Greinasafn fyrir merki: Party Zone

Party Zone leitar af garðveisluplötusnúð ársins 2010

Dansþáttur þjóðarinnar stendur nú fyrir keppni þar sem sigurvegarinn verður krýndur garðveisluplötusnúður ársins 2010. Til að taka þátt í keppninni þarf einfaldlega að senda þeim mix fyrir 10 júni ,dómnefnd mun síðan gefa settunum einkunn. Dj settið þarf að hafa nafn og er frumleg nafngift eitthvað sem hjálpar.

Skv. Party Zone hefur stór hluti af landsliði plötusnúða tilkynnt þáttöku sína og má meðal annars nefna Jónfrí, Andrés og Alfons X. Fyrsti settið er komið í hús og það er plötusnúður Útursnúður sem á bakvið það. Mixið hans er hægt nálgast hér og fleirri upplýsingar um keppnina hér.

SyrpuSyrpa # 18 Party Zone special

mynd_0125564

Þeir Helgi Már og Kristján Helgi hafa staðið fyrir Dansþætti þjóðarinnar í tæp 20 ár. Á þessum tíma hefur þátturinn spilað stórt hlutverk í íslensku senunni og hafa þeir félagar einnig verið duglegir að halda danstengda viðburði.

Ég byrjaði að hlusta á danstónlist árið 2004 og var mér þá bent á Party Zone. Síðan  hef ég reynt að vera duglegur að fylgjast með og hlusta á þáttinn. Ég á mér nokkra uppáhalds þætti og ætla að benda á þá í þessari færslu.

Party Zone  all time top 40
1.nóv 2003

Þessi þáttur kom mér í kynni við alveg æðisleg lög. Enda var listi með 40 bestu danslögum allra tíma frumfluttur í þættinum. Ég kynntist lögum eins og Good Love, Muzik X-press, Gypsy Woman, Purple (lang besta lag GusGus), Red one og All night Long. Listan er hægt að sjá hér og þáttinn má ná í  hér. Mæli sérstaklega með að þeir sem þekkja aðeins nýmóðins teknó hlusti á þennan þátt, skemmtileg sögukennsla.

Tommi White Party Zone
5.mars 2005

Alveg síðan ég byrjaði að hlusta á danstónlist, hef ég  verið mikill aðdáandi Tomma White. Paradise var ein af fyrstu plötunum sem ég keypti mér og ég hlustaði á eitthvað Kahlúa mix eftir hann í gríð og erg. Ég man sérstaklega eftir þessum þætti vegna þess að ég fílaði settið hans svo vel. Þáttinn má nálgast hér.

Party Zone 1995 special
15.apríl 2006

Þeir félagar stóðu fyrir könnun um hvaða þema þeir ættu að velja fyrir þema þáttin sinn og varð 95 fyrir valinu, enda oft talað um að 95 hafi verið árið sem senan ,,peakaði“ á Íslandi. Þátturinn er fullur að klassikerum frá þessu ári og hægt er að nálgast hann hér.

Party Zone Old skúl house
22.mars 2008

Þema-ið var tónlist frá árunum 84-91  eins og Acid House, Italo og Chicago House. Dj Shaft  var gestur í þættinum og lög eins og Big fun voru spiluð. Þáttinn má nálgast hér.

Árslisti Party Zone 2008

31.janúar 2008

Ég var einstaklega ánægður með þennan lista. Nokkur lög af mínum lista rötuðu þarna inn og var listinn almennt skemmtilegri og fjölbreyttari en hann hafði verið áður, minna af proggi og electroi sem hafði einkennt lista fyrri ára. Árslistapartýið var síðan mjög skemmtilegt. Þáttinn má nálgast hér og listan sjálfan hér.

Auðvitað mætti lengi telja til frábæra þætti og mp3 safn PZ.is spannar svo ekki alla sögu þáttarins (þeir Party Zone piltar hafa gefið því undir fótinn nýlega að setja gamlar spólur á stafrænt form, það væri frábært framtak!). Endilega bendið á ykkar uppáhalds þætti í athugasemdum.

