Greinasafn fyrir merki: Panasonic

Technics Sl 1200 R.I.P

Skv. fréttasíðunni www.inthemix.com ætla Panasonic að hætta framleiðslu á Technics Sl 1200 og 1210 í febrúar á næsta ári. Þetta þykjar mér leiðinlegar fréttir þar sem spilararnir hafa gengt mikilvægu hlutverki í tónlist í langan tíma. Spilararnir sem fyrst vory kynntir til sögunnar 1972  og hafa síðan þá verið „the industry standard“ fyrir alla plötusnúða. Þó að fyrirtæki eins og Vestax og Numark hafi komið með fjöldann allan af seguldrifnum spilurum með endalaust mörgum misgáfulegum  fídusum hefur þeim ekki tekist að velta Sl spilurunum úr sessi.

Eigendur slíkra spilara þurfa þó ekki að örvænta því Sl´arnir eru þekktir fyrir að vera stálið og eiga að virkar rosalega lengi. Spurningin er samt hvað gerist, hvort að einhver önnur tegund taki við eða fólk fari bara að skipta þeim út fyrir  geislaspilar. Eitt er þó víst að notuðu spilararni munu rjúka í verði og er fólk farið að hamstra þeim.