Greinasafn fyrir merki: Red Bull

Red Bull Music Academy

Eins og við höfum áður bent á er Red Bull Music Academy eitthvað sem allir tónlistarmenn og plötusnúðar ættu að tjékka á. Síðasta námskeið þeirra Red Bull manna var haldið í London í febrúar mánuði, eins og búast mátti við fór fram fjöldinn allur af skemmtilegum tónleikum og fyrirlestrum frá spennandi listamönnum. Meðal þessara listamanna má nefna Moodyman, Kode 9, Martyn og Modeselektor.

Ef  maður var ekki svo heppinn að hafa komist inn í skólann, getur huggað sig við það að horfa má á fyrirlestrana á netinu. Ég mæli sérstaklega með að fólk tékki á Moodymann fyrirlestrinum. Moodymann veitir sjaldan viðtöl og er svolítið skemmtilegur karakter, svo er tónlistin hans líka frábær.  Lista yfir fyrirlestra árið 2010 má finna hér.

SyrpuSyrpa#15

Alltaf finnur maður einhver skemmtileg mix á áhugamálinu danstónlist á huga.is,en í þessari viku hef ég verið að hlusta á tvö mix þaðan.

Fyrra mixið ef frá notendanum Gerald og heitir B-side of deep. Nafnið á mixinu lýsir því vel þar sem mixið er sett saman úr b-hliðum 12″ deep platna. Þrælskemmtilegt mix sem ég mæli með að fólk tékki á, en mixið, meiri upplýsingar og annað mix  frá Gerald  er hægt að nálgast hér.

Seinna mixið er frá notendanum Hreggi89. Skemmtilegt mix sem inniheldur svona deep house sem maður heyrir ekki nógu mikið af í dag. Mixið og tracklista er hægt að nálgast hér.

Á twitternum hjá Múm var svo annað íslenskt dj mix að finna, það er á allt öðrum nótum en þau tvö fyrstnefndu og var sett saman fyrir hipstera bloggið Allez Allez. Hress lagalisti, mashup stemning sem á góða spretti og slæma!

culoedesong

Suður Afríska undrabarnið Culoe de song, gerði svo mix fyrir Resident Advisor í síðustu viku. Culoe sem var uppgvötaður eftir að hann komst inn í Red Bull Music Academy í fyrra og virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Dixon og öðrum.