Greinasafn fyrir merki: Nightshock

Helgin 4.-7. Desember

200811141616330

Tilvalið er að byrja helgina á með því að mæta á Breakbeat.is-kvöld á 22 í kvöld. Þar mun fastasnúðurinn Ewok koma fram ásamt Bjögga Nightshock sem hefur verið tíður gestasnúður hjá Breakbeat.is undanfarinn misseri, en plötusnúðurinn Árni mun hefja kvöldið á léttum breakbeat tónum.


Addi Intro
ætlar að fagna útgáfu nýrrar plötu, Tivoli Chillout, á Prikinu á föstudaginn. Verður eflaust gott partý, enda Addi smekkmaður mikill og að gera mjög skemmtilegt stöff þessa dagana.

Á laugardaginn eru PZ með Dansa Meira kvöld á Hverfisbarnum af öllum stöðum. Már & Nielsen og Tommi White með house partý, ætla víst líka að gefa eintök af dansa meira disknum.

Breakbeat.is snúðurinn Kalli (sem einnig er einn umsjónarmanna þessarar síðu) fer svo einhvern vegin að því að spila í Party Zone um helgina þó hann sé staddur í Hollandi. Hann mun að öllum líkindum þó skilja breakbeatið eftir heima í Hollandi og taka house/techno sett í þættinum, en eins og áskrifendur podcastsins hans ættu að vita, þá hefur hann verið að daðra við 4/4 danstónlistina undanfarið. Því má örugglega búast við skemmtilegu og fjölbreyttu setti frá honum næstkomandi laugardag.

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)