Magnús Felix |magnusfelix@gmail.com

PZ á morgun

Þemaþáttur hjá Dansþætti Þjóðarinnar á morgun sem hljómar nokkuð spennó. Í fréttabréfi þeirra PZ manna segir:

Eins og oft áður að þá bjóðum við upp á þemaþátt á laugardagskvöldið um páskahelgina.

Í þetta skiptið ætlum við að rifja upp upphafsár þáttarins, árið 1990, og spila lög sem að við vorum að spila í þættinum á þeim tíma. Við munum rifja upp árslistann fyrir það ár sem að var æði skrautlegur en sum af lögunum frá þessum tíma hafa elst frekar illa svo vægt sé til orða tekið. Við heyrum í flytjendum eins Adamski, Snap, The KLF, Guru Josh, Lil Louis, D Mob, Technotronic, Primal Scream, 808 State, Happy Mondays og mörgum mörgum fleirum.

Flott pæling hjá Kristjáni og Helga, í beinni Rás 2 annað kvöld og svo væntanlega í podcastinu þeirra sem er skylduáskrift fyrir íslenska danstónlistarunendur – www.pz.is

Helgin 20.-22. febrúar

Mikið af skemmtilegu dóti að gerast um helgina.

.mynd_0527633

Fyrst og fremst ber að minnast á kvöld sem  Party Zone og TFA eru að halda á NASA á laugardaginn með þýska technoboltanum Stephan Bodzin. Ég mætti þegar hann spilaði hérna síðast, skemmti mér konunglega og mæli því hiklaust með því að fólk kíki á þetta. Ásamt Bodzin mun íslenski tónlistarmaðurinn Oculus spila live sett og plötusnúðarnir Karius & Baktus, Hjalti Casanova og Biggi Veira snúa skífum. Veit samt einhver hvort Bodzin verði live eða með dj sett?

Fyrir þá sem ekki langar á Bodzin en langar samt að dansa, mæli ég með því að kíkja á Cultura þar sem Jón Atli ætlar að spila nýtt deep house, býst við að það verði gott stöff..

..

someoneels

Á föstudaginn eru Someone Else að halda partý á Jacobssen. Karius & Baktus verða bakvið spilarana ásamt Mr Shaft. Þannig að búast má við pumpandi húsi í bland við latin minimal á Jacobssen sem er án efa einn mest spennandi staðurinn í Reykjavík núna. Eftir að hafa kíkt þarna á árslistakvöld Party Zone er ég spenntur að sjá hvernig rætist úr þessum stað.

Sama kvöld er Maggi nokkur Lego að spila á nýja skemmtistaðnum Kafka áður þekktur sem 22. Maggi Lego setti upp síðu á facebook þar sem hægt er að nálgast mixin hans og finnst undirrituðum þau alveg frábær. Kafka virðist ætla að taka svipaða stefnu og Barinn gerði hérna áður fyrr og eru það mjög góðar fréttir, ég held að ég hafi ekki verið einn um það að verða fyrir vonbrigðum þegar Barinn hætti.

Einnig er vert að taka fram að einn af kröftugustu hip hop snúðum klakans Addi Intro verður bakvið spilarana á Prikinu á föstudaginn.

Magnús Felix//magnusfelix@gmail.com

Helgin 30.janúar – 1.febrúar

mynd_0514812

 

Það er nátturulega einn hlutur sem stendur uppúr þessa helgina en það er Árslistakvöld Party Zone, en á laugardaginn milli 19:30 og 24 munu þeir Helgi Már og Kristján Helgi munu fara yfir 40 bestu lög ársins. Síðan verður haldið partý á Jacobsen sem opnaði síðustu helgi og lofar góðu.Belgíska dúóið Aeroplane verða aðalnúmer kvöldsins en Andrés Nielsen, Fjordfunk og FKNHNDSM munu einnig vera bakvið spilarana.Meiri upplýsingar um árslistakvöldið má finna hér.Einnig hefur heyrt að Aeroplane muni spila á Kaffibarnum í kvöld.

