Greinasafn fyrir merki: pioneer

Pioneer kynnir DJM 900 Nexus

Í síðustu viku kynntu Pioneer nýjan mixer sem ber nafnið DJM 900 Nexus og er uppfærsla af hinum fræga DJM 800. DJM 900 býður upp á helling af nýjum fídusum: 6 colour effectar meðal annars noise, gate compression, dub echo og space reverb, hægt er að stjórna Traktor Scratch  beint frá mixernum og hellingur af nýjun beat effects.

Ég er frekar spenntur fyrir þessum mixer, þó ég  sé alltaf frekar skeptískur á það að innleiða allt of mikið af dóti í dj set uppið sitt því ég tel mörk vera mikilvæg. Ég  er ekki viss um hvort það sé þörf fyrir alla þessa effecta(fólk fær vonandi einhvern tíma leið á white noise). Þó held ég að  gate compression sé  spennandi fídus og sömuleiðis x-pad controllerinn fyrir beat effectana.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Vörukynning í Tjarnabíó-i

Í dag munu allir helstu endursölu aðilar dj-tóla á Íslandi standa fyrir vörukynningu í Tjarnabío-i. Helstu plötusnúðar landsins munu sjá um að kynna vörur frá hinum ýmsu framleiðendum t.d  Pioneer , Numark og Allen & Heath.

Húsið opnar klukkan 16:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mæli með að fólk tékki t á þessu, en missi sig ekki í gleðinni, margt er óþarft þó það sé sniðugt.

Pioneer DJM-2000

Stutt græjurúnkara færsla, hafa væntanlega flestir heyrt af þessari græju núna en Pioneer menn eru líka komnir með video sem sýna gripinn in action.

Sjálfur er ég semi skeptískur á þennan mixer, er þetta ekki að verða komið gott? Eru Pioneer menn ekki bara að reyna að gera of mikið með einni græju? Finnst snertiskjárinn hafa full takmarkaða virkni en kannski er það bara spurning um hvernig maður notar hann. Vona einnig að sándið hjá þeim haldi áfram að batna. Verður í það minnsta gaman að fá að prufa þetta einhvern tíman á næstunni, bara spurning hvað herlegheitin muni kosta í íslenskum krónum…

Nýjir geislaspilarar frá Pioneer

Pioneer hafa svipt hulunni af tveimur nýjum cdj’um (hvað væri gott íslenskt orð fyrir þetta, plötusnúðageislaspilarar – pgs’ar ???), CDJ-2000 og CDJ-900. Sá fyrrnefndi er greinilega arftaki cdj-1000 mk 3 og ætli sá síðarnefndi sé ekki hugsaður sem ný útgáfa af cdj-800. Lítur allt saman voða vel út en satt best að segja var ég einhvern veginn að búast við meiri og afdrifaríkari breytingum og viðbótum.

Held að Pioneer vilji klárlega reyna að fá bita af þeim markaði sem timecode stýrður dj búnaður eins og Serato og Traktor hafa skapað, „Rekordbox“ hugbúnaðurinn eflaust tilraun til slíkrar innrásar. USB / MP3 spilara fídusinn og innbyggður browser (með stærri skjá) var löngu tímabær breyting og verður gaman að fá að prófa fílinginn í því þegar fram líða stundir. „Needle search“ virkar sem góður kostur, hafa eflaust fleiri en ég pirrað sig á því að spóla áfram annað hvort með því að halda inni tökkum eða að snúa jog hjólinu endalaust, reyndar spurning hvort þetta sé nokkuð eitthvað sem plötusnúðar eigi eftir að reka sig óvart í? Finnst að Pioneer menn hefðu mátt taka þennan loop fídus lengra og bæta við fleiri bpm tengdum effectum finnst þeir voru komnir í gang, tæknin er klárlega til staðar eins og djm 800 mixerinn sýnir.

Verður spennandi að sjá hvernig innreið þessarar tækja í bransann fer fram og sömuleiðis hver verður fyrsti íslenski plötusnúðurinn sem festir kaup á þetta. Sexy græjur en verðmiðinn eflaust eftir því.