Greinasafn fyrir merki: pdf

Tónlistartímaritið Muzik

Um daginn rakst ég á vefsíðu tónlistartímaritsins Muzik sem var gefið út á árunum 1995-2003. Ég á margar góðar minningar um Muzik, keypti svo til hvert tölublað á tímabili og höfðu greinar, skrif og gagnrýni þess mikil áhrif á mig. Muzik var ásamt Undirtónum og Knowledge ein helsta upplýsingaveita mín um nýja tónlist og gagnrýna umfjöllun um lífstílinn og menninguna sem tónlistinni fylgdi. Mér þótti Muzik alltaf á hærra plani en t.d. Mixmag (með myndir af berum stelpum og greinar um „how to get twatted in Ibiza“) og hafa skemmtilegri efnistök en DJ Mag. Það var einna helst Jockey Slut sem stóðst Muzik snúninginn að mínu mati en það var oft illfáanlegt í bókabúðum höfuðborgarinnar.

Muzik

Þessi tímaritskaup mín voru auðvitað fyrir tíma internetsins, en hún er margtugginn klisjan um hversu mikið internetið hefur breytt gangi mála. Ég minnist þess oft að lesa um lög eða plötur og reyna að gera mér í hugarlund hvernig þau hljómuðu útfrá lýsingum og myndum. Þegar maður svo komst yfir tónlistina í útvarpi eða Þrumunni löngu síðar var tónlistin auðvitað allt önnur en sú sem hafði ómað í ímyndun manns.

Ástæðan fyrir þessari færslu er annars sú að hægt er að ná í öll tölublöð Muzik á pdf formi á vefsíðu þeirra. Þannig er hægt að rifja upp gamla tíma eða kynnast þeim í fyrsta sinn. Það er allt öðruvísi að lesa samtímaheimildir heldur en að skoða fortíðina í gegnum nostalgíugleraugun góðu. Tímans tönn fer misvel með skrif Muzik manna, en það getur verið fróðlegt að skanna skrif þeirra um liðna tíma og gamlar hetjur. Mæli með því!

Create Digital Music gefur út blað

Tónlistarbloggsíðan www.createdigitalmusic.com var að gefa út blað.Blaðið í föstu formi kostar en hægt er að nálgast á fría pdf útgáfu af blaðinu á þessari slóð. Mæli sterklega með að þeir sem hafi áhuga á að búa til raftónlist kíkji á þetta, þar sem það er margt merkilegt í þessu.

cdmwinter_contents