Ekkert annað virðist vera um að vera um helgina í danstónlistinn en ef þið vitið  um eitthvað endilega commentið eða sendið okkur póst á dansidans@dansidans.com

 

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine :  :  : TailRank : post to facebook

Árslistar

Næsta laugardag kynnir Party Zone árslistan sinn fyrir árið 2008. Vegna valkvíða og skorts á tíma hef ég ákveðið að velja aðeins topp 15, ég ætla að birta hann hér ásamt stuttum umfjöllunum um hvert lag.

15.Fabrice Lig – Evolutionism
14.Hugo(Italy) – The Sloop
13.Audiofly X,Amelie – Move
12.Moodyman – Freaky MF
11.Mixworks – Berlin Dub

10.Soundstream – Dance with me
2008 var eiginlega svona comeback ár fyrir diskóið. Fleirri og fleirri diskó mix urðu til og hljómsveitir eins og Hercules and Love Affair komu fram á sjónarsviðið. Lagið Dance with me er diskólag sem Soundstream hefur tekið og pumpað það aðeins upp, hörkulag mæli með því

9.Sebo K – Diva
Þetta lag kom út í haust og gerði allt vitlaust. Er ennþá á topp 50 listanum hjá Resident Advisor sem er birtur mánaðarlega. Hrokinn í mér fyrir ,,the hype“ hafði þau áhrif að það tók mig mjög langan tíma að byrja að fíla það.Heyrði það fyrst í mixi frá Motorcitysoul og fílaði það ekki, síðan í mixi frá Margeiri og var enn á sömu skoðun, það ver ekki fyrr en í mixi frá Jónfrí að ég loksins náði því hvað þetta var gott lag.

8.Stimming – Una Pena

Stimming ásamt félaga sínum Solomun átti besta lag ársins 2007 að mínu mati. Árið 2008 var gott ár fyrir Stimming þar sem hann mokaðu út góðum lögum. Besta lagið hans að mínu mati er Una Pena sem hluti af þessu ,,höfum spænska vocala í lögunum okkar“ trendi sem virtist endast í svona viku.

7.Loco Dice – Pimp Jackson is talking now!

Loco Dice gaf ú plötun 7 Dunham Place á árinu sem er hin fínasta. Á henni er meðal annars lagið Pimp Jackson is talkin now! Pumpandi bassi og semi ghetto fílingur í þessu. Lagið er án efa eitt af fyndnari lögum ársins þar sem Pimp Jackson er hellaður á því, örugglega geðveikt að hanga með honum.

6.Ricardo Villalobos – Enfants

Langt, steikt og geðveikt, þessi orð eiga við um flest allt sem Ricardo gerir þessa dagana. Sé rosalega eftir því að hafa gefið mitt eintak frá mér.

5.Christian Burkhardt – Phay Boom

Heyrði þetta fyrst í mixi frá Sascha Dive, fílaði það og leitaði að því í 3 mánuði. Síðan komst ég að því að þetta hafði ekki verið gefið út. Stend sjálfan mig stundum að því að vera að syngja með, sem er mjög skrítið. Það er samt bara svo gaman að gera fay og svo búm, fey fey fey og búm.

4.Tim Green – Revox Justin Martin Remix

Stærsta útgáfa ársins hjá hinum unga og efnilega Tim Green eða TG. Rosalega týpiskt Dirtybird lag. Fyndin og dansvæn laglína yfir góðum trommum, hvað þarf meira til? Fílaði ekki orignalinn nógu vel, Richtie Hawtin gerði það en hann fílaði líka þessa hugmynd svo hann er ekki marktækur.

3.Audion -Billy says go

Matthew Dear a.k.a Audion býr til ótrúlegar bassatrommur.

2.Dj Koze – I want to sleep

Það er í lagi að hafa sömu loopuna í gangi í 10 min ef hún er nógu góð. Hefur einhver heyrt/spilað þetta á íslensku dansgólfi. Mæli með að fólk skoði myspacið hans Koze.

1.Johnny D -Orbitallife

Ekki hægt að hlusta á þetta lag og finnast maður vera ósmart. Jafnvel þó maður sé í engu nema sokkum og hvítum bol. Þessi vocall (sem minnir mig skugglega á BÓ) er bara of smart.  Ég dansaði við þetta í allt sumar og dansa enn þegar ég heyri það.

Endilega póstið listunum ykkar og spám í athugasemdadálkinn.

-Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Árslisti PZ – Pælingar

Party Zone piltarnir komnir á fullt í sínum árslista undirbúning og taka á móti árslistum hlustenda á pz@ruv.is. Ætla að setja hér niður nokkrar pælingar  tengdar listanum  en geri svo kannski tilraun til þess að púsla saman mínum árslista og smella honum inn síðar.

Skilst að þetta sé í 19. sinn sem þeir taka saman árslista, sem er afrek í sjálfu sér. Í þessum þræði hér koma upp nokkrar pælingar sem er skemmtilegt að gefa nokkurn gaum. Ég held að það sé enginn vafi um það að plötusnúðar landsins hafa orðið fjölbreyttari á árunum, þeir ná yfir víðara svið tónlistar og “plötutöskur” þeirra eiga minna og minna sameiginlegt með hverjum árslistanum sem líður (plötutöskur=geisladiskamöppur=harðir diskar).

Mér finnst pz reyndar standa sig mjög vel og fjalla um mjög vítt og breytt svið en hafa samt ákveðið sánd/stefnu. Þrátt fyrir það er fáránlegt að ætla að allir sjái samsvörun með sínum smekk og sínu “atkvæði” í 40 laga lista. Satt best að segja finnst mér “afhverju var lag x ekki á listanum / ég trúi ekki að y hafi ekki komist inn” umræður alltaf mjög fyndnar. Þetta er skiljanlegt þegar fólk er að benda á lög sem þeim fannst heima á listanum en hlægilegt þegar fólk vill meina að vöntun á lagi x/y/z geri listan minna gjaldgengan. Því þetta eru bara listar, byggðir á mati þeirra sem setja þá saman og tilraun þeirra til þess að endurspegla ákveðið tímabil. (innskot: ég varð frekar hissa þegar Archangel með Burial komst ekki á blað í fyrra, mitt topplag, en ég fór ekki að væla yfir því!)

Þessi fjölbreytti smekkur gerir það líka að verkum að það er erfiðara að spá fyrir um listan. Stundum eru samt lög sem höfða til svo margra að það er næstum víst að þau tróni á toppnum, sbr “Moss” í fyrra, “In White Rooms” 2006 og “Drop the Pressure” 2004 (og “Stardust”, “Throw”  og “I Got the Power” back in the day ábyggilega líka, ef út í það er farið). Mér finnst hins vegar ekkert þannig lag hafa komið fram í ár. Er það? Kannski eru topplögin bara alltaf augljós svona eftir á að hyggja.

Einhverjir hafa nefnt Joris Voorn remixið af Dark Flower Robert Babicz en ég kaupi það ekki að svona hart lag rati inn á lista nógu margra til þess að ná á toppinn. “Orbitalife” með Johnny D hefði ég spáð góðu gengi en mér fannst það aldrei detta inn á Íslandi jafn mikið og maður hefði búist við. Sis kom sterkur inn með “Trompeta” sem gæti slegið í gegn en er samt soldið mikið gimmick. Hercules & Love Affaire eru líka líkleg til þess að láta til sín taka. Svo kæmi mér ekki á óvart ef Aeroplane, sem eru aðalaktið á árslistakvöldinu, verði ofarlega. Hef heyrt mikið um þá en ekkert með þeim, mikið hæp í gangi.

Ef við svo aftur á móti förum í það sem ég myndi vilja sjá á lista og það sem árið 2008 stendur fyrir í mínum augum get ég romsað upp úr mér mörgun titlum. Ekki raunsætt að þetta skili sér í stórum stíl inn á pz listan en þó eru þarna ökt sem margir gætu haft gaman af, kannski skilar það sér eitthvað…

Í house og techno tónum myndi ég benda á Shed breiðskífuna og singla, Oslo labelið og þá kannski sérstaklega Guillaume & Coutu Dumonts, Ricardo Villalobos, Luciano og Cadenza, Kenny Larkin, Dave Aju og Circus Company, Noze og dOP svo eitthvað sé nefnt.

Dubstep og “wonky” finnst mér að ætti að eiga einhverja fulltrúa á svona lista og myndi ég vilja sjá Flying Lotus, Martyn og Rustie koma fyrir, Hyperdub útgáfan hans Kode9 átti frábært ár, Zomby, Ikonika, Samiyam og Kode9 sjálfur með skemmtilegar skífur, Hessle Audio crewið var með marga slagara, Ramadanman og Pangea að gera það gott.

Í drum & bass geiranum hefur þetta verið soldið breiðskífu ár, Calibre, dBridge breiðskífurnar standa uppúr ásamt Dat Music safnskífunni. Instra:Mental tvímælalaust að gera mjög spennandi hluti en einnig mætti telja til dót frá Alix Perez, Sabre, Lynx, Martsman, Marcus Intalex og Commix.

Líklegast er náttúrulega að 4/4 dót og indie-dans tónar taki bróðurpartinn af listanum enda eru það þær stefnur sem Party Zone tengist hvað sterkast og fyrir aðra geira eru aðrir listar og önnur ársuppgjör. Stemmningin er samt alltaf hvað skemmtilegust í kringum Party Zone listan, mjög skemmtileg samkennd í kringum þessa „ævafornu“ hefð. Ég mun allavega fylgjast með Dansþætti Þjóðarinnar þann 31. janúar næstkomandi.

-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Helgin 4.-7. Desember

200811141616330

Tilvalið er að byrja helgina á með því að mæta á Breakbeat.is-kvöld á 22 í kvöld. Þar mun fastasnúðurinn Ewok koma fram ásamt Bjögga Nightshock sem hefur verið tíður gestasnúður hjá Breakbeat.is undanfarinn misseri, en plötusnúðurinn Árni mun hefja kvöldið á léttum breakbeat tónum.


Addi Intro
ætlar að fagna útgáfu nýrrar plötu, Tivoli Chillout, á Prikinu á föstudaginn. Verður eflaust gott partý, enda Addi smekkmaður mikill og að gera mjög skemmtilegt stöff þessa dagana.

Á laugardaginn eru PZ með Dansa Meira kvöld á Hverfisbarnum af öllum stöðum. Már & Nielsen og Tommi White með house partý, ætla víst líka að gefa eintök af dansa meira disknum.

Breakbeat.is snúðurinn Kalli (sem einnig er einn umsjónarmanna þessarar síðu) fer svo einhvern vegin að því að spila í Party Zone um helgina þó hann sé staddur í Hollandi. Hann mun að öllum líkindum þó skilja breakbeatið eftir heima í Hollandi og taka house/techno sett í þættinum, en eins og áskrifendur podcastsins hans ættu að vita, þá hefur hann verið að daðra við 4/4 danstónlistina undanfarið. Því má örugglega búast við skemmtilegu og fjölbreyttu setti frá honum næstkomandi laugardag.

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)

Helgin 28.-30. Nóvember

Reynt verður að mæla með atburðum hverja helgi, það er að segja ef við finnum eitthvað til að mæla með.

Jack Schidt spilar ásamt hinni þýsku Factory Girl á Kaffi Cultura annað kvöld.

nautshaus_unnin2

Gullkálfurinn Jack Schidt

Eins og flestir (ættu að) vita er Jack Schidt annað nafn yfir Margeir sem er einn af elstu og virtustu plötusnúðum landsins. Factory Girl veit ég svosem ekkert um, annað en það að hún er hjá sama booking agency og Margeir og Steed Lord. Því má örugglega búast við þrusukvöldi á Kultura sem virðist vera breyta um stefnu og verða einn af skemmtilegri skemmtistöðum borgarinnar.

Einnig mæli ég með að fólki hlusti á Party Zone á laugardagskvöldið. Gestasnúður þáttarins er enginn annar en Asli sem er búinn að lofa því að spila ,,neðanjarðar diskó perlur“, sem er góð tilbreyting frá ,,helvítis technoinu“.