Greinasafn fyrir merki: promotion

DJ Ævisögur

Síðustu misseri hefur promotion á partýum færst frá plakötum og flyer-um yfir á internet samskiptaborð á borð við Facebook, Myspace og Resident Advisor. Þessi þróun hefur valdið því að hægt er að miðla meiri upplýsingum um plötusnúða. Þar sem plássið á plakötunum og flyer-unum er takmarkað og aðeins var hægt að benda á nafnið á plötusnúðnum og útgáfum og partýum sem tengdust honum. Í dag er hinsvega hægt að sjá top 10 lista yfir útgáfur, viðtöl og svo kallaðar dj ævisögur (dj bios) þar sem pláss er ekki lengur vandamál.

Undanfarið hef ég verið að spá mikið í það hversu líkar margar af þessum dj ævisögum eru. Skv. dj ævisögum eiga margir plötusnúðar það sameiginlegt að hafa átt foreldra sem áttu rosalega stórt plötusafn sem þeir eyddu allri sinni æsku í að róta í. Þeir koma flest allir frá smábæjum en leituðu til stórborgana eftir menntó og slógu þar heldur betur í gegn. Joy Division, Kraftwerk, New Order og Depeche Mode hafa veitt þeim gífurlegan innblástur, þó svo að það heyrist kannski ekki á tónlistinni þeirra.

Af einhverjum ástæðum á ég mjög erfitt með að trúa öllum þessum ævisögum og mig grunar að oft séu þetta snúðarnir sjálfir að skrifa um sjálfan sig ,þar sem í sumum tilfellum er hoppað á milli þess að  skrifa í 1. og 3. persónu. Að lýsa sjálfum sér með þessum hætti þykir mér kjánalegt egó rúnk og þótti mér mjög skemmtilegt að rekast á þessa grein, þar sem netverjin the Luisgarcia skrifar um þetta. Hann nefnir fleiri klisjur og svo skrifa hann líka ágiskun um á hvernig raunveruleg dj ævisaga gæti litið út. Mæli með að fólk tékki á þessu.