umræðuna má nálgast hér.

Seinni umræðan er að vísu svolítið gömul en á að engu síður vð í dag. En eftir að Ame sló í gegn með laginu Rej myndaðist einskonar deep house æði og hvert rej wannabe lagið kom út á fætur öðru. Ég vil meina að þetta æði eigi ennþá stað í dag, eða allavega virðist koma svo mikið út af deep house sem er svo ófjölbreytt að maður er hættur að þekkja lögin í sundur. Umræðuna má nálgast hér.

Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst um þessi mál.

Where’s my moneymaster (Erlendar skuldir óreiðumanna Mix)

Einhver prakkari hefur tekið sig til og smellt saman í breskt-íslenskt mashup í tilefni Icesave samninganna. Í laginu „Where’s my moneymaster (Erlendar skuldir óreiðumanna Mix)“ er skeitt saman tónum og tali frá TC & Caspa, Ghostigital & GusGus og Davíði Oddssyni. MP3 fæll af herlegheitunum gengur nú eins og eldur í sinu um veraldarvefinn, DansiDans kann að meta svona grín og smellum við því hlekk á mp3 af herlegheitunum í fullum gæðum.

Áhrif MP3 Væðingarinnar á plötusnúða

Þegar litið er tilbaka held ég að árin 2001-2002 verði að teljast vera stafræn-tímamót plötusnúðasögunnar. Á þeim árum rötuðu cdj-1000 spilari Pioneer og Final Scratch kerfi Stanton fyrst á almennan markað og það var fyrst þá sem vínylinn og sl-1200 spilarar Technics fundu fyrir raunverulegri samkeppni. Þótt ótal margt annað spili auðvitað inn í hefur þróunin allar götur síðan verið á einn veg, plötusnúðar hafa í stórum stíl yfirgefið hliðræna afspilunartækni (vínyl) og tekið stafræna tækni upp á sína arma.

Viðfangsefni þessarar færslu er þó ekki sagnfræðileg yfirferð á verkfærum plötusnúðsins. Enn síður er það ætlunin að opna á margræddar, umdeildar og þreyttar umræður um siðferði, fjármál, hljómgæði og allt það. Heldur langar mig að velta upp spurningum um annars konar gæði. Gæði plötusnúðana sjálfra og settana sem þeir spila.

Ef við sleppum öllum vangaveltum um hvað er praktískt og hentugt, hvað er töff, hvað er ódýrt/dýrt, hvað er rétt/rangt og þar fram eftir götunum. Þá stendur eftir spurningin um hvort tækninýjungar síðusta áratugs hafa gert plötusnúða betri? Setja þeir saman skemmtilegri syrpur? Spila þeir betri tónlist? Tengja þeir tónlistina saman á nýja vegu? Nýta þeir tæknina til þess að gera eitthvað sem þeir gátu ekki gert áður?

Ég er nefnilega ekkert viss um að svo sé. Dettur allavega ekki neinn tiltekinn plötusnúður í hug sem mér finnst hafa orðið marktækt betri eftir að hafa digitæsað sig.

Nú eru til vefverslanir með ótrúlegt framboð af tónlist sem nær marga áratugi aftur í tíman. Það hefur aldrei verið auðveldara að velja úr tónlist úr öllum áttum, tengja hana saman á nýjan og persónulegan hátt og búa sér til einstakt sánd. En samt finnst manni eins og stafrænum snúðum fylgi alltaf ákveðið “því nýrra því betra” viðhorf og topp-20 hugsunarhátturinn er svo ríkjandi að allir hljóma orðið eins. Í það minnsta finnst mér þeir snúðar sem hafa einstakan stíl, sem byggir á sögulegri þekkingu og ástríðu, oftar en ekki teygja sig í gamlar plötutöskur frekar en að skrolla í gegnum Serato eða blaða í cd möppu.

Hvað varðar það að nýta tæknina til þess að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað en hægt var að gera með tveimur tólf tommum og mixer, finnst mér snúðar samtímans ekki heldur vera að nýta möguleikana til fullnustu. Ableton Live er t.d. frábært forrit en oftar en er allt of oft notað í steingelda læf-spilamennsku eða í leiðinlegt mash-up rúnk sem höfðar bara til unglinga með athyglisbrest. Sömu sögu má segja um Traktor, sem manni finnst eins og fólk fjárfesti í af því að það nennir ekki að beatmixa lengur.

Þrátt fyrir að þetta hljómi soldið svartsýnt er ég reyndar ekkert á því að plötusnúðar hafi orðið verri á síðustu árum heldur. Það voru til leiðinda snúðar sem kunnu ekkert að mixa áður en cdj’ar og mp3 fælar komu til sögunnar. Það sem er meira að angra mig er að mér finnst fólk vera að lofa tæknina á röngum forsendum. Það er talað hástemmt um möguleika sem enginn er að nýta til fullnustu eða vinna úr almennilega (ekki hingað til allavega). Hvað finnst ykkur?

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Meira P Diddy

Fór að leita að 2 Many DJ’s Essential Mixi frá 2005 eftir að hafa lesið síðustu færslu, skemmtilegt mix en sérstaklega minnistætt fyrir accapellu frá Puffy. Alger klassík þar sem kauði ruglar mjög samhengislaust um ást, plötusnúða sem spila 20 mínútna útgáfur af lögum, “the after hours spots” og sitt lítið fleira. Erfitt að lýsa þessu tjekkið bara á mp3 af þessu hér. Þessi ástríða hans fyrir “20 minute versions” útskýrir kannski afhverju hann er að hanga með Villalobos?

If you going to be out that late you might as well be doing something…

Fáránlega gott stuff! Annars soldið forvitnilegt að þegar ég fór að gúgla og leita af þessu mixi þá rakst ég fyrst á upptöku frá því að mixið var endurspilað sem “classic essential mix”, Annie Mac er að kynna í staðinn fyrir Pete Tong og viti menn á þeirri útgáfu er búið að klippa Puffy út! Hrikaleg ritskoðun og gerir mixið mun verra (svona fyrir utan það hvað þetta mashup dæmi er þreytt árið 2008). Ég þurfti að nota alla mína interwebs skills í að finna upphaflegu útgáfuna frá 2005 og grafa upp þessi gullkorn frá Sean “P Diddy” “Puffy” “Puff Daddy” Combs.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Soundcloud

SoundCloud er frekar sniðugt dæmi fyrir hljómsveitir, tónlistarmenn, pródúsera og plötusnúða. Videoið útskýrir það allt saman miklu betur en ég gæti gert í orðum (allavega miklu betur en ég nenni að gera…). Þar að auki virðast SoundCloud menn vera komnir með góðan notendahóp, bæði frægir og virtir listamenn sem og upprennandi hæfileikafólk, en öflugur hópur notenda er sennilega eitt það mikilvægasta sem web 2.0 batterý á borð við SoundCloud. Getur verið með bestu social web hugmynd í heimi en ef þú ert bara með fjóra óvirka notendur er ekkert varið í síðuna þína. Bisness hliðin er einnig mikilvæg, veit ekki hvernig þeir ætla að láta það ganga upp en óska þeim alls hins besta…

Meðal þeirra listamanna sem ég hef rekist á þarna má nefna Martsman, Philip Sherburne, Pheek, D-Bridge, Domu og fleiri og fleiri. Svo eru Jazzanova með remix keppni þarna líka. Sneddí konsept sjáum hvernig þetta þróast.
Skráði svo dansidans þarna inn, ef þú ert með lag eða dj sett sem þú vilt koma á framfæri geturðu einfaldlega smellt því í dropboxið okkar (sjá einnig link hér til hægri).

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Zero Inch með frípíþrís

Veit ekki með ykkur en ég er í meðvituðu átaki gegn þeim yfirburðum sem Beatport hefur á mp3 markaðinum. Þeir tróna yfir þessum markaði eins og einráður en eru ekki einu sinni með bestu verðin né þægilegasta viðmótið, reyndar eru þeir með langmesta úrvalið en það þýðir líka mikið af drasli sem maður þarf að fara í gegnum! Er að reyna að versla sem mest við aðrar búðir, til dæmis Dancetracks, What People Play, Bleep, Kompakt og Zero Inch (svona fyrir utan það að ég reyni líka að versla ennþá vínyl á þessum síðustu og verstu).

En svo ég komi mér að umfjöllunarefni þessarar færslu þá eru þeir síðastnefndu, Zero Inch, með hressandi kynningarátak út desember mánuð. Ætla að gefa eitt lag á hverjum degi út mánuðinn, eiga þessi lög að vera brot af því besta frá árinu sem er að enda komið. Missti persónulega af fyrstu tveim  (Andy Vaz lagið er geðveikt!) en núna er ég á refresh takkanum á hverjum degi, maður hatar ekki fríkeypis stuff!

p.s. skemmtileg þessi „cities“ pæling hjá þeim líka. Pineapple að reppa Ísland.