Greinasafn fyrir merki: Ricardo Villalobos

Villalobos – Heimildarmynd um Kardó

Fáir tónlistarmenn eru í jafn miklu uppáhaldi hjá Dansidans eins og Ricardo Villalobos eða Kardó, eins og við köllum hann í daglegu tali. Því vakti það mikla lukku í herbúðum okkar að heyra af væntanlegri heimildarmynd um þennan merka tónlistarmann en leikstjórinn Romuald Karmakar stendur að baki þeirri mynd sem hefur einfaldlega hlotið nafnið Villalobos


Trailer þessi er í sjálfu sér ekki ýkja spennandi en þó merkilegt að Karmakar hafi fengið að taka upp efni á Panoramabar sem er alræmdur fyrir harða dyravörslu og algert myndavélabann. Með eins litríkan karakter og Kardó sem umfjöllunarefni er  þó ekki við öðru að búast en að mynd þessi verði nokkuð forvitnileg.

Árslistar

Næsta laugardag kynnir Party Zone árslistan sinn fyrir árið 2008. Vegna valkvíða og skorts á tíma hef ég ákveðið að velja aðeins topp 15, ég ætla að birta hann hér ásamt stuttum umfjöllunum um hvert lag.

15.Fabrice Lig – Evolutionism
14.Hugo(Italy) – The Sloop
13.Audiofly X,Amelie – Move
12.Moodyman – Freaky MF
11.Mixworks – Berlin Dub

10.Soundstream – Dance with me
2008 var eiginlega svona comeback ár fyrir diskóið. Fleirri og fleirri diskó mix urðu til og hljómsveitir eins og Hercules and Love Affair komu fram á sjónarsviðið. Lagið Dance with me er diskólag sem Soundstream hefur tekið og pumpað það aðeins upp, hörkulag mæli með því

9.Sebo K – Diva
Þetta lag kom út í haust og gerði allt vitlaust. Er ennþá á topp 50 listanum hjá Resident Advisor sem er birtur mánaðarlega. Hrokinn í mér fyrir ,,the hype“ hafði þau áhrif að það tók mig mjög langan tíma að byrja að fíla það.Heyrði það fyrst í mixi frá Motorcitysoul og fílaði það ekki, síðan í mixi frá Margeiri og var enn á sömu skoðun, það ver ekki fyrr en í mixi frá Jónfrí að ég loksins náði því hvað þetta var gott lag.

8.Stimming – Una Pena

Stimming ásamt félaga sínum Solomun átti besta lag ársins 2007 að mínu mati. Árið 2008 var gott ár fyrir Stimming þar sem hann mokaðu út góðum lögum. Besta lagið hans að mínu mati er Una Pena sem hluti af þessu ,,höfum spænska vocala í lögunum okkar“ trendi sem virtist endast í svona viku.

7.Loco Dice – Pimp Jackson is talking now!

Loco Dice gaf ú plötun 7 Dunham Place á árinu sem er hin fínasta. Á henni er meðal annars lagið Pimp Jackson is talkin now! Pumpandi bassi og semi ghetto fílingur í þessu. Lagið er án efa eitt af fyndnari lögum ársins þar sem Pimp Jackson er hellaður á því, örugglega geðveikt að hanga með honum.

6.Ricardo Villalobos – Enfants

Langt, steikt og geðveikt, þessi orð eiga við um flest allt sem Ricardo gerir þessa dagana. Sé rosalega eftir því að hafa gefið mitt eintak frá mér.

5.Christian Burkhardt – Phay Boom

Heyrði þetta fyrst í mixi frá Sascha Dive, fílaði það og leitaði að því í 3 mánuði. Síðan komst ég að því að þetta hafði ekki verið gefið út. Stend sjálfan mig stundum að því að vera að syngja með, sem er mjög skrítið. Það er samt bara svo gaman að gera fay og svo búm, fey fey fey og búm.

4.Tim Green – Revox Justin Martin Remix

Stærsta útgáfa ársins hjá hinum unga og efnilega Tim Green eða TG. Rosalega týpiskt Dirtybird lag. Fyndin og dansvæn laglína yfir góðum trommum, hvað þarf meira til? Fílaði ekki orignalinn nógu vel, Richtie Hawtin gerði það en hann fílaði líka þessa hugmynd svo hann er ekki marktækur.

3.Audion -Billy says go

Matthew Dear a.k.a Audion býr til ótrúlegar bassatrommur.

2.Dj Koze – I want to sleep

Það er í lagi að hafa sömu loopuna í gangi í 10 min ef hún er nógu góð. Hefur einhver heyrt/spilað þetta á íslensku dansgólfi. Mæli með að fólk skoði myspacið hans Koze.

1.Johnny D -Orbitallife

Ekki hægt að hlusta á þetta lag og finnast maður vera ósmart. Jafnvel þó maður sé í engu nema sokkum og hvítum bol. Þessi vocall (sem minnir mig skugglega á BÓ) er bara of smart.  Ég dansaði við þetta í allt sumar og dansa enn þegar ég heyri það.

Endilega póstið listunum ykkar og spám í athugasemdadálkinn.

-Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Jútjúb Miksteip #3 -,,Þeir eru að gera það sama og allir hinir bara aðeins öðruvísi“

Eftir að kreppan skall á hef ég aðeins verslað þrisvar sinnum af Beatport, þó svo að ég skoði mig þar um oft í viku. Í staðinn fyrir að kaupa lögin set ég þau bara í körfuna og bíð með að borga. Svo loksins þegar ég ákveð að kaupa lögin þá fatta ég að flest þeirra eru skuggalega lík, svo ég enda á því að losa mig helminginn af þeim. Hins vegar eru artistar sem mér finnst alltaf hljóma aðeins öðruvísi en allt annað sem er í gangi, þótt þeir séu að gera nákvæmlega það sama er það aðeins öðruvísi, hér koma nokkur sýnishorn:

1. Moodymann – Freaky MF

Kenny Dixon Jr. aka Moodymann hefur verið lengi að og gert margt skemmtilegt. Shades of Jae er í miklu uppáhaldi hjá mér en um daginn var mér bent á lagið Freaky MF sem er hérna fyrir ofan. Lagið er ótrúlega fyndið en líka sexy, sem er geðveikt. Þó að þetta sé semi týpiskt deep house lag þá er þetta einhvern vegin öðruvísi en allt annað, ég held að það sé vegna þess að þetta er unnið í gegnum hardware.

2.Theo Parrish – Solitary Flight

Að búa til houselag sem groovar og er samt fallegt er eitthvað sem fáum virðist takast, þótt margir reyni. Þetta lag er með fallegri house lögum sem ég hef heyrt. Theo Parrish er eins og Moodymann frá Detroit. Hann tekur upp mikið hljóðum sjálfur og gerði hann meðal annars þessa mynd fyrir Adidas. Mæli sérstaklega með þessu viðtali við hann, þegar maður er búinn að horfa á þetta verður maður einfaldlega að fara út að versla plötur.

3.Petre Inspirescu – Sakadat

Það er eitthvað við þessi rúmensku drumroll. Þetta groovar einfaldlega meira en annað sem er að gerast. Leópold er samt á fullu að þróa skandinavísk drumroll sem eru aðeins frábrugðin þessum rúmensku.

4.Ricardo Villalobos – Fizheuer Zieheuer

Percussionið hjá þessum manni er eitthvað öðruvísi, rosalega margir hafa reynt að kópera stílinn hans en flestum tekst það ekki alveg. Fizheuer er orðið semi legendary þar sem það er 57 mínutur að lengd og frekar steikt. ég segi samt án gríns að ég myndi dansa allan tíman ef ég heyrði það í fullri lengd á góðu kvöldi. Djöfull er þetta líka fyndið myndband, þó svo að ég þoli ekki gríndansara.

5.Pépé Bradock – Deep Burnt

Pépé Bradock veit ég svosem ekki mikið um, annað en að hann er frekar nuts, samanber þetta.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Jútjúb Miksteip #2 – Lögin sem fóru algjörlega framhjá mér

Í þessu jútjúb miksteipi eru lög sem voru mikið spiluð þetta árið en ég einhvern veginn lærði ekki að meta þau fyrr en núna bara upp á síðkastið.

1. Audion – Billy says go
Jónfrí benti mér á þetta lag á sínum tíma og ég fílaði það ekki neitt. Heyrði Ellen Allien spila það á Melt Festival og fílaði það ekki heldur, Það var ekki fyrr en í október þegar ég var að stússast á beatport að ég rakst á það og lærði að meta það. Groove-ið í þessu lagi er geðveikt og ekki skemmir þetta sérstaka „Audion bassatromma“ fyrir. Eitt af lögum ársins að mínu mati.


2.DJ Koze – I want to sleep
Þetta lag var á listum frábærra plötusnúða eins og t.d. Sebo K. Ég hlustaði á þetta lag og skildi ekki hvað þessir plötusnúðar sáu við það. Síðan las ég viðtal við Koze og ákvað þess vegna að skoða myspacið hans. Það varð til þess að ég uppgötvaði þetta lag. Á myspacinu hans er einnig að finna remixið hans af Matthew Dear laginu Elementary lover sem er geðveikt.


3.Ricardo Villalobos – Enfants
Lagið sem gerði allt vitlaust í byrjun árs. Lagið er 17 mínutur og stærsti hluti þess er chílenskur barnakór að syngja. Keypti eintak í Berlín en gaf það þar sem ég sá ekki fram á að eiga eftir að spila það. Rakst á það í mixi um daginn og sé núna mikið eftir að hafa gefið plötuna.


4.Noze – Remember Love
Noze gerðu allt vitlaust á sínum tíma voru meðal annar með besta ,,actið“ á Íbiza að margra mati. Platan þeirra On the rocks var kom út í ár á ofurlabelinu Get Physical. Heyrði RA podcastið þeirra í sumar og var ekkert vitlaus í það. Svo um daginn var ég að sýna einhverjum hvað house gæti verið fínt live acti og það varð til þess að ég hlustaði á þetta mix aftur og keypti diskinn. Diskurinn er mjög góður, sérstaklega lagið Remember Love.

5.SiS – Trompeta
Ógeðslega cheesy loopa endurtekinn yfir rosalega miklu percussioni. Margi hafa líkt Trompeta við Heater sem gerði allt vitlaust í fyrra. Í fyrstu fannst mér þetta of cheesy og týpiskt. En svo komst ég að því að þetta lag er geðveikt ef rétt er farið með það í mixi.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook