Greinasafn fyrir merki: PZ

PZ á morgun

Þemaþáttur hjá Dansþætti Þjóðarinnar á morgun sem hljómar nokkuð spennó. Í fréttabréfi þeirra PZ manna segir:

Eins og oft áður að þá bjóðum við upp á þemaþátt á laugardagskvöldið um páskahelgina.

Í þetta skiptið ætlum við að rifja upp upphafsár þáttarins, árið 1990, og spila lög sem að við vorum að spila í þættinum á þeim tíma. Við munum rifja upp árslistann fyrir það ár sem að var æði skrautlegur en sum af lögunum frá þessum tíma hafa elst frekar illa svo vægt sé til orða tekið. Við heyrum í flytjendum eins Adamski, Snap, The KLF, Guru Josh, Lil Louis, D Mob, Technotronic, Primal Scream, 808 State, Happy Mondays og mörgum mörgum fleirum.

Flott pæling hjá Kristjáni og Helga, í beinni Rás 2 annað kvöld og svo væntanlega í podcastinu þeirra sem er skylduáskrift fyrir íslenska danstónlistarunendur – www.pz.is

Syrpu Syrpa #3

Alltaf er nóg til af plötusnúðum að setja saman syrpur og henda þeim á veraldarvefinn!

Hinn finnski Fanu henti í eitt heitt drum & bass mix, soldið í þeim drumfunk stíl sem hann er þekktur fyrir.

Mary Anne Hobbs fékk dubsteppandi Bristolbúa í heimsókn í hljóðver Radio 1, á eftir að tjekka á þessu en nöfnin sem koma við sögu eru nóg til þess að fullvissa mig um að þetta sé killer þáttur. Svo er tónlistarleg arfleifð Bristol langt frá því að vera ómerkileg. (MP3 download hér)

Fyrir þá eru að leita af gömlu og góðu má finna safn af gömlum WBMX syrpum frá 9. áratugnum hér. WBMX er útvarpsstöð í Chicago sem var meðal annars heimili hins goðsagnakennda mix þáttar Hot Mix Five og átti stóran þátt í uppgangi house tónlistarinnar. Fleiri mix af þessu tagi auk ýmis konar danstónlistar sagnfræði má svo finna á hinni stórskemmtilegu Deephousepage.com.

Þá komst ég loks í það að hlusta á settið sem Scuba gerði fyrir XLR8R, skemmtileg syrpa. Remixin af breiðskífunni hans sem eru að koma út þessa dagana eru líka alveg frábær, sýna hversu fjölbreytt og skemmtilegt dubsteppið er þessa dagana.

Að lokum ætla ég að plögga sjálfan mig og mixið sem ég gerði fyrir PZ í síðustu viku, það má finna hér og tracklisti er hér.